Liverpool goðsögn vill ekki að Diogo Jota byrji gegn Man City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 10:31 Diogo Jota kemur inn fyrir Roberto Firmino á meðan knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp fylgist vel með. Getty/Andrew Powell Liverpool mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og nú er ekki lengur á hreinu hver á að spila frammi með þeim Mohamed Salah og Sadio Mané. Þrenna Diogo Jota í Meistaradeildinni ætti að flestra mati að tryggja honum sæti í byrjunarliði Liverpool í risaleiknum á móti City á sunnudaginn en Liverpool goðsögnin John Barnes yrði ekki sáttur við það. John Barnes er harður á því að Jürgen Klopp eigi að taka Roberto Firmino aftur inn í byrjunarliðið fyrir þennan mikilvæga leik sem er í margra augum einn af úrslitaleiknum tímabilsins. John Barnes explains why Firmino is a better bet than hat-trick hero Jota against Man City... https://t.co/xRx49j8H8l— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 5, 2020 Diogo Jota hefur nú skorað í fjórum leikjum í röð og setti þrennu á móti Atalanta í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann er nú kominn með sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Liverpool. Heilaga framherjaþrenningin hjá Klopp; Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, er því ekki lengur svo heilög. Roberto Firmino hefur ekki verið alltof sannfærandi og margir vilja sjá Diogo Jota komast fram fyrir hann í goggunarröðinni. Byrjuanrliðið á móti Manchester City mun segja mikið enda byrja þar væntanlega þrír bestu framherjar Liverpool liðsins í dag. „Jota skoraði þrennu en það þýðir ekki að hann fari sjálfkrafa inn í byrjunarliðið á móti Manchester City,“ sagði John Barnes við talkSPORT. Who should start for #LFC against #MCFC this weekend? — Sky Sports (@SkySports) November 5, 2020 „Ég held að gerð leiksins ráði því hverjir byrja og á móti hverjum er verið að spila og hvernig það lið spilar. Á móti liði eins og Manchester City, þegar þú verður ekki eins mikið með boltann, þá væri betra að vera með mann eins og Firmino,“ sagði Barnes. „Þú þarf leikmann eins og Bobby Firmino, ekki bara til að halda boltanum heldur einnig til að vinna varnarvinnuna. Ef þú ert að spila á móti Atalanta og Leeds, lið sem opna sig meira, þá sér maður Jota koma frekar inn,“ sagði Barnes. John Barnes er einnig á því að Thiago Alcantara ætti ekki að spila á móti Manchester City því það væri betra fyrir varnarleik liðsins að tefla fram mönnum eins og þeim Georginio Wijnaldum, Jordan Henderson og Fabinho. This is different class from Jurgen Klopp Making sure to praise Diogo Jota AND Roberto Firmino... pic.twitter.com/I0SxJeVUYm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 4, 2020 Liverpool getur náð átta stiga forskoti á Manchetser City með því að vinna leikinn á sunnudaginn en hann fer fram á heimavelli Manchester City. John Barnes spilaði með Liverpool frá 1987 til 1997. Hann varð enskur meistari með félaginu bæði 1988 og 1990 og svo enskur bikarmeistari 1989 og 1992. Barnes skoraði 106 mörk í 403 leikjum fyrir félagið af miðjunni og lagði upp ófá mörkin. Blaðamenn kusu Barnes besta leikmann deildarinnar á báðum titiltímabilunum eða 1987-88 og 1989-90. Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Sjá meira
Liverpool mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og nú er ekki lengur á hreinu hver á að spila frammi með þeim Mohamed Salah og Sadio Mané. Þrenna Diogo Jota í Meistaradeildinni ætti að flestra mati að tryggja honum sæti í byrjunarliði Liverpool í risaleiknum á móti City á sunnudaginn en Liverpool goðsögnin John Barnes yrði ekki sáttur við það. John Barnes er harður á því að Jürgen Klopp eigi að taka Roberto Firmino aftur inn í byrjunarliðið fyrir þennan mikilvæga leik sem er í margra augum einn af úrslitaleiknum tímabilsins. John Barnes explains why Firmino is a better bet than hat-trick hero Jota against Man City... https://t.co/xRx49j8H8l— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 5, 2020 Diogo Jota hefur nú skorað í fjórum leikjum í röð og setti þrennu á móti Atalanta í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann er nú kominn með sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Liverpool. Heilaga framherjaþrenningin hjá Klopp; Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, er því ekki lengur svo heilög. Roberto Firmino hefur ekki verið alltof sannfærandi og margir vilja sjá Diogo Jota komast fram fyrir hann í goggunarröðinni. Byrjuanrliðið á móti Manchester City mun segja mikið enda byrja þar væntanlega þrír bestu framherjar Liverpool liðsins í dag. „Jota skoraði þrennu en það þýðir ekki að hann fari sjálfkrafa inn í byrjunarliðið á móti Manchester City,“ sagði John Barnes við talkSPORT. Who should start for #LFC against #MCFC this weekend? — Sky Sports (@SkySports) November 5, 2020 „Ég held að gerð leiksins ráði því hverjir byrja og á móti hverjum er verið að spila og hvernig það lið spilar. Á móti liði eins og Manchester City, þegar þú verður ekki eins mikið með boltann, þá væri betra að vera með mann eins og Firmino,“ sagði Barnes. „Þú þarf leikmann eins og Bobby Firmino, ekki bara til að halda boltanum heldur einnig til að vinna varnarvinnuna. Ef þú ert að spila á móti Atalanta og Leeds, lið sem opna sig meira, þá sér maður Jota koma frekar inn,“ sagði Barnes. John Barnes er einnig á því að Thiago Alcantara ætti ekki að spila á móti Manchester City því það væri betra fyrir varnarleik liðsins að tefla fram mönnum eins og þeim Georginio Wijnaldum, Jordan Henderson og Fabinho. This is different class from Jurgen Klopp Making sure to praise Diogo Jota AND Roberto Firmino... pic.twitter.com/I0SxJeVUYm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 4, 2020 Liverpool getur náð átta stiga forskoti á Manchetser City með því að vinna leikinn á sunnudaginn en hann fer fram á heimavelli Manchester City. John Barnes spilaði með Liverpool frá 1987 til 1997. Hann varð enskur meistari með félaginu bæði 1988 og 1990 og svo enskur bikarmeistari 1989 og 1992. Barnes skoraði 106 mörk í 403 leikjum fyrir félagið af miðjunni og lagði upp ófá mörkin. Blaðamenn kusu Barnes besta leikmann deildarinnar á báðum titiltímabilunum eða 1987-88 og 1989-90.
Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Sjá meira