Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2020 20:16 Anthony Fauci. Vísir/Getty Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. Þetta hefur Financial Times eftir Fauci en hann segir að Moderna muni byrja að meta niðurstöður úr þriðja fasa prófana sinna á næstu sjö dögum. Fauci segir að það muni koma honum á óvart ef niðurstöður Moderna verði ekki svipaðar og þær sem bóluefnaframleiðandinn Pfizer birti á mánudag. Pfizer sagði að rannsóknir hefðu sýnt fram á 90 prósenta virkni þeirra bóluefnis. Pfizer framleiðir RNA-bóluefni en það gerir Moderna einnig. Fauci sagði að bóluefni þessara tveggja framleiðenda væri nánast eins, þess vegna myndi það koma á óvart ef niðurstöðurnar verða ekki svipaðar. „Okkur var tjáð að þeir muni hefja sama mat á næstu dögum líkt og Pfizer gerði í síðustu viku,” er haft eftir Fauci. Fauci leiðir sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem vinnur með Moderna að þróun bóluefnis. Þar að auki er haft eftir honum að hann hafi ekki búist við jafn góðum niðurstöðum og Pfizer sýndi fram á. Fái Pfizer leyfi til að setja bóluefni sitt á markað verður það fyrsta RNA-bóluefnið sem verður skráð. Fauci segir það ekki aðeins risa skref í baráttunni við kórónuveiruna, heldur einnig risa skref fyrir bóluefnaþróun í heild. Þess má geta að Moderna er einn af sex bóluefnaframleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Það tryggir Íslandi aðgengi að Moderna-bóluefninu ef það fær leyfi. Evrópusambandið tilkynnti í dag að það hefði náð samningum við Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta, og með möguleika á 100 milljónum skammta til viðbótar. Einnig hefurEvrópusambandið samið við Astrazenica, sem framleiðir bóluefni með Oxford háskólanum í Bretlandi. Búist er við niðurstöðum frá því fyrirtæki á næstu vikum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. Þetta hefur Financial Times eftir Fauci en hann segir að Moderna muni byrja að meta niðurstöður úr þriðja fasa prófana sinna á næstu sjö dögum. Fauci segir að það muni koma honum á óvart ef niðurstöður Moderna verði ekki svipaðar og þær sem bóluefnaframleiðandinn Pfizer birti á mánudag. Pfizer sagði að rannsóknir hefðu sýnt fram á 90 prósenta virkni þeirra bóluefnis. Pfizer framleiðir RNA-bóluefni en það gerir Moderna einnig. Fauci sagði að bóluefni þessara tveggja framleiðenda væri nánast eins, þess vegna myndi það koma á óvart ef niðurstöðurnar verða ekki svipaðar. „Okkur var tjáð að þeir muni hefja sama mat á næstu dögum líkt og Pfizer gerði í síðustu viku,” er haft eftir Fauci. Fauci leiðir sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem vinnur með Moderna að þróun bóluefnis. Þar að auki er haft eftir honum að hann hafi ekki búist við jafn góðum niðurstöðum og Pfizer sýndi fram á. Fái Pfizer leyfi til að setja bóluefni sitt á markað verður það fyrsta RNA-bóluefnið sem verður skráð. Fauci segir það ekki aðeins risa skref í baráttunni við kórónuveiruna, heldur einnig risa skref fyrir bóluefnaþróun í heild. Þess má geta að Moderna er einn af sex bóluefnaframleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Það tryggir Íslandi aðgengi að Moderna-bóluefninu ef það fær leyfi. Evrópusambandið tilkynnti í dag að það hefði náð samningum við Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta, og með möguleika á 100 milljónum skammta til viðbótar. Einnig hefurEvrópusambandið samið við Astrazenica, sem framleiðir bóluefni með Oxford háskólanum í Bretlandi. Búist er við niðurstöðum frá því fyrirtæki á næstu vikum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01
Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51
Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent