Nú er minna en ár þangað til að aflraunamennirnir Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall ætla að berjast í boxhringnum í Las Vegas.
Báðir hafa verið duglegir að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með undirbúningnum og Eddie gerði það í sínu nýjasta myndbandi.
Þar kom hann meðal annars inn á það hvernig hann ætlaði að fara að því að afgreiða íslenska fjallið.
Margir eru afar spenntir fyrir bardaganum sem fer fram í Las Vegas í september á næsta ári en ljóst er að það verður fróðlegt að fylgjast með bardaganum.
Aldrei hafa aflraunamennirnir keppt í boxi áður og því verður gaman að sjá hvernig úthaldið hjá þeim verður - en þeim er vægast sagt afar illa við hvorn annan.