Ótrúleg líkindi á milli Jack Nicklaus á Mastersmótinu 1986 og Tiger Woods í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 14:00 Jack Nicklaus og Tiger Woods hafa unnið flest risamót í golfsögunni. Getty/Tom Pennington Augu margra verða á Tiger Woods á Mastersmótinu í golfi sem hefst í dag en golfsérfræðingur gróf upp mjög merkilegan samanburð á Tiger og hinum eina sanna Jack Nicklaus. Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur titil að verja þegar Mastersmótið í golfi hefst í dag en það er mjög athyglisvert að bera saman stöðu hans í dag og þegar methafinn Jack Nicklaus vann sinn síðasta sigur á risamóti fyrir meira en þremur áratugum síðar. Jack Nicklaus á enn metið yfir flesta sigra á risamótum en hann vann alls átján risamót á ferlinum. Tiger Woods vann sitt fimmtánda risamót á Mastersmótinu í fyrra. Titilvörnin átti að fara fram í vor en Matsersmótinu var frestað frá apríl fram í nóvember vegna kórónuveirunnar. Tiger Woods er því búinn að vera Mastersmeistari í nítján mánuði. Jack Nicklaus vann Mastersmótið í sjötta og síðasta sinn árið 1986 en það var líka átjándi sigur hans á risamóti á ferlinum. Golfsérfræðingurinn Brandel Chamblee benti á ótrúleg líkindi á milli Jack Nicklaus á Mastersmótinu 1986 og Tiger Woods í ár eins og sjá má hér fyrir neðan. Jack Nicklaus won his 6th Masters in 1986, 23 years after his first. He was ranked 33rd in the world going into that week.If Tiger wins this week, it will be his 6th Masters, 23 years after his first. He is ranked 33rd in the world going into this week.— Brandel Chamblee (@chambleebrandel) November 11, 2020 Þegar Jack Nicklaus vann sinn síðasta risatitil á Mastersmótinu árið 1986 þá kom hann 23 árum eftir þann fyrsta á þessu virta móti. Hann var þá í 33. sæti á heimslistanum fyrir mótið. Nicklaus vann sinn fyrsta sigur á Mastersmótinu árið 1963 en það var hans annar sigur á risamóti. Tiger Woods á nú möguleika á því að vinna Mastersmótið 23 árum eftir að hann vann sinn fyrsta risatitil á Mastersmótinu árið 1997. Líkt og Nicklaus var árið 1986 þá er Woods í 33. sæti á heimslistanum í dag. Mastersmótið í golfi er í beinni frá Augusta golfvellinum alla fjóra dagana á Stöð 2 Golf. Útsendingin frá fyrsta deginum hefst klukkan 18.00. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Augu margra verða á Tiger Woods á Mastersmótinu í golfi sem hefst í dag en golfsérfræðingur gróf upp mjög merkilegan samanburð á Tiger og hinum eina sanna Jack Nicklaus. Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur titil að verja þegar Mastersmótið í golfi hefst í dag en það er mjög athyglisvert að bera saman stöðu hans í dag og þegar methafinn Jack Nicklaus vann sinn síðasta sigur á risamóti fyrir meira en þremur áratugum síðar. Jack Nicklaus á enn metið yfir flesta sigra á risamótum en hann vann alls átján risamót á ferlinum. Tiger Woods vann sitt fimmtánda risamót á Mastersmótinu í fyrra. Titilvörnin átti að fara fram í vor en Matsersmótinu var frestað frá apríl fram í nóvember vegna kórónuveirunnar. Tiger Woods er því búinn að vera Mastersmeistari í nítján mánuði. Jack Nicklaus vann Mastersmótið í sjötta og síðasta sinn árið 1986 en það var líka átjándi sigur hans á risamóti á ferlinum. Golfsérfræðingurinn Brandel Chamblee benti á ótrúleg líkindi á milli Jack Nicklaus á Mastersmótinu 1986 og Tiger Woods í ár eins og sjá má hér fyrir neðan. Jack Nicklaus won his 6th Masters in 1986, 23 years after his first. He was ranked 33rd in the world going into that week.If Tiger wins this week, it will be his 6th Masters, 23 years after his first. He is ranked 33rd in the world going into this week.— Brandel Chamblee (@chambleebrandel) November 11, 2020 Þegar Jack Nicklaus vann sinn síðasta risatitil á Mastersmótinu árið 1986 þá kom hann 23 árum eftir þann fyrsta á þessu virta móti. Hann var þá í 33. sæti á heimslistanum fyrir mótið. Nicklaus vann sinn fyrsta sigur á Mastersmótinu árið 1963 en það var hans annar sigur á risamóti. Tiger Woods á nú möguleika á því að vinna Mastersmótið 23 árum eftir að hann vann sinn fyrsta risatitil á Mastersmótinu árið 1997. Líkt og Nicklaus var árið 1986 þá er Woods í 33. sæti á heimslistanum í dag. Mastersmótið í golfi er í beinni frá Augusta golfvellinum alla fjóra dagana á Stöð 2 Golf. Útsendingin frá fyrsta deginum hefst klukkan 18.00.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira