Knúðu dyra og stálu síma og 600 þúsund krónum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 18:48 Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður segir að þrátt fyrir aukningu á innbrotum sé óvarlegt að tala um faraldur. Hún segir að lögreglueftirlit hafi verið aukið en bendir á kosti nágrannavörslu. Vísir/Sigurjón Innbrotahrina hefur verið í nokkrum hverfum höfuðborgarinnar að undanförnu og dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir stórtjóni. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til þess að huga vel að nærumhverfi sínu. Mikil umræða hefur átt sér stað um innbrotahrinu, meðal annars í Mosfellsbæ en þar eru íbúar uggandi yfir ástandinu. Dæmi eru um að brotist hafi verið inn í eitt og sama fjölbýlishúsið fjórum sinnum og íbúi sem fréttastofa ræddi við segist hafa orðið fyrir tugmilljóna tjóni, sem sé ekki síður tilfinningalegt tjón. Einn var handtekinn í tengslum við innbrotin í dag eftir að húsleit var gerð á tveimur stöðum í Mosfellsbæ, þar sem lagt var hald muni sem taldir eru vera þýfi. Þá eru íbúar í Háleitis- og Bústaðahverfi einnig áhyggjufullir, en innbrotin á svæðinu eru orðin 82 talsins á meðan þau voru 50 allt árið í fyrra. „Ég vil ekki meina að það sé neinn faraldur í gangi frekar en í öðrum hverfum en í þessu tilfelli eru við bara óheppin, vil ég meina. Hér er fólk sem er að stela og taka eigur annarra og það þýðir bara að við þurfum að vera meira vakandi,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur til dæmis verið farið inn í geymslur, íbúðir, brotist inn í bíla, bílum stolið og svo framvegis.“ Hún nefnir dæmi um konu sem opnaði í sakleysi sínu fyrir fólki sem hafði knúið dyra. „Þeir fóru inn til hennar og stálu úlpunni hennar með síma og kortum og tóku út af kortinu fyrir sex hundruð þúsund,“ segir Guðrún. Einhverjir hafi verið handteknir og sum mál séu í ákæruferli. „Við vitum hverjir einhverjir þessara einstaklinga eru. Og þeir hafa verið handteknir, við höfum fundið þýfi heima hjá þeim og í fórum þeirra en þeir eiga ekkert endilega allt sem er stolið eða tengjast öllum innbrotum í hverfinu, alls ekki.“ Lögreglumál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Innbrotahrina hefur verið í nokkrum hverfum höfuðborgarinnar að undanförnu og dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir stórtjóni. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til þess að huga vel að nærumhverfi sínu. Mikil umræða hefur átt sér stað um innbrotahrinu, meðal annars í Mosfellsbæ en þar eru íbúar uggandi yfir ástandinu. Dæmi eru um að brotist hafi verið inn í eitt og sama fjölbýlishúsið fjórum sinnum og íbúi sem fréttastofa ræddi við segist hafa orðið fyrir tugmilljóna tjóni, sem sé ekki síður tilfinningalegt tjón. Einn var handtekinn í tengslum við innbrotin í dag eftir að húsleit var gerð á tveimur stöðum í Mosfellsbæ, þar sem lagt var hald muni sem taldir eru vera þýfi. Þá eru íbúar í Háleitis- og Bústaðahverfi einnig áhyggjufullir, en innbrotin á svæðinu eru orðin 82 talsins á meðan þau voru 50 allt árið í fyrra. „Ég vil ekki meina að það sé neinn faraldur í gangi frekar en í öðrum hverfum en í þessu tilfelli eru við bara óheppin, vil ég meina. Hér er fólk sem er að stela og taka eigur annarra og það þýðir bara að við þurfum að vera meira vakandi,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur til dæmis verið farið inn í geymslur, íbúðir, brotist inn í bíla, bílum stolið og svo framvegis.“ Hún nefnir dæmi um konu sem opnaði í sakleysi sínu fyrir fólki sem hafði knúið dyra. „Þeir fóru inn til hennar og stálu úlpunni hennar með síma og kortum og tóku út af kortinu fyrir sex hundruð þúsund,“ segir Guðrún. Einhverjir hafi verið handteknir og sum mál séu í ákæruferli. „Við vitum hverjir einhverjir þessara einstaklinga eru. Og þeir hafa verið handteknir, við höfum fundið þýfi heima hjá þeim og í fórum þeirra en þeir eiga ekkert endilega allt sem er stolið eða tengjast öllum innbrotum í hverfinu, alls ekki.“
Lögreglumál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira