Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur farið á kostum með Excelsior á þessu tímabili og það verður fróðlegt að fylgjast með hvort stærri félög í Evrópu forvitnist um hann í janúarglugganum.
Elías Már Ómarsson skoraði þrennu fyrir Excelsior í 3-0 sigri á TOP Oss í hollensku b-deildinni í gær en hún kallast Keuken Kampioen deildin í Hollandi. Elías Már hefur þar með skorað 13 mörk í aðeins 11 deildarleikjum á tímabilinu.
Elías Már er langmarkahæsti maður deildarinnar en hann er nú kominn með fimm marka forskot eftir þrennuna í gær. Næstmarkahæstu menn deildarinnar er nú þeir Robert Mühren og Sydney van Hooijdonk sem báðir hafa skorað átta mörk.
!
— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 11, 2020
#samensterk #exctop pic.twitter.com/9moilIeanG
Elías Már skoraði sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum og hefur síðan skorað sex mörk í síðustu fimm deildarleikjum Excelsior.
Elías tók í raun upp þráðinn frá því á síðasta tímabili. Þegar tímabilinu var aflýst í mars vegna kórónuveirunnar þá var hann búinn að skora sex mörk í síðustu fimm leikjum sínum og átta mörk í síðustu átta leikjum.
Elías Már hefur því skorað 21 mark í síðustu nítján leikjum sínum í hollensku b-deildinni.
Þetta var önnur þrenna Elísar á leiktíðinni en hann skoraði einnig þrjú mörk í 4-6 tapi á móti Almere City í byrjun september.
Elías Már Ómarsson er 25 ára gamall og hefur spilað sem atvinnumennsku síðan að hann yfirgaf Keflavíkurliðið eftir sumarið 2014. Elías byrjaði hjá Vålerenga í Noregi en spilaði með IFK Göteborg í Svíþjóð áður en hann fór til Excelsior árið 2018.
Hattrick hero, topscorer en man of the match @eliasmar! #exctop pic.twitter.com/dh7oyf2y8N
— SV Pro Excelsior (@ProExcelsior) November 10, 2020
Uiteraard werd Elías Már Ómarsson (@eliasmar) gekroond tot !
— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 10, 2020
Dik verdiend en geef die wedstrijdbal een mooi plekje Eli!
#samensterk #exctop pic.twitter.com/d1J9UoLMLD