Þrettándi leikmaðurinn sem Liverpool liðið missir í meiðsli eða veikindi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 09:30 Virgil van Dijk verður lengi frá en það eru fullt af öðrum leikmönnum Liverpool á meiðslalistanum. Getty/John Powell Enski landsliðsmiðvörðurinn Joe Gomez bættist í gær í hóp þeirra fjölmörgu leikmanna Englandsmeistara sem hafa meiðst eða veikst á þessu tímabili. Það eru bara liðnir þrír mánuður af titilvörninni hjá Liverpool en meiðslavandræði liðsins ætla engan endi að taka. Meiðslavandræðin í vörninni gætu reynst erfið fyrir Jürgen Klopp að leysa ekki síst eftir fréttir gærdagsins. Joe Gomez meiddist þá á hné á landsliðsæfingu og Telegraph sagði frá því að leikmaðurinn sjálfur óttist það að hann verði lengi frá keppni. Liverpool er þegar búið að missa miðvörðinn Virgil van Dijk í krossbandsslit. Virgil van Dijk og Joe Gomez spiluðu stóran hluta leikjanna á titiltímabilinu og Joe Gomez hafði fengið stærra hlutverk eftir að hollenski landsliðsmiðvörðurinn datt út. Liverpool þurfti ekki að glíma mikið við meiðsli lykilmanna á síðasta tímabili sem kom sér vel þegar liðið endaði þriggja áratuga bið eftir enska meistaratitlinum. Titilvörnin hefur aftur á móti verið ein stór meiðslamartröð. Alisson Van Dijk Gomez Matip Fabinho Alexander-Arnold Thiago Oxlade-Chamberlain Henderson Keita Mane Tsimikas Shaqirihttps://t.co/0rTBgnzI2A— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Liverpool liðið hefur nú misst þrettán leikmenn á tímabilinu í meiðsli eða kórónuveiruveikindi. Það er því farið að reyna all verulega á breiddina í leikmannahópi Jürgen Klopp. Jürgen Klopp hefur kallað eftir því að það verði aftur leyfðar fimm skiptingar enda er álagið mjög mikið á leikmönnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það þykir nokkuð ljóst að mikill fjöldi meiðsla sé afleiðing miklu meira álags á þessum leikmönnum en álagið var nú ekki lítið fyrir. Kórónuveiran hefur hins vegar þjappað tímabilinu enn meira saman og leikmennirnir eru sem dæmi farnir að spila þrjá leiki í landsleikjaglugganum. Leikmennirnir sem Liverpool liðið hefur misst í meiðsli og veikindi eru Virgil van Dijk, Thiago Alcantara, Fabinho, Joel Matip, Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold, Alex Oxlade-Chamberlain, Alisson Becker, Jordan Henderson, Naby Keita, Kostas Tsimikas, Sadio Mane og Xherdan Shaqiri. Joel Matip er byrjaður aftur að spila eins og þeir Alisson, Henderson, Keita, Tsimikas, Mane og Shaqiri. Virgil van Dijk verður frá út tímabilið og Thiago Alcantara hefur heldur ekkert spilað eftir Everton leikinn. Fabinho er líka ennþá frá og Alex Oxlade-Chamberlain hefur verið meiddur í langan tíma. Mieðsli þeirra Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold eru svo ný af nálinni. Það lítur út fyrir að aðeins þeir Mo Salah, Roberto Firmino, Andy Robertson, Gini Wijnaldum og Diogo Jota hafi verið heilir allan tímann af aðallliðsmönnum liðsins. Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Enski landsliðsmiðvörðurinn Joe Gomez bættist í gær í hóp þeirra fjölmörgu leikmanna Englandsmeistara sem hafa meiðst eða veikst á þessu tímabili. Það eru bara liðnir þrír mánuður af titilvörninni hjá Liverpool en meiðslavandræði liðsins ætla engan endi að taka. Meiðslavandræðin í vörninni gætu reynst erfið fyrir Jürgen Klopp að leysa ekki síst eftir fréttir gærdagsins. Joe Gomez meiddist þá á hné á landsliðsæfingu og Telegraph sagði frá því að leikmaðurinn sjálfur óttist það að hann verði lengi frá keppni. Liverpool er þegar búið að missa miðvörðinn Virgil van Dijk í krossbandsslit. Virgil van Dijk og Joe Gomez spiluðu stóran hluta leikjanna á titiltímabilinu og Joe Gomez hafði fengið stærra hlutverk eftir að hollenski landsliðsmiðvörðurinn datt út. Liverpool þurfti ekki að glíma mikið við meiðsli lykilmanna á síðasta tímabili sem kom sér vel þegar liðið endaði þriggja áratuga bið eftir enska meistaratitlinum. Titilvörnin hefur aftur á móti verið ein stór meiðslamartröð. Alisson Van Dijk Gomez Matip Fabinho Alexander-Arnold Thiago Oxlade-Chamberlain Henderson Keita Mane Tsimikas Shaqirihttps://t.co/0rTBgnzI2A— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Liverpool liðið hefur nú misst þrettán leikmenn á tímabilinu í meiðsli eða kórónuveiruveikindi. Það er því farið að reyna all verulega á breiddina í leikmannahópi Jürgen Klopp. Jürgen Klopp hefur kallað eftir því að það verði aftur leyfðar fimm skiptingar enda er álagið mjög mikið á leikmönnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það þykir nokkuð ljóst að mikill fjöldi meiðsla sé afleiðing miklu meira álags á þessum leikmönnum en álagið var nú ekki lítið fyrir. Kórónuveiran hefur hins vegar þjappað tímabilinu enn meira saman og leikmennirnir eru sem dæmi farnir að spila þrjá leiki í landsleikjaglugganum. Leikmennirnir sem Liverpool liðið hefur misst í meiðsli og veikindi eru Virgil van Dijk, Thiago Alcantara, Fabinho, Joel Matip, Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold, Alex Oxlade-Chamberlain, Alisson Becker, Jordan Henderson, Naby Keita, Kostas Tsimikas, Sadio Mane og Xherdan Shaqiri. Joel Matip er byrjaður aftur að spila eins og þeir Alisson, Henderson, Keita, Tsimikas, Mane og Shaqiri. Virgil van Dijk verður frá út tímabilið og Thiago Alcantara hefur heldur ekkert spilað eftir Everton leikinn. Fabinho er líka ennþá frá og Alex Oxlade-Chamberlain hefur verið meiddur í langan tíma. Mieðsli þeirra Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold eru svo ný af nálinni. Það lítur út fyrir að aðeins þeir Mo Salah, Roberto Firmino, Andy Robertson, Gini Wijnaldum og Diogo Jota hafi verið heilir allan tímann af aðallliðsmönnum liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira