Guðrún Brá úr leik á sögulegu móti í Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2020 11:17 Guðrún Brá Björgvinsdóttir slær boltann á mótinu í Sádi-Arabíu. LET/Tristan Jones Guðrún Brá Björgvinsdóttir er stödd í Sádi-Arabíu þessa dagana þar sem hún spilar á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem að konur leika á atvinnumannamóti í golfi í Sádi-Arabíu. Guðrún er nú úr leik á fyrra mótinu en Íslandsmeistarinn lék fyrstu tvo hringina á 80 og 76 höggum, eða samtals 12 höggum yfir pari. Ekki hafa allir kylfingar lokið tveimur hringjum en Guðrún er sem stendur í 96. sæti og á ekki möguleika á að komast upp fyrir niðurskurðarlínuna, sem er í +5 höggum. Efsti kylfingur af þeim sem komnar eru í hús er hin danska Emily Kristine Pedersen á 9 höggum undir pari. Mótið heldur áfram um helgina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Leikið er á Royal Greens vellinum og þar fer einnig næsta mót fram en það hefst á þriðjudaginn. Í því móti er keppt í fjögurra kylfinga liðum, og fær einn áhugakylfingur að vera í hverju liði. Keppt verður bæði um liða- og einstaklingsverðlaun en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er stödd í Sádi-Arabíu þessa dagana þar sem hún spilar á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem að konur leika á atvinnumannamóti í golfi í Sádi-Arabíu. Guðrún er nú úr leik á fyrra mótinu en Íslandsmeistarinn lék fyrstu tvo hringina á 80 og 76 höggum, eða samtals 12 höggum yfir pari. Ekki hafa allir kylfingar lokið tveimur hringjum en Guðrún er sem stendur í 96. sæti og á ekki möguleika á að komast upp fyrir niðurskurðarlínuna, sem er í +5 höggum. Efsti kylfingur af þeim sem komnar eru í hús er hin danska Emily Kristine Pedersen á 9 höggum undir pari. Mótið heldur áfram um helgina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Leikið er á Royal Greens vellinum og þar fer einnig næsta mót fram en það hefst á þriðjudaginn. Í því móti er keppt í fjögurra kylfinga liðum, og fær einn áhugakylfingur að vera í hverju liði. Keppt verður bæði um liða- og einstaklingsverðlaun en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira