„Þá yrðum við að senda Val og Breiðablik úr landi“ Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2020 15:00 Kristín Ýr Bjarnadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir fóru um víðan völl í uppgjörsþætti Pepsi Max markanna. stöð 2 sport „Er ekki bara kominn tími á breytingar á kvennadeildinni? Þurfa þessi tvö lið að falla?“ spurði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Pepsi Max markanna á Stöð 2 Sport, í sérstökum lokahófsþætti í gærkvöld. FH og KR enduðu í neðstu sætum Pepsi Max-deildarinnar en hvorugt liðið var þó formlega fallið þegar KSÍ tók þá ákvörðun að flauta mótið af fyrir viku síðan. Samkvæmt reglugerð KSÍ frá því í júlí felur sú ákvörðun í sér að liðin tvö falli niður í Lengjudeildina, en Helena ræddi þann möguleika að fjölga liðum úr 10 í 12 í efstu deild. Tindastóll og Keflavík höfðu tryggt sér tvö efstu sætin í Lengjudeildinni og verða í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. „Við viljum fleiri leiki. Við sjáum að Lengjudeildin er að styrkjast. Þróttarar enda núna í 5. sæti eftir að hafa komið upp úr Lengjudeildinni í fyrra, FH-ingarnir stóðu sig líka mjög vel. Er þetta ráð fyrir KSÍ? Mér finnst pínu ósanngjarnt að lið eigi fjóra leiki eftir,“ sagði Helena og vísaði til botnliðs KR sem fór þrisvar í sóttkví í sumar og átti eftir fjóra leiki þegar mótið var blásið af. Hrædd um bilið á milli efstu og neðstu liða Kristín Ýr Bjarnadóttir tók undir með Helenu en Margrét Lára Viðarsdóttir benti á að þá gæti bilið á milli bestu og slökustu liðanna orðið of mikið. „Ef að ekki hefði verið sóttkvíarárið mikla þá þætti mér þetta samt alls ekki galin hugmynd. Maður hefur heyrt að mögulega séu að koma tvö ný lið inn í 2. deild, og þá yrði enn auðveldara að gera þetta,“ sagði Kristín og sagði vert að prófa 12 liða úrvalsdeild í eitt ár. Breiðablik varð Íslandsmeistari eftir hnífjafna baráttu við Val en þessi lið skáru sig úr.vísir/hulda margrét „Mér finnst þessi umræða alveg eiga rétt á sér, en ég held að þá yrðum við bara að senda Val og Breiðablik úr landi,“ sagði Margrét. „Bilið verður enn meira. En ef við skoðum heildarmyndina af deildinni þá gæti þetta mjög vel gengið. Þróttur kom upp og stóð sig feykilega vel, og FH hefði vel getað haldið sér uppi. En ég er líka hrædd um þetta bil á milli efstu og neðstu liða. Að það verði aftur enn stærra,“ sagði Margrét. KR-ingar áttu aldrei að vera í þessari stöðu Að mati Margrétar geta KR-ingar sjálfum sér um kennt að hafa fallið: „Ég skil alveg þessa umræðu, um hvað sé ósanngjarnt og sanngjarnt, en mér finnst við bara lifa á þannig tímum að það er ekkert ósanngjarnt eða sanngjarnt í þessu. Þetta er ákvörðun sem var tekin og ég held að það sé alltaf best fyrir þessi neðstu tvö lið að líta á hvað þau hefðu getað gert betur. Það er mun hjálplegra. KR-ingar áttu fyrir mér aldrei að vera í þessari stöðu, þó að þær hafi verið fjórum leikjum eftir á. Miðað við leikmannahóp hefðu þær aldrei þurft að vera í þessari stöðu.“ Klippa: Pepsi Max mörkin: Umræða um fjölgun liða Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sveindís Jane Jónsdóttir stefnir á að komast í besta lið í heimi, eftir stórkostlegt ár á sínum knattspyrnuferli. 6. nóvember 2020 12:02 Sveindís best, Cecilía efnilegust og Þorsteinn besti þjálfarinn KSÍ tilkynnti í kvöld hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir og efnilegastir í Pepsi Max deild kvenna. Það var gert í Pepsi Max mörkum kvenna sem var á dagskránni í kvöld. 5. nóvember 2020 20:10 Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
„Er ekki bara kominn tími á breytingar á kvennadeildinni? Þurfa þessi tvö lið að falla?“ spurði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Pepsi Max markanna á Stöð 2 Sport, í sérstökum lokahófsþætti í gærkvöld. FH og KR enduðu í neðstu sætum Pepsi Max-deildarinnar en hvorugt liðið var þó formlega fallið þegar KSÍ tók þá ákvörðun að flauta mótið af fyrir viku síðan. Samkvæmt reglugerð KSÍ frá því í júlí felur sú ákvörðun í sér að liðin tvö falli niður í Lengjudeildina, en Helena ræddi þann möguleika að fjölga liðum úr 10 í 12 í efstu deild. Tindastóll og Keflavík höfðu tryggt sér tvö efstu sætin í Lengjudeildinni og verða í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. „Við viljum fleiri leiki. Við sjáum að Lengjudeildin er að styrkjast. Þróttarar enda núna í 5. sæti eftir að hafa komið upp úr Lengjudeildinni í fyrra, FH-ingarnir stóðu sig líka mjög vel. Er þetta ráð fyrir KSÍ? Mér finnst pínu ósanngjarnt að lið eigi fjóra leiki eftir,“ sagði Helena og vísaði til botnliðs KR sem fór þrisvar í sóttkví í sumar og átti eftir fjóra leiki þegar mótið var blásið af. Hrædd um bilið á milli efstu og neðstu liða Kristín Ýr Bjarnadóttir tók undir með Helenu en Margrét Lára Viðarsdóttir benti á að þá gæti bilið á milli bestu og slökustu liðanna orðið of mikið. „Ef að ekki hefði verið sóttkvíarárið mikla þá þætti mér þetta samt alls ekki galin hugmynd. Maður hefur heyrt að mögulega séu að koma tvö ný lið inn í 2. deild, og þá yrði enn auðveldara að gera þetta,“ sagði Kristín og sagði vert að prófa 12 liða úrvalsdeild í eitt ár. Breiðablik varð Íslandsmeistari eftir hnífjafna baráttu við Val en þessi lið skáru sig úr.vísir/hulda margrét „Mér finnst þessi umræða alveg eiga rétt á sér, en ég held að þá yrðum við bara að senda Val og Breiðablik úr landi,“ sagði Margrét. „Bilið verður enn meira. En ef við skoðum heildarmyndina af deildinni þá gæti þetta mjög vel gengið. Þróttur kom upp og stóð sig feykilega vel, og FH hefði vel getað haldið sér uppi. En ég er líka hrædd um þetta bil á milli efstu og neðstu liða. Að það verði aftur enn stærra,“ sagði Margrét. KR-ingar áttu aldrei að vera í þessari stöðu Að mati Margrétar geta KR-ingar sjálfum sér um kennt að hafa fallið: „Ég skil alveg þessa umræðu, um hvað sé ósanngjarnt og sanngjarnt, en mér finnst við bara lifa á þannig tímum að það er ekkert ósanngjarnt eða sanngjarnt í þessu. Þetta er ákvörðun sem var tekin og ég held að það sé alltaf best fyrir þessi neðstu tvö lið að líta á hvað þau hefðu getað gert betur. Það er mun hjálplegra. KR-ingar áttu fyrir mér aldrei að vera í þessari stöðu, þó að þær hafi verið fjórum leikjum eftir á. Miðað við leikmannahóp hefðu þær aldrei þurft að vera í þessari stöðu.“ Klippa: Pepsi Max mörkin: Umræða um fjölgun liða
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sveindís Jane Jónsdóttir stefnir á að komast í besta lið í heimi, eftir stórkostlegt ár á sínum knattspyrnuferli. 6. nóvember 2020 12:02 Sveindís best, Cecilía efnilegust og Þorsteinn besti þjálfarinn KSÍ tilkynnti í kvöld hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir og efnilegastir í Pepsi Max deild kvenna. Það var gert í Pepsi Max mörkum kvenna sem var á dagskránni í kvöld. 5. nóvember 2020 20:10 Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sveindís Jane Jónsdóttir stefnir á að komast í besta lið í heimi, eftir stórkostlegt ár á sínum knattspyrnuferli. 6. nóvember 2020 12:02
Sveindís best, Cecilía efnilegust og Þorsteinn besti þjálfarinn KSÍ tilkynnti í kvöld hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir og efnilegastir í Pepsi Max deild kvenna. Það var gert í Pepsi Max mörkum kvenna sem var á dagskránni í kvöld. 5. nóvember 2020 20:10
Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31