Albanía nefnd sem mögulegur leikstaður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2020 20:16 Úr leik Íslands og Englands á Laugardalsvelli. Vísir/Hulda Mögulegur leikstaður leiks Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í knattspyrnu breytist með hverri mínútunni. Nú hefur Albanía verið nefnd sem möguleiki en fyrr í dag var talað um að leikurinn gæti farið fram í Grikklandi eða að enska liðið þyrfti einfaldlega að gefa leikinn og tapa honum þar með 3-0. Vegna kórónuveirusmita í minkum í Danmörku hafa verið settar nýjar sóttvarnareglur í Bretlandi. Komi fólk frá Danmörku þarf fólk að fara í sóttkví. Verða engar undanþágur gerðar. Ed Aarons hjá The Guardian segir að enska knattspyrnusambandið hafi fundað með ríkisstjórn Bretlands í nær allan dag. Ljóst er að leikurinn mun að öllum líkindum ekki fara fram á Wembley í Lundúnum þar sem íslenska landsliðið mætir Danmörku þremur dögum fyrir leik Englands og Íslands. England v Iceland could be played in Albania if Covid rules out Wembley https://t.co/o3WDHOR3DG— The Guardian (@guardian) November 9, 2020 Í ágúst tilkynnti UEFA að Pólland, Ungverjaland, Grikkland og Kýpur hefðu öll boðist til að halda leiki sem ekki gætu farið fram í öðrum löndum vegna kórónuveirunnar. Nú hefur smitum í áðurnefndum löndum fjölgað til muna og koma þau því í raun ekki lengur til greina. Því hefur Albanía verði nefnd til sögunnar sem mögulegur leikstaður fyrir leik Englands og Íslands. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa sagt að engar undanþágur verði gerðar á sóttkví ef fólk kemur frá Danmörku. Þetta setur ýmis lið ensku úrvalsdeildarinnar í erfiða stöðu en nokkrir af lykilmönnum danska liðsins leika í Englandi. Þar má helst nefna Kasper Schmeichel sem leikur með Leicester City og Pierre-Emile Højbjerg sem leikur með Tottenham Hotspur. Þá var greint frá því fyrr í dag að leikmenn enska landsliðsins þyrftu einnig að fara í sóttkví við heimkomuna þar sem þeir hefðu komist í kynni við fólk sem hefði verið í Danmörku. Ísland mætir Ungverjalandi í leik um sæti á EM næsta sumar á fimmtudaginn kemur. Í kjölfarið fylgja svo tveir leikir í Þjóðadeildinni. Fyrst gegn Danmörku og svo gegn Englandi. Hvort síðasti leikurinn muni fara fram verður að koma í ljós. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Enn ríkir óvissa um leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. 9. nóvember 2020 14:31 Sky Sports: England gæti þurft að gefa leikinn gegn Íslandi Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti enska landsliðið þurft að gefa leikinn gegn Íslandi fari svo að leikur Íslands og Danmerkur fari fram. 9. nóvember 2020 18:30 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira
Mögulegur leikstaður leiks Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í knattspyrnu breytist með hverri mínútunni. Nú hefur Albanía verið nefnd sem möguleiki en fyrr í dag var talað um að leikurinn gæti farið fram í Grikklandi eða að enska liðið þyrfti einfaldlega að gefa leikinn og tapa honum þar með 3-0. Vegna kórónuveirusmita í minkum í Danmörku hafa verið settar nýjar sóttvarnareglur í Bretlandi. Komi fólk frá Danmörku þarf fólk að fara í sóttkví. Verða engar undanþágur gerðar. Ed Aarons hjá The Guardian segir að enska knattspyrnusambandið hafi fundað með ríkisstjórn Bretlands í nær allan dag. Ljóst er að leikurinn mun að öllum líkindum ekki fara fram á Wembley í Lundúnum þar sem íslenska landsliðið mætir Danmörku þremur dögum fyrir leik Englands og Íslands. England v Iceland could be played in Albania if Covid rules out Wembley https://t.co/o3WDHOR3DG— The Guardian (@guardian) November 9, 2020 Í ágúst tilkynnti UEFA að Pólland, Ungverjaland, Grikkland og Kýpur hefðu öll boðist til að halda leiki sem ekki gætu farið fram í öðrum löndum vegna kórónuveirunnar. Nú hefur smitum í áðurnefndum löndum fjölgað til muna og koma þau því í raun ekki lengur til greina. Því hefur Albanía verði nefnd til sögunnar sem mögulegur leikstaður fyrir leik Englands og Íslands. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa sagt að engar undanþágur verði gerðar á sóttkví ef fólk kemur frá Danmörku. Þetta setur ýmis lið ensku úrvalsdeildarinnar í erfiða stöðu en nokkrir af lykilmönnum danska liðsins leika í Englandi. Þar má helst nefna Kasper Schmeichel sem leikur með Leicester City og Pierre-Emile Højbjerg sem leikur með Tottenham Hotspur. Þá var greint frá því fyrr í dag að leikmenn enska landsliðsins þyrftu einnig að fara í sóttkví við heimkomuna þar sem þeir hefðu komist í kynni við fólk sem hefði verið í Danmörku. Ísland mætir Ungverjalandi í leik um sæti á EM næsta sumar á fimmtudaginn kemur. Í kjölfarið fylgja svo tveir leikir í Þjóðadeildinni. Fyrst gegn Danmörku og svo gegn Englandi. Hvort síðasti leikurinn muni fara fram verður að koma í ljós. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Enn ríkir óvissa um leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. 9. nóvember 2020 14:31 Sky Sports: England gæti þurft að gefa leikinn gegn Íslandi Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti enska landsliðið þurft að gefa leikinn gegn Íslandi fari svo að leikur Íslands og Danmerkur fari fram. 9. nóvember 2020 18:30 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira
Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Enn ríkir óvissa um leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. 9. nóvember 2020 14:31
Sky Sports: England gæti þurft að gefa leikinn gegn Íslandi Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti enska landsliðið þurft að gefa leikinn gegn Íslandi fari svo að leikur Íslands og Danmerkur fari fram. 9. nóvember 2020 18:30
Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43
„Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32
Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01