Feður og fæðingar Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 07:00 Allir eiga að hafa jafna möguleika á vinnumarkaði og geta þroskað hæfileika sína óháð kyni. Aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka kvenna á vinnumarkaði stuðlar að hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að þau fyrirtæki sem stuðla að fjölbreytni á vinnustað séu eftirsóknarverðir vinnustaðir og standi almennt betur að vígi. Fæðingarorlofslöggjöfin setti tóninn fyrir það sem áunnist hefur á vinnumarkaði og varðar jafnrétti kynjanna undanfarna áratugi. Tuttugu ár eru liðin frá því að lög voru sett um fæðingar- og foreldraorlof. Lögin þóttu býsna framsækin, þar sem fæðingarorlof var lengt úr sex mánuðum í níu auk þess sem feðrum var veittur sjálfstæður réttur til þess að taka slíkt orlof. Áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en á hinum Norðurlöndunum. Nú liggur fyrir frumvarp til laga þar sem lagðar eru til breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi. Helstu nýmælin eru að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og að skipting fæðingarorlofsréttar verði sem jöfnust milli foreldra. Slík tilhögun er talin best til þess fallin að ná markmiði laganna sem er eftir sem áður, að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að sinna bæði vinnu og fjölskyldu. Tillögurnar kveða á um að foreldrar geti nýtt sex mánuði hvort um sig en verði heimilt að framselja einn mánuð á milli þeirra sé þess óskað. Því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í sjö mánuði en hitt í fimm. Talið er að jöfn skipting fæðingarorlofs eigi að tryggja sem best jafna möguleika foreldra á að annast barn sitt í fæðingarorlofi þangað til barnið kemst inn á leikskóla án þess að það hafi í för með sér verulega röskun á vinnu foreldris. Tilgangur laganna snýr því ekki einvörðungu að því að vernda heilsu móður og barns, heldur líka að bregðast við þróun á vinnumarkaði þar sem atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist jafnt og þétt samhliða aukinni menntun þeirra. Í umsögnum um frumvarpið og í umræðunni hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika, jafnvel algjöru valfrelsi við skiptingu fæðingarorlofsmánaða. Þetta eru réttmætar ábendingar. Í fullkomnum heimi ætti valfrelsi við skiptingu fæðingaorlofa milli foreldra að vera sjálfsögð. Því miður er hins vegar margt sem bendir til þess að sú leið myndi ýta undir enn ójafnari nýtingu á fæðingarorlofi og þar með aukið á kynjamisrétti. Undanfarin tuttugu ár hafa feður einungis tekið það þriggja mánaða fæðingarorlof sem þeim er eyrnamerkt en mikill meirihluti mæðra tekur það sem eftir stendur. Algengt er að mæður dreifi fæðingarorlofinu og lengi þar með fjarveru frá störfum til að brúa umönnunarbilið fram að leikskóla. Það leiðir óhjákvæmilega til mun lengri fjarveru kvenna frá störfum en karla vegna barneigna. Í Noregi var sjálfstæður réttur feðra styttur úr fjórtán vikum í tíu árið 2014. Samhliða þeirri breytingu drógu feður hins vegar úr sinni orlofstöku. Fjórum árum síðar var réttur feðra lengdur á ný og er nú fimmtán vikur í Noregi. Talið er að fæðingarorlof feðra sé sú einstaka aðgerð sem hefur mest áhrif haft til aukins jafnréttis á íslenskum vinnumarkaði. Skilgreint fæðingarorlof feðra leiðir til þess að feður nýta fæðingarorlof sitt, sem hefur í framhaldi áhrif á staðalímyndir og viðhorf á vinnumarkaði og ekki síður innan veggja heimilisins. Þá er ýmislegt sem bendir til þess að taka feðraorlofs leiði til aukinnar þátttöku feðra í umönnun barna sinna, ákvarðana um framtíð og velferð þeirra og betri tengsla milli barna og feðra eftir að orlofinu lýkur. Það hefur svo aftur áhrif á hlutverk og staðalímyndir í þá átt að sjálfsagt sé að báðir foreldrar beri jafna ábyrgð á tekjuöflun og umönnun barna. Í hinum fullkomna heimi væri valfrelsi forelda við skiptingu fæðingarorlofs sjálfsögð réttindi. Í raunheimi er hætt við að slíkt gæti valdið afturför í jafnréttismálum og myndi færa samfélag okkar til í átt að þeim tíma sem ekkert okkar vill hverfa aftur til. Því miður erum við ekki komin lengra í jafnréttisbaráttunni en við færumst sífellt nær takmarkinu. Við getum verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur á Íslandi. Höldum áfram á sömu braut. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Sjá meira
Allir eiga að hafa jafna möguleika á vinnumarkaði og geta þroskað hæfileika sína óháð kyni. Aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka kvenna á vinnumarkaði stuðlar að hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að þau fyrirtæki sem stuðla að fjölbreytni á vinnustað séu eftirsóknarverðir vinnustaðir og standi almennt betur að vígi. Fæðingarorlofslöggjöfin setti tóninn fyrir það sem áunnist hefur á vinnumarkaði og varðar jafnrétti kynjanna undanfarna áratugi. Tuttugu ár eru liðin frá því að lög voru sett um fæðingar- og foreldraorlof. Lögin þóttu býsna framsækin, þar sem fæðingarorlof var lengt úr sex mánuðum í níu auk þess sem feðrum var veittur sjálfstæður réttur til þess að taka slíkt orlof. Áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en á hinum Norðurlöndunum. Nú liggur fyrir frumvarp til laga þar sem lagðar eru til breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi. Helstu nýmælin eru að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og að skipting fæðingarorlofsréttar verði sem jöfnust milli foreldra. Slík tilhögun er talin best til þess fallin að ná markmiði laganna sem er eftir sem áður, að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að sinna bæði vinnu og fjölskyldu. Tillögurnar kveða á um að foreldrar geti nýtt sex mánuði hvort um sig en verði heimilt að framselja einn mánuð á milli þeirra sé þess óskað. Því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í sjö mánuði en hitt í fimm. Talið er að jöfn skipting fæðingarorlofs eigi að tryggja sem best jafna möguleika foreldra á að annast barn sitt í fæðingarorlofi þangað til barnið kemst inn á leikskóla án þess að það hafi í för með sér verulega röskun á vinnu foreldris. Tilgangur laganna snýr því ekki einvörðungu að því að vernda heilsu móður og barns, heldur líka að bregðast við þróun á vinnumarkaði þar sem atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist jafnt og þétt samhliða aukinni menntun þeirra. Í umsögnum um frumvarpið og í umræðunni hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika, jafnvel algjöru valfrelsi við skiptingu fæðingarorlofsmánaða. Þetta eru réttmætar ábendingar. Í fullkomnum heimi ætti valfrelsi við skiptingu fæðingaorlofa milli foreldra að vera sjálfsögð. Því miður er hins vegar margt sem bendir til þess að sú leið myndi ýta undir enn ójafnari nýtingu á fæðingarorlofi og þar með aukið á kynjamisrétti. Undanfarin tuttugu ár hafa feður einungis tekið það þriggja mánaða fæðingarorlof sem þeim er eyrnamerkt en mikill meirihluti mæðra tekur það sem eftir stendur. Algengt er að mæður dreifi fæðingarorlofinu og lengi þar með fjarveru frá störfum til að brúa umönnunarbilið fram að leikskóla. Það leiðir óhjákvæmilega til mun lengri fjarveru kvenna frá störfum en karla vegna barneigna. Í Noregi var sjálfstæður réttur feðra styttur úr fjórtán vikum í tíu árið 2014. Samhliða þeirri breytingu drógu feður hins vegar úr sinni orlofstöku. Fjórum árum síðar var réttur feðra lengdur á ný og er nú fimmtán vikur í Noregi. Talið er að fæðingarorlof feðra sé sú einstaka aðgerð sem hefur mest áhrif haft til aukins jafnréttis á íslenskum vinnumarkaði. Skilgreint fæðingarorlof feðra leiðir til þess að feður nýta fæðingarorlof sitt, sem hefur í framhaldi áhrif á staðalímyndir og viðhorf á vinnumarkaði og ekki síður innan veggja heimilisins. Þá er ýmislegt sem bendir til þess að taka feðraorlofs leiði til aukinnar þátttöku feðra í umönnun barna sinna, ákvarðana um framtíð og velferð þeirra og betri tengsla milli barna og feðra eftir að orlofinu lýkur. Það hefur svo aftur áhrif á hlutverk og staðalímyndir í þá átt að sjálfsagt sé að báðir foreldrar beri jafna ábyrgð á tekjuöflun og umönnun barna. Í hinum fullkomna heimi væri valfrelsi forelda við skiptingu fæðingarorlofs sjálfsögð réttindi. Í raunheimi er hætt við að slíkt gæti valdið afturför í jafnréttismálum og myndi færa samfélag okkar til í átt að þeim tíma sem ekkert okkar vill hverfa aftur til. Því miður erum við ekki komin lengra í jafnréttisbaráttunni en við færumst sífellt nær takmarkinu. Við getum verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur á Íslandi. Höldum áfram á sömu braut. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun