Kvennahrellir sleppur við gæslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 09:10 Frá Landsrétti í Kópavogi þar sem úrskurðurinn var felldur úr gildi á þriðjudag. Vísir/Hanna Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila. Hann á að baki fimm dóma fyrir ofbeldi og hefur endurtekið verið úrskurðaður í nálgunarbann. Konan tilkynnti ætluð ofbeldisbrot mannsins í nánu sambandi þeirra til lögreglu í október. Hún sagðist mjög hrædd við hann og lýsti honum sem óútreiknanlegum. Með bensínbrúsa í bílnum Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning um eld í bíl og á vettvangi var umræddur maður. Í framsæti hans fundust tvær bensínflöskur en hann neitaði að hafa kveikt í bílnum. Þó lá fyrir að hann sendi konunni mynd af alelda bílnum. Við húsleit fann lögregla eftirlíkingu af skammbyssu á heimili mannsins. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Líklegt væri að hann torveldaði rannsókn, héldi brotum áfram eða réðist á annað fólk. Fram kom að frá 2005 hefur lögregla haft afskipti af honum átta sinnum og fimm sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ofbeldi. Grunaður um brot gegn konu og barni Þrjár ákærur er varða umferðarlagabrot hans á þessu ári liggja fyrir dómnum. Þá sætir hann einu nálgunarbanni sem stendur gagnvart fyrrverandi maka og barni hennar. Þau mál eru til rannsóknar lögreglu. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gegn þriðju konunni. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu lögreglunnar og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi á þriðjudag og vísaði til þess að ekki lægju fyrir hendi rannsóknarhagsmunir. Auk þess hefði lögregla ekki náð að sýna fram á líkur á því að maðurinn myndi halda brotum sínum áfram eða ráðast gegn öðrum. Gengur maðurinn því laus meðan mál hans eru til rannsóknar lögreglu. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila. Hann á að baki fimm dóma fyrir ofbeldi og hefur endurtekið verið úrskurðaður í nálgunarbann. Konan tilkynnti ætluð ofbeldisbrot mannsins í nánu sambandi þeirra til lögreglu í október. Hún sagðist mjög hrædd við hann og lýsti honum sem óútreiknanlegum. Með bensínbrúsa í bílnum Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning um eld í bíl og á vettvangi var umræddur maður. Í framsæti hans fundust tvær bensínflöskur en hann neitaði að hafa kveikt í bílnum. Þó lá fyrir að hann sendi konunni mynd af alelda bílnum. Við húsleit fann lögregla eftirlíkingu af skammbyssu á heimili mannsins. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Líklegt væri að hann torveldaði rannsókn, héldi brotum áfram eða réðist á annað fólk. Fram kom að frá 2005 hefur lögregla haft afskipti af honum átta sinnum og fimm sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ofbeldi. Grunaður um brot gegn konu og barni Þrjár ákærur er varða umferðarlagabrot hans á þessu ári liggja fyrir dómnum. Þá sætir hann einu nálgunarbanni sem stendur gagnvart fyrrverandi maka og barni hennar. Þau mál eru til rannsóknar lögreglu. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gegn þriðju konunni. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu lögreglunnar og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi á þriðjudag og vísaði til þess að ekki lægju fyrir hendi rannsóknarhagsmunir. Auk þess hefði lögregla ekki náð að sýna fram á líkur á því að maðurinn myndi halda brotum sínum áfram eða ráðast gegn öðrum. Gengur maðurinn því laus meðan mál hans eru til rannsóknar lögreglu.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira