Ungverskur landsliðsmarkvörður færði Juventus tvö mörk á silfurfati Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2020 10:01 Dénes Dibusz er tíu landsleikja maður fyrir Ungverjaland. getty/Anton Novoderezhkin Dénes Dibusz, markvörður Ferencváros, vill eflaust gleyma leiknum gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær sem allra fyrst. Hann gaf nefnilega tvö mörk í 1-4 tapi ungversku meistaranna. Dibusz er í ungverska landsliðinu sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. Hann lék tvo af þremur leikjum Ungverja í síðustu landsleikjahrinu og hélt hreinu í báðum þeirra. Péter Gulácsi, markvörður RB Leipzig, er þó venjulega fyrsti kostur í mark ungverska liðsins og verður að öllum líkindum milli stanganna gegn Íslendingum. Dibusz gat lítið gert í fyrstu tveimur mörkum Juventus í leiknum í gær en Álvaro Morata skoraði þau bæði. Hann átti hins vegar sök á síðustu tveimur mörkunum. Í þriðja markinu á 73. mínútu náði Dibusz ekki að hemja boltann eftir slaka sendingu til baka og Paolo Dybala skoraði auðveldlega. Átta mínútum síðar gerði hann enn verri mistök þegar hann gaf boltann Dybala sem átti skot sem Lasha Dvari, varnarmaður Ferencváros, stýrði í netið. Afar klaufaleg mörk svo ekki sé meira sagt. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ferencváros 1-4 Juventus Ferencváros er með eitt stig á botni G-riðils Meistaradeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Juventus á Ítalíu 24. nóvember. Dibusz, sem verður þrítugur fjórum dögum eftir leikinn gegn Íslandi, hefur leikið tíu landsleiki fyrir Ungverjaland. Hann er einn fjögurra leikmanna Ferencváros í ungverska landsliðshópnum. Hinir eru varnarmennirnir Gergö Lovrencsics og Endre Botka og miðjumaðurinn Dávid Sigér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Sjá meira
Dénes Dibusz, markvörður Ferencváros, vill eflaust gleyma leiknum gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær sem allra fyrst. Hann gaf nefnilega tvö mörk í 1-4 tapi ungversku meistaranna. Dibusz er í ungverska landsliðinu sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. Hann lék tvo af þremur leikjum Ungverja í síðustu landsleikjahrinu og hélt hreinu í báðum þeirra. Péter Gulácsi, markvörður RB Leipzig, er þó venjulega fyrsti kostur í mark ungverska liðsins og verður að öllum líkindum milli stanganna gegn Íslendingum. Dibusz gat lítið gert í fyrstu tveimur mörkum Juventus í leiknum í gær en Álvaro Morata skoraði þau bæði. Hann átti hins vegar sök á síðustu tveimur mörkunum. Í þriðja markinu á 73. mínútu náði Dibusz ekki að hemja boltann eftir slaka sendingu til baka og Paolo Dybala skoraði auðveldlega. Átta mínútum síðar gerði hann enn verri mistök þegar hann gaf boltann Dybala sem átti skot sem Lasha Dvari, varnarmaður Ferencváros, stýrði í netið. Afar klaufaleg mörk svo ekki sé meira sagt. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ferencváros 1-4 Juventus Ferencváros er með eitt stig á botni G-riðils Meistaradeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Juventus á Ítalíu 24. nóvember. Dibusz, sem verður þrítugur fjórum dögum eftir leikinn gegn Íslandi, hefur leikið tíu landsleiki fyrir Ungverjaland. Hann er einn fjögurra leikmanna Ferencváros í ungverska landsliðshópnum. Hinir eru varnarmennirnir Gergö Lovrencsics og Endre Botka og miðjumaðurinn Dávid Sigér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Sjá meira