Missir af fyrsta risamótinu síðan 1999 vegna veirunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 18:01 Sergio García klæddur í græna jakkann eins og siður er með sigurvegara Masters mótsins í golfi. getty/Andrew Redington Spænski kylfingurinn Sergio García missir af Masters mótinu í golfi þar sem hann er með kórónuveiruna. Þetta er fyrsta risamótið síðan 1999 sem García missir af. García var slappur um helgina eftir að hafa misst af niðurskurðinum á Houston Open á PGA-mótaröðinni. Hann fór í kjölfarið í próf þar sem hann greindist með kórónuveiruna. „Eftir að hafa ekki misst af risamóti í 21 ár verð ég því miður ekki með á Masters í vikunni. Það mikilvægasta er að mér og fjölskyldu minni líður vel. Ég kem sterkari til baka og reyni að vinna græna jakkann á næsta ári,“ sagði García í yfirlýsingu. Spánverjinn vann sinn fyrsta sigur á risamóti þegar hann sigraði á Masters fyrir þremur árum. Hann hafði þá betur gegn Englendingnum Justin Rose í bráðabana. Opna bandaríska meistaramótið í september var 87. risamótið sem García tók þátt á í röð. Ástralinn Adam Scott á nú metið en Masters verður 76. risamót hans í röð. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spænski kylfingurinn Sergio García missir af Masters mótinu í golfi þar sem hann er með kórónuveiruna. Þetta er fyrsta risamótið síðan 1999 sem García missir af. García var slappur um helgina eftir að hafa misst af niðurskurðinum á Houston Open á PGA-mótaröðinni. Hann fór í kjölfarið í próf þar sem hann greindist með kórónuveiruna. „Eftir að hafa ekki misst af risamóti í 21 ár verð ég því miður ekki með á Masters í vikunni. Það mikilvægasta er að mér og fjölskyldu minni líður vel. Ég kem sterkari til baka og reyni að vinna græna jakkann á næsta ári,“ sagði García í yfirlýsingu. Spánverjinn vann sinn fyrsta sigur á risamóti þegar hann sigraði á Masters fyrir þremur árum. Hann hafði þá betur gegn Englendingnum Justin Rose í bráðabana. Opna bandaríska meistaramótið í september var 87. risamótið sem García tók þátt á í röð. Ástralinn Adam Scott á nú metið en Masters verður 76. risamót hans í röð. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira