Bjarga heiminum frá gullnámunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2020 15:01 Ugur Sahin er framkvæmdastjóri BioNTech og Özlem Türeci er yfirlæknir hjá fyrirtækinu sem er rekið við götuna Við gullnámuna í borginni Mainz í Þýskalandi. BioNTech/getty Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. Og eitt annað, þau eru hjón. Vísindamennirnir Özlem Türeci og Ugur Sahin gengu í hjónaband árið 2002. Türeci fæddist í Neðra-Saxlandi en Sahin fæddist í Tyrklandi og fluttist til Kölnar þegar hann var fjögurra ára. Bæði eru börn svokallaðra „gestaverkamanna“, sem mættu tölurverðum fordómum í þýsku samfélagi á 7. áratug síðustu aldar. Guardian greinir raunar frá því að á þessu ári er áratugur frá því að þýskur stjórnmálamaður gaf út bókina Deutschland Schafft Sich Ab, eða Þýskaland gerir út um sjálft sig, sem fjallar um það hvernig múslimar frá Tyrklandi, meðal annarra landa, muni á endanum gera út um þýskt þjóðfélag. Scientists said initial trial results for Pfizer Inc and BioNTech’s coronavirus vaccine far outpaced their expectations for protection against a completely new disease, but that many questions remain unanswered https://t.co/xZYFDDCyhV— Reuters (@Reuters) November 10, 2020 An der Goldgrube Hjónabandið hófst þannig að þau fóru úr læknasloppunum á hádegi, skutust og giftu sig og voru svo aftur komin í sloppana um kvöldið, að sögn Türeci. Árið 2008 stofnuðu þau fyrirtækið BioNTech með austurríska krabbameinslækninum Christoph Huber og reistu höfuðstöðvarnar við götuna Við gullnámuna í borginni Mainz. Fyrirtækið var upphaflega stofnað til að þróa ónæmismeðferðir við krabbameinum en er í dag metið á 21,9 milljarða Bandaríkjadala, fjórum sinnum meira en flugfélagið Lufthansa. Starfsmenn BioNTech eru um 1.300 talsins og þegar Covid-19 faraldurinn fór að breiðast út um heimsbyggðina voru önnur verkefni fyrirtækisins sett til hliðar og allur kraftur lagður í að þróa bóluefni gegn þessum nýja fjanda. BioNTech hafði um nokkurt skeið þróað bóluefni gegn inflúenslunni í samstarfi við Pfizer og það tók aðeins um þrjá mánuði að leggja drög að nokkrum kandídötum gegn Covid-19. BioNTech Bíða eftir að 164 greinist með Covid-19 Þróunarverkefnið fékk heitið Ljóshraði og það reyndist eiga vel við, á dögunum greindu talsmenn BioNTech frá því að bráðabirgðaniðurstöður bentu til þess að BNT162b2 virkaði í 90% tilvika. „Okkur rennur blóðið til skyldunnar að fullnýta tæknina og þekkingu okkar í ónæmisfræðum til að leggja okkar af mörkum til að takast á við Covid-19 faraldurinn. Markmið okkar er skýrt: Að gera bóluefni aðgengilegt fyrir almenning eins hratt og mögulegt er - út um allan heim,“ er haft eftir Sahin, framkvæmdastjóra BioNTech, á vefsíðu fyrirtækisins. BNT162b2 er nú á lokastigi rannsókna en 38.955 af 43.538 þátttakendum hafa fengið seinni skammt af bóluefninu. Lokaniðurstöður munu liggja fyrir þegar 164 þátttakendur hafa greinst með Covid-19 og verða þá bornar undir eftirlitsaðila. Frekari rannsóknir og eftirlit með öryggi bóluefnisins verður haldið áfram í a.m.k. tvö ár. Breaking: The Covid-19 vaccine being developed by Pfizer and BioNTech prevent more than 90% of infections in a study of tens of thousands of volunteers.Stock futures jump https://t.co/v1gn0ZC2Bh pic.twitter.com/RbnpUkXDxn— Bloomberg Markets (@markets) November 9, 2020 Hyggjast mæta eftirspurn á heimsvísu Bóluefni BioNTech er sérstakt að því leyti að það inniheldur ekki snefil af SARS-CoV-2 heldur byggir það á svokölluðu mRNA (sjá Vísindavefurinn), sem „kennir“ ónæmiskerfinu að bera kennsl á og bregðast við tilteknum vírus. Einn kostur þess er sá að engin sýkingarhætta er af bóluefninu en á móti kemur að það þarf að geyma við ákveðnar aðstæður og fullkomin virkni krefst þess að hver einstaklingur fái tvo skammta. BioNTech og Pfizer gera ráð fyrir að bóluefnið verði prófað á 120 stöðum áður en yfir lýkur, m.a. í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Argentínu og Brasilíu. Samstarf fyrirtækjana tveggja er á heimsvísu, ef Kína er undanskilið en þar er BioNTech fyrir með samning við Fosun. Aðkoma Pfizer felst m.a. í framleiðslu og dreifingu en fyrirtækin tvö hyggjast leita leiða til að hámarka þessa getu til að sinna allri eftirspurn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Þýskaland Bólusetningar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. Og eitt annað, þau eru hjón. Vísindamennirnir Özlem Türeci og Ugur Sahin gengu í hjónaband árið 2002. Türeci fæddist í Neðra-Saxlandi en Sahin fæddist í Tyrklandi og fluttist til Kölnar þegar hann var fjögurra ára. Bæði eru börn svokallaðra „gestaverkamanna“, sem mættu tölurverðum fordómum í þýsku samfélagi á 7. áratug síðustu aldar. Guardian greinir raunar frá því að á þessu ári er áratugur frá því að þýskur stjórnmálamaður gaf út bókina Deutschland Schafft Sich Ab, eða Þýskaland gerir út um sjálft sig, sem fjallar um það hvernig múslimar frá Tyrklandi, meðal annarra landa, muni á endanum gera út um þýskt þjóðfélag. Scientists said initial trial results for Pfizer Inc and BioNTech’s coronavirus vaccine far outpaced their expectations for protection against a completely new disease, but that many questions remain unanswered https://t.co/xZYFDDCyhV— Reuters (@Reuters) November 10, 2020 An der Goldgrube Hjónabandið hófst þannig að þau fóru úr læknasloppunum á hádegi, skutust og giftu sig og voru svo aftur komin í sloppana um kvöldið, að sögn Türeci. Árið 2008 stofnuðu þau fyrirtækið BioNTech með austurríska krabbameinslækninum Christoph Huber og reistu höfuðstöðvarnar við götuna Við gullnámuna í borginni Mainz. Fyrirtækið var upphaflega stofnað til að þróa ónæmismeðferðir við krabbameinum en er í dag metið á 21,9 milljarða Bandaríkjadala, fjórum sinnum meira en flugfélagið Lufthansa. Starfsmenn BioNTech eru um 1.300 talsins og þegar Covid-19 faraldurinn fór að breiðast út um heimsbyggðina voru önnur verkefni fyrirtækisins sett til hliðar og allur kraftur lagður í að þróa bóluefni gegn þessum nýja fjanda. BioNTech hafði um nokkurt skeið þróað bóluefni gegn inflúenslunni í samstarfi við Pfizer og það tók aðeins um þrjá mánuði að leggja drög að nokkrum kandídötum gegn Covid-19. BioNTech Bíða eftir að 164 greinist með Covid-19 Þróunarverkefnið fékk heitið Ljóshraði og það reyndist eiga vel við, á dögunum greindu talsmenn BioNTech frá því að bráðabirgðaniðurstöður bentu til þess að BNT162b2 virkaði í 90% tilvika. „Okkur rennur blóðið til skyldunnar að fullnýta tæknina og þekkingu okkar í ónæmisfræðum til að leggja okkar af mörkum til að takast á við Covid-19 faraldurinn. Markmið okkar er skýrt: Að gera bóluefni aðgengilegt fyrir almenning eins hratt og mögulegt er - út um allan heim,“ er haft eftir Sahin, framkvæmdastjóra BioNTech, á vefsíðu fyrirtækisins. BNT162b2 er nú á lokastigi rannsókna en 38.955 af 43.538 þátttakendum hafa fengið seinni skammt af bóluefninu. Lokaniðurstöður munu liggja fyrir þegar 164 þátttakendur hafa greinst með Covid-19 og verða þá bornar undir eftirlitsaðila. Frekari rannsóknir og eftirlit með öryggi bóluefnisins verður haldið áfram í a.m.k. tvö ár. Breaking: The Covid-19 vaccine being developed by Pfizer and BioNTech prevent more than 90% of infections in a study of tens of thousands of volunteers.Stock futures jump https://t.co/v1gn0ZC2Bh pic.twitter.com/RbnpUkXDxn— Bloomberg Markets (@markets) November 9, 2020 Hyggjast mæta eftirspurn á heimsvísu Bóluefni BioNTech er sérstakt að því leyti að það inniheldur ekki snefil af SARS-CoV-2 heldur byggir það á svokölluðu mRNA (sjá Vísindavefurinn), sem „kennir“ ónæmiskerfinu að bera kennsl á og bregðast við tilteknum vírus. Einn kostur þess er sá að engin sýkingarhætta er af bóluefninu en á móti kemur að það þarf að geyma við ákveðnar aðstæður og fullkomin virkni krefst þess að hver einstaklingur fái tvo skammta. BioNTech og Pfizer gera ráð fyrir að bóluefnið verði prófað á 120 stöðum áður en yfir lýkur, m.a. í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Argentínu og Brasilíu. Samstarf fyrirtækjana tveggja er á heimsvísu, ef Kína er undanskilið en þar er BioNTech fyrir með samning við Fosun. Aðkoma Pfizer felst m.a. í framleiðslu og dreifingu en fyrirtækin tvö hyggjast leita leiða til að hámarka þessa getu til að sinna allri eftirspurn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Þýskaland Bólusetningar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira