Ungverskur landsliðsmarkvörður færði Juventus tvö mörk á silfurfati Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2020 10:01 Dénes Dibusz er tíu landsleikja maður fyrir Ungverjaland. getty/Anton Novoderezhkin Dénes Dibusz, markvörður Ferencváros, vill eflaust gleyma leiknum gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær sem allra fyrst. Hann gaf nefnilega tvö mörk í 1-4 tapi ungversku meistaranna. Dibusz er í ungverska landsliðinu sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. Hann lék tvo af þremur leikjum Ungverja í síðustu landsleikjahrinu og hélt hreinu í báðum þeirra. Péter Gulácsi, markvörður RB Leipzig, er þó venjulega fyrsti kostur í mark ungverska liðsins og verður að öllum líkindum milli stanganna gegn Íslendingum. Dibusz gat lítið gert í fyrstu tveimur mörkum Juventus í leiknum í gær en Álvaro Morata skoraði þau bæði. Hann átti hins vegar sök á síðustu tveimur mörkunum. Í þriðja markinu á 73. mínútu náði Dibusz ekki að hemja boltann eftir slaka sendingu til baka og Paolo Dybala skoraði auðveldlega. Átta mínútum síðar gerði hann enn verri mistök þegar hann gaf boltann Dybala sem átti skot sem Lasha Dvari, varnarmaður Ferencváros, stýrði í netið. Afar klaufaleg mörk svo ekki sé meira sagt. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ferencváros 1-4 Juventus Ferencváros er með eitt stig á botni G-riðils Meistaradeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Juventus á Ítalíu 24. nóvember. Dibusz, sem verður þrítugur fjórum dögum eftir leikinn gegn Íslandi, hefur leikið tíu landsleiki fyrir Ungverjaland. Hann er einn fjögurra leikmanna Ferencváros í ungverska landsliðshópnum. Hinir eru varnarmennirnir Gergö Lovrencsics og Endre Botka og miðjumaðurinn Dávid Sigér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Dénes Dibusz, markvörður Ferencváros, vill eflaust gleyma leiknum gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær sem allra fyrst. Hann gaf nefnilega tvö mörk í 1-4 tapi ungversku meistaranna. Dibusz er í ungverska landsliðinu sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. Hann lék tvo af þremur leikjum Ungverja í síðustu landsleikjahrinu og hélt hreinu í báðum þeirra. Péter Gulácsi, markvörður RB Leipzig, er þó venjulega fyrsti kostur í mark ungverska liðsins og verður að öllum líkindum milli stanganna gegn Íslendingum. Dibusz gat lítið gert í fyrstu tveimur mörkum Juventus í leiknum í gær en Álvaro Morata skoraði þau bæði. Hann átti hins vegar sök á síðustu tveimur mörkunum. Í þriðja markinu á 73. mínútu náði Dibusz ekki að hemja boltann eftir slaka sendingu til baka og Paolo Dybala skoraði auðveldlega. Átta mínútum síðar gerði hann enn verri mistök þegar hann gaf boltann Dybala sem átti skot sem Lasha Dvari, varnarmaður Ferencváros, stýrði í netið. Afar klaufaleg mörk svo ekki sé meira sagt. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ferencváros 1-4 Juventus Ferencváros er með eitt stig á botni G-riðils Meistaradeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Juventus á Ítalíu 24. nóvember. Dibusz, sem verður þrítugur fjórum dögum eftir leikinn gegn Íslandi, hefur leikið tíu landsleiki fyrir Ungverjaland. Hann er einn fjögurra leikmanna Ferencváros í ungverska landsliðshópnum. Hinir eru varnarmennirnir Gergö Lovrencsics og Endre Botka og miðjumaðurinn Dávid Sigér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira