Arnór til móts við landsliðið í dag þrátt fyrir smit liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 09:32 Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Íslands í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa spilað leik í gær með Anders Christiansen, sem svo reyndist smitaður af kórónuveirunni, ferðast Arnór Ingvi Traustason til Þýskalands í dag til móts við íslenska landsliðið. Þetta staðfestir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, við RÚV í dag. Því er von til þess að Arnór Ingvi geti spilað með Íslandi í úrslitaleiknum við Ungverjaland á fimmtudagskvöld um sæti á Evrópumótinu í fótbolta. Arnór kom inn á sem varamaður og lék 20 mínútur með Malmö í gær þegar liðið vann Sirius 4-0. Christiansen og Arnór voru því báðir inni á vellinum í tíu mínútur áður en Dananum var skipt af velli. Eftir leik fögnuðu leikmenn Malmö svo sænska meistaratitlinum, sem liðið tryggði sér þrátt fyrir að enn séu þrjár umferðir eftir af leiktíðinni. Íslenska landsliðið kemur saman í Augsburg í dag og verður þar við æfingar fram á miðvikudag þegar hópurinn fer yfir til Ungverjalands. Ómar segir að allir í íslenska hópnum muni hafa farið í skimun fyrir komuna til Þýskalands og að allir fari í skimun á morgun sömuleiðis. Arnór hafi þegar farið í tvö próf sem hafi reynst neikvæð og komi því til Augsburg í dag, en að „farið verði sérstaklega varlega með hann um sinn“, eins og það er orðað í frétt RÚV. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa spilað leik í gær með Anders Christiansen, sem svo reyndist smitaður af kórónuveirunni, ferðast Arnór Ingvi Traustason til Þýskalands í dag til móts við íslenska landsliðið. Þetta staðfestir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, við RÚV í dag. Því er von til þess að Arnór Ingvi geti spilað með Íslandi í úrslitaleiknum við Ungverjaland á fimmtudagskvöld um sæti á Evrópumótinu í fótbolta. Arnór kom inn á sem varamaður og lék 20 mínútur með Malmö í gær þegar liðið vann Sirius 4-0. Christiansen og Arnór voru því báðir inni á vellinum í tíu mínútur áður en Dananum var skipt af velli. Eftir leik fögnuðu leikmenn Malmö svo sænska meistaratitlinum, sem liðið tryggði sér þrátt fyrir að enn séu þrjár umferðir eftir af leiktíðinni. Íslenska landsliðið kemur saman í Augsburg í dag og verður þar við æfingar fram á miðvikudag þegar hópurinn fer yfir til Ungverjalands. Ómar segir að allir í íslenska hópnum muni hafa farið í skimun fyrir komuna til Þýskalands og að allir fari í skimun á morgun sömuleiðis. Arnór hafi þegar farið í tvö próf sem hafi reynst neikvæð og komi því til Augsburg í dag, en að „farið verði sérstaklega varlega með hann um sinn“, eins og það er orðað í frétt RÚV. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01
Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01