Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 12. nóvember 2020 20:02 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Flugferðir til og frá landinu eru ekki svipur hjá sjón vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. Síðastliðna viku hafa verið 34 áætlunarflug til og frá landinu. Af þeim á Icelandair stærstan hluta en inn á milli slæðast erlend flugfélög á borð við Wizz Air og British Airways. Flesta daga eru um þrjár til fimm ferðir að ræða til og frá landinu, en flestar voru þær á laugardag, þrettán talsins. Ljóst er að flugáætlun til og frá landinu er ekki svipur hjá sjón vegna kórórnuveirufaraldursins. „Þetta er náttúrlega bara afleiðing af ástandinu um allan heim og ljóst að það eru ekki margir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi og þess vegna ekki rými fyrir margar flugferðir með þá. Það er alveg klárt mál að við horfum náttúrlega bjartari augum til næsta sumars en veturinn verður feykilega erfiður,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stjórnvöld leggja nú drög að hvernig sóttvarnaaðgerðum verður háttað á landamærunum á næsta ári. Starfshópur fjármálaráðuneytisins hefur lagt fram þrjár tillögur sem sagðar eru vera forsendur efnahagsbata. Ein af tillögunum er að ferðamenn fari í skimun í heimalandi sínu og svo aftur á landamærum Íslands. Einnig er lagt til að ferðamenn fari í ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli skimana. Hópurinn legur einnig til þrefalda skimun, það er skimun í heimalandi og svo tvöföld skimun á Íslandi með ferðamannasmitgát. „Ég er mjög ánægður með þessa útlistun hjá starfshópnum, það er mjög mikilvægt að meta efnahagsleg áhrif mismunandi sóttvarnaaðgerða. Þessar tillögur sem koma þarna fram, eru að hluta til tillögur sem að við skiluðum inn til þeirra þannig að þau gætu metið þetta, til stjórnarráðsins,“ sagði Jóhannes. „Ef við getum fengið fyrirsjáanleika með til dæmis tillögunni um tvær skimanir þar sem að fyrri skimunin fer fram með vottorði frá heimalandi, þá væri það afar gott. Það eru aðrar leiðir sem eru nothæfar í þessu til þess að ná þessum fyrirsjáanleika. Litakerfi eins og Evrópusambandið hefur lagt til og Ísland hefur samþykkt að geti verið tekið upp á Schengen-svæðinu er ein leið til þess,“ bætti hann við. Það sé lykilatriði að ferðaskrifstofur og aðrir sem horfa til þess að selja ferðir til Íslands geti treyst því hverjar séu forsendur fyrir sóttvarnaaðgerðum á Íslandi. „Hvernig ástandið er, hvernig það muni breytast miðað við mismunandi aðstæður og svo framvegis. Þannig að hver vika sem að þetta er ekki tilkynnt, hvað taki við núna í síðasta lagi um áramót, það eru einfaldlega töpuð verðmæti fyrir okkur á næsta ári,“ sagði Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Flugferðir til og frá landinu eru ekki svipur hjá sjón vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. Síðastliðna viku hafa verið 34 áætlunarflug til og frá landinu. Af þeim á Icelandair stærstan hluta en inn á milli slæðast erlend flugfélög á borð við Wizz Air og British Airways. Flesta daga eru um þrjár til fimm ferðir að ræða til og frá landinu, en flestar voru þær á laugardag, þrettán talsins. Ljóst er að flugáætlun til og frá landinu er ekki svipur hjá sjón vegna kórórnuveirufaraldursins. „Þetta er náttúrlega bara afleiðing af ástandinu um allan heim og ljóst að það eru ekki margir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi og þess vegna ekki rými fyrir margar flugferðir með þá. Það er alveg klárt mál að við horfum náttúrlega bjartari augum til næsta sumars en veturinn verður feykilega erfiður,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stjórnvöld leggja nú drög að hvernig sóttvarnaaðgerðum verður háttað á landamærunum á næsta ári. Starfshópur fjármálaráðuneytisins hefur lagt fram þrjár tillögur sem sagðar eru vera forsendur efnahagsbata. Ein af tillögunum er að ferðamenn fari í skimun í heimalandi sínu og svo aftur á landamærum Íslands. Einnig er lagt til að ferðamenn fari í ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli skimana. Hópurinn legur einnig til þrefalda skimun, það er skimun í heimalandi og svo tvöföld skimun á Íslandi með ferðamannasmitgát. „Ég er mjög ánægður með þessa útlistun hjá starfshópnum, það er mjög mikilvægt að meta efnahagsleg áhrif mismunandi sóttvarnaaðgerða. Þessar tillögur sem koma þarna fram, eru að hluta til tillögur sem að við skiluðum inn til þeirra þannig að þau gætu metið þetta, til stjórnarráðsins,“ sagði Jóhannes. „Ef við getum fengið fyrirsjáanleika með til dæmis tillögunni um tvær skimanir þar sem að fyrri skimunin fer fram með vottorði frá heimalandi, þá væri það afar gott. Það eru aðrar leiðir sem eru nothæfar í þessu til þess að ná þessum fyrirsjáanleika. Litakerfi eins og Evrópusambandið hefur lagt til og Ísland hefur samþykkt að geti verið tekið upp á Schengen-svæðinu er ein leið til þess,“ bætti hann við. Það sé lykilatriði að ferðaskrifstofur og aðrir sem horfa til þess að selja ferðir til Íslands geti treyst því hverjar séu forsendur fyrir sóttvarnaaðgerðum á Íslandi. „Hvernig ástandið er, hvernig það muni breytast miðað við mismunandi aðstæður og svo framvegis. Þannig að hver vika sem að þetta er ekki tilkynnt, hvað taki við núna í síðasta lagi um áramót, það eru einfaldlega töpuð verðmæti fyrir okkur á næsta ári,“ sagði Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira