Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2020 10:35 Samband Bandaríkjanna og Kína hefur versnað til muna á undanförnum árum. AP/Andy Wong Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. Í yfirlýsingu segir að Kína muni bregðast við öllum aðgerðum sem komi niður á grunnhagsmunum ríkisins. Ráðamenn í Kína hafa lýst málefni Taívan sem því mikilvægasta þegar komi að samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Þeir hafa brugðist reiðir við harðri afstöðu ríkisstjórnar Donald Trumps gagnvart Taívan. Meðal annars hafa Bandaríkin selt eyríkinu vopn og hafa aukið stuðning við Taívan. Pompeo sagði í viðtali í gær að það hafði verið stefna Bandaríkjanna að Taívan tilheyrði ekki Kína í rúma þrjá áratugi. Þeim ummælum hefur ekki verið tekið fagnandi í Kína. Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að brugðist verði við ummælum sem þessum, sem hann sagði grafa undan innanríkismálum Kína. Undanfarið hafa nánast öll ríki á svæðinu auk Bandaríkjanna fjölgað heræfingum og hefur spennan aukist í kringum Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum. Lýðveldið Kína var í raun stofnað 1912 á meginlandi Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Bandaríkin hafa lengi átt í óformlegum samskiptum við Taívan og varnarsamstarfi en viðurkenna hins vegar ekki Taívan opinberlega. Undir stjórn Donald Trump hafa samskipti Taívan og Bandaríkjanna hins vegar orðið formlegri. Bandaríkin og Taívan hafa gert tvo sáttmála sín á milli og hefur það valdið miklum áhyggjum í Peking. Joanne Ou, talskona utanríkisráðuneytis Taívan, þakkaði Pompeo fyrir stuðninginn, samkvæmt Reuters, og ítrekaði að eyríkið tilheyrði ekki Kína. Það væri staðreynd. Óskuðu Biden til hamingju Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið hnekki á undanförnum árum og eiga ríkin í umfangsmiklum viðskiptadeilum auk þess sem ríkin hafa deilt um Suður-Kínahaf, Hong Kong og fleira. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trumps sakað Kínverja um að ógna öryggi Bandaríkjanna með njósnum og tækniþjófnaði. Yfirvöld í Kína hafa nú óskað Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum í síðustu viku. Kína og Rússland höfðu dregið lappirnar í að senda Biden skilaboð. Í yfirlýsingu sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína að Kínverjar virði val bandarísku þjóðarinnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni er þó ekki búist við því að Biden muni í raun gera miklar breytingar á stefnu Trumps gagnvart Kína. Þó hann muni líklega reyna að ræða við Kínverja um loftslagsmál, Norður-Kóreu og Íran. Hörð afstaða gagnvart Kína njóti mikils pólitísks stungins í Bandaríkjunum. Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46 Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. 28. september 2020 16:41 Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00 Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. Í yfirlýsingu segir að Kína muni bregðast við öllum aðgerðum sem komi niður á grunnhagsmunum ríkisins. Ráðamenn í Kína hafa lýst málefni Taívan sem því mikilvægasta þegar komi að samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Þeir hafa brugðist reiðir við harðri afstöðu ríkisstjórnar Donald Trumps gagnvart Taívan. Meðal annars hafa Bandaríkin selt eyríkinu vopn og hafa aukið stuðning við Taívan. Pompeo sagði í viðtali í gær að það hafði verið stefna Bandaríkjanna að Taívan tilheyrði ekki Kína í rúma þrjá áratugi. Þeim ummælum hefur ekki verið tekið fagnandi í Kína. Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að brugðist verði við ummælum sem þessum, sem hann sagði grafa undan innanríkismálum Kína. Undanfarið hafa nánast öll ríki á svæðinu auk Bandaríkjanna fjölgað heræfingum og hefur spennan aukist í kringum Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum. Lýðveldið Kína var í raun stofnað 1912 á meginlandi Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Bandaríkin hafa lengi átt í óformlegum samskiptum við Taívan og varnarsamstarfi en viðurkenna hins vegar ekki Taívan opinberlega. Undir stjórn Donald Trump hafa samskipti Taívan og Bandaríkjanna hins vegar orðið formlegri. Bandaríkin og Taívan hafa gert tvo sáttmála sín á milli og hefur það valdið miklum áhyggjum í Peking. Joanne Ou, talskona utanríkisráðuneytis Taívan, þakkaði Pompeo fyrir stuðninginn, samkvæmt Reuters, og ítrekaði að eyríkið tilheyrði ekki Kína. Það væri staðreynd. Óskuðu Biden til hamingju Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið hnekki á undanförnum árum og eiga ríkin í umfangsmiklum viðskiptadeilum auk þess sem ríkin hafa deilt um Suður-Kínahaf, Hong Kong og fleira. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trumps sakað Kínverja um að ógna öryggi Bandaríkjanna með njósnum og tækniþjófnaði. Yfirvöld í Kína hafa nú óskað Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum í síðustu viku. Kína og Rússland höfðu dregið lappirnar í að senda Biden skilaboð. Í yfirlýsingu sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína að Kínverjar virði val bandarísku þjóðarinnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni er þó ekki búist við því að Biden muni í raun gera miklar breytingar á stefnu Trumps gagnvart Kína. Þó hann muni líklega reyna að ræða við Kínverja um loftslagsmál, Norður-Kóreu og Íran. Hörð afstaða gagnvart Kína njóti mikils pólitísks stungins í Bandaríkjunum.
Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46 Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. 28. september 2020 16:41 Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00 Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46
Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. 28. september 2020 16:41
Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00
Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42
Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20