Hæstiréttur fellst á að taka mál fjármálastjóra WOW air fyrir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. nóvember 2020 07:51 Skiptastjóri leggur ekki trúnað á að fjármálastjórinn hafi ekki komið að daglegum rekstri félagsins og vill því ekki samþykkja launakröfur hans sem forgangskröfur. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fyrrverandi fjármálastjóra WOW air en deilt er um hvort launakrafa fjármálastjórans, Stefáns Eysteins Sigurðssonar, verði viðurkennd sem forganskrafa í þrotabú WOW. Skiptastjórar búsins vilja meina að ekki sé um forgangskröfu að ræða enda eigi stjórnendur fyrirtækja eða svokallaðir nákomnir aðilar, ekki rétt á slíku. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu þó áður komist að þeirri niðurstöðu að Stefán Eysteinn væri ekki nákominn aðili, þrátt fyrir stöðu sína innan félagsins, en því vill skiptastjóri ekki una og fór því fram á það við Hæstarétt að málið verði tekið þar. Stefán var eins og áður sagði framkvæmdastjóri fjármálasviðs WOW air og sat hann í framkvæmdastjórn félagsins og var með prókúru umboð fyrir það. Skiptastjóri WOW er á því að það geri hann nákominn félagin í skilningi laganna en Stefán Eysteinn var því ósammála og því fór málið fyrir dóm. Sagður ekki hafa komið að daglegum rekstri Í dómi Landsréttar er vísað til þess að þrátt fyrir að Stefán Eysteinn hafi gegnt þessari stöðu innan WOW air hafi hann ekki stýrt daglegum rekstri félagsins og því ekki haft raunverulegar valdheimildir til að hafa áhrif á ákvarðanir félagsins og félli ekki undir hugtakið nákomnir í skilningi laganna. Skiptastjórinn, Þorsteinn Einarsson segir í rökstuðningi sínum fyrir kæruleyfi til Hæstaréttar að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og í andstöðu við skýr fordæmi Hæstaréttar og Landsréttar. Dómurinn hafi verið lítt rökstuddur og að rétturinn hafi engin rök fært fyrir þeirri niðurstöðu sinni að Stefán hafi í raun verið valdalaus innan WOW air. Mikið fordæmisgildi Þá hafi málið mikið fordæmisgildi, „enda felist í úrskurði Landsréttar að framkvæmdastjóri fjármálasviðs stórfyrirtækis, sem meðal annars var með prókúruumboð fyrir félagið og sérstaka heimild stjórnar þess til að skuldbinda það fyrir 500.000 til 1.000.000 bandaríkjadala hverju sinni, teljist ekki hafa verið nákominn félaginu við gjaldþrot þess,“ segir í rökstuðningi skiptastjóra. Hæstiréttur er sammála skiptastjóra um fordæmisgildi málsins þegar kæmi að skýringu á hugtakinu nákomnir í skilningi laganna og var beiðni um kæruleyfi því samþykkt. WOW Air Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fyrrverandi fjármálastjóra WOW air en deilt er um hvort launakrafa fjármálastjórans, Stefáns Eysteins Sigurðssonar, verði viðurkennd sem forganskrafa í þrotabú WOW. Skiptastjórar búsins vilja meina að ekki sé um forgangskröfu að ræða enda eigi stjórnendur fyrirtækja eða svokallaðir nákomnir aðilar, ekki rétt á slíku. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu þó áður komist að þeirri niðurstöðu að Stefán Eysteinn væri ekki nákominn aðili, þrátt fyrir stöðu sína innan félagsins, en því vill skiptastjóri ekki una og fór því fram á það við Hæstarétt að málið verði tekið þar. Stefán var eins og áður sagði framkvæmdastjóri fjármálasviðs WOW air og sat hann í framkvæmdastjórn félagsins og var með prókúru umboð fyrir það. Skiptastjóri WOW er á því að það geri hann nákominn félagin í skilningi laganna en Stefán Eysteinn var því ósammála og því fór málið fyrir dóm. Sagður ekki hafa komið að daglegum rekstri Í dómi Landsréttar er vísað til þess að þrátt fyrir að Stefán Eysteinn hafi gegnt þessari stöðu innan WOW air hafi hann ekki stýrt daglegum rekstri félagsins og því ekki haft raunverulegar valdheimildir til að hafa áhrif á ákvarðanir félagsins og félli ekki undir hugtakið nákomnir í skilningi laganna. Skiptastjórinn, Þorsteinn Einarsson segir í rökstuðningi sínum fyrir kæruleyfi til Hæstaréttar að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og í andstöðu við skýr fordæmi Hæstaréttar og Landsréttar. Dómurinn hafi verið lítt rökstuddur og að rétturinn hafi engin rök fært fyrir þeirri niðurstöðu sinni að Stefán hafi í raun verið valdalaus innan WOW air. Mikið fordæmisgildi Þá hafi málið mikið fordæmisgildi, „enda felist í úrskurði Landsréttar að framkvæmdastjóri fjármálasviðs stórfyrirtækis, sem meðal annars var með prókúruumboð fyrir félagið og sérstaka heimild stjórnar þess til að skuldbinda það fyrir 500.000 til 1.000.000 bandaríkjadala hverju sinni, teljist ekki hafa verið nákominn félaginu við gjaldþrot þess,“ segir í rökstuðningi skiptastjóra. Hæstiréttur er sammála skiptastjóra um fordæmisgildi málsins þegar kæmi að skýringu á hugtakinu nákomnir í skilningi laganna og var beiðni um kæruleyfi því samþykkt.
WOW Air Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira