Bílflautukonsert á götum Skopje eftir að Norður-Makedónía komst í fyrsta sinn á stórmót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2020 14:31 Norður-Makedóníumenn fagna sætinu á EM. getty/Levan Verdzeuli Þjóðhátíðarstemmning var á götum Skopje í gærkvöldi eftir að Norður-Makedónía tryggði sér sæti á EM á næsta ári eftir 0-1 sigur á Georgíu. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Makedóníumenn komast á stórmót í fótbolta. Þar sem samkomutakmarkanir í Norður-Makedóníu miðast við fjóra létu margir sér nægja að setjast undir stýri, veifa norður-makedónska fánanum út um bílrúðuna og flauta duglega eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Fögnuður á götum Skopje Skipulögð en jafnframt mjög hófleg sigurhátíð á að fara fram í dag. Fólk þarf að vera með grímu og passa sig á að halda fjarlægð frá hvert öðru. Heilbrigðisráðherra Norður-Makedóníu, Venko Filipce, óskaði landsliðinu til hamingju en hvatti landsmenn til að fagna innan sóttvarnareglna. „Frábærlega gert strákar! Til hamingju með að hafa skrifað söguna!“ skrifaði Filipce á Facebook. „Frábær dagur fyrir verðskulduð fagnaðarlæti en ég bið ykkur um að virða sóttvarnareglur. Spenningurinn er mikill en þetta er bara byrjunin á sigrum landsliðsins okkar.“ Gamla brýnið og fyrirliðinn Goran Pandev skoraði markið sem tryggði Norður-Makedóníu farseðilinn á fyrsta stórmótið. Hann hefur verið lengi að, lék sinn fyrsta landsleik 2001 og er leikja- og markahæstur í sögu norður-makedónska landsliðsins. Pandev, sem er 37 ára, er langfrægasti fótboltamaður Norður-Makedóníu. Hann hefur nánast sinn feril á Ítalíu og varð m.a. þrefaldur meistari með Inter 2010 og varð einnig bikarmeistari með Lazio og Napoli. Pandev leikur núna með Genoa og hefur gert síðan 2015. Norður-Makedónía verður í riðli með Austurríki, Úkraínu og Hollandi á EM á næsta ári. EM 2020 í fótbolta Norður-Makedónía Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Þjóðhátíðarstemmning var á götum Skopje í gærkvöldi eftir að Norður-Makedónía tryggði sér sæti á EM á næsta ári eftir 0-1 sigur á Georgíu. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Makedóníumenn komast á stórmót í fótbolta. Þar sem samkomutakmarkanir í Norður-Makedóníu miðast við fjóra létu margir sér nægja að setjast undir stýri, veifa norður-makedónska fánanum út um bílrúðuna og flauta duglega eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Fögnuður á götum Skopje Skipulögð en jafnframt mjög hófleg sigurhátíð á að fara fram í dag. Fólk þarf að vera með grímu og passa sig á að halda fjarlægð frá hvert öðru. Heilbrigðisráðherra Norður-Makedóníu, Venko Filipce, óskaði landsliðinu til hamingju en hvatti landsmenn til að fagna innan sóttvarnareglna. „Frábærlega gert strákar! Til hamingju með að hafa skrifað söguna!“ skrifaði Filipce á Facebook. „Frábær dagur fyrir verðskulduð fagnaðarlæti en ég bið ykkur um að virða sóttvarnareglur. Spenningurinn er mikill en þetta er bara byrjunin á sigrum landsliðsins okkar.“ Gamla brýnið og fyrirliðinn Goran Pandev skoraði markið sem tryggði Norður-Makedóníu farseðilinn á fyrsta stórmótið. Hann hefur verið lengi að, lék sinn fyrsta landsleik 2001 og er leikja- og markahæstur í sögu norður-makedónska landsliðsins. Pandev, sem er 37 ára, er langfrægasti fótboltamaður Norður-Makedóníu. Hann hefur nánast sinn feril á Ítalíu og varð m.a. þrefaldur meistari með Inter 2010 og varð einnig bikarmeistari með Lazio og Napoli. Pandev leikur núna með Genoa og hefur gert síðan 2015. Norður-Makedónía verður í riðli með Austurríki, Úkraínu og Hollandi á EM á næsta ári.
EM 2020 í fótbolta Norður-Makedónía Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira