Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 12:04 Svandís Svavarsdóttir ræðir aðgerðirnar eftir ráðherrafundinn í morgun. Vísir Starfsemi hárgreiðslustofa og íþróttastarf barna verður heimilað á ný frá og með 18. nóvember þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar taka gildi. Áfram verður hins vegar tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Þetta kom fram í viðtali Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fréttamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu upp úr klukkan tólf á hádegi í dag. Sagði hún þrjár grundvallarbreytingar verða á takmörkunum frá því sem nú er. Breytingarnar eru þær að einyrkjastarfsemi verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Þá verður íþróttastarf barna leyft, með og án snertingar. Er þar átt við börn í 1. til 10. bekk. Að auki verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir 1. árs nema. Reglurnar gilda til 2. desember. Sundlaugarnar áfram lokaðar Tíu manna samkomubannið þýðir til dæmis að inni á hárgreiðslustofu mega ekki vera fleiri en tíu viðskiptavinir í einu. Sagði Svandís breytingarnar vera í fullu samræmi við þær tillögur sem komu fram í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til hennar fyrr í vikunni. Að neðan má sjá tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna tillaganna. Hér má lesa nýja reglugerð um samkomubann og hér má lesa reglugerð um skólastarf. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25. Hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar. Almennar fjöldatakmarkanir miðast áfram við 10 manns. Gert er ráð fyrir að hægt verði að draga enn frekar úr samkomutakmörkunum í byrjun desember. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra leggur hann til að hægt verði farið í allar tilslakanir á næstunni. Breytingarnar sem taka gildi miðvikudaginn 18. nóvember eru eftirfarandi: Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns. Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman. Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð. Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis. Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum og skólahaldi vegna farsóttar taka gildi 18. nóvember. Gildistími reglugerðanna er til og með 1. desember næstkomandi. Núverandi samkomutakmarkanir eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa gripið til í faraldrinum. Þær tóku gildi á miðnætti þann 31. október og gilda til og með 17. nóvember. Nýju reglurnar sem ráðherra kynnti áðan fela það í sér að ýmislegt er óbreytt frá þeim reglum sem gilda nú. Til dæmis verða líkamsræktarstöðvar og sundlaugar áfram lokaðar sem og krár og skemmtistaðir. Þá verður veitingastöðum áfram óheimilt að hafa opið lengur en til klukkan 21. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Starfsemi hárgreiðslustofa og íþróttastarf barna verður heimilað á ný frá og með 18. nóvember þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar taka gildi. Áfram verður hins vegar tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Þetta kom fram í viðtali Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fréttamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu upp úr klukkan tólf á hádegi í dag. Sagði hún þrjár grundvallarbreytingar verða á takmörkunum frá því sem nú er. Breytingarnar eru þær að einyrkjastarfsemi verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Þá verður íþróttastarf barna leyft, með og án snertingar. Er þar átt við börn í 1. til 10. bekk. Að auki verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir 1. árs nema. Reglurnar gilda til 2. desember. Sundlaugarnar áfram lokaðar Tíu manna samkomubannið þýðir til dæmis að inni á hárgreiðslustofu mega ekki vera fleiri en tíu viðskiptavinir í einu. Sagði Svandís breytingarnar vera í fullu samræmi við þær tillögur sem komu fram í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til hennar fyrr í vikunni. Að neðan má sjá tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna tillaganna. Hér má lesa nýja reglugerð um samkomubann og hér má lesa reglugerð um skólastarf. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25. Hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar. Almennar fjöldatakmarkanir miðast áfram við 10 manns. Gert er ráð fyrir að hægt verði að draga enn frekar úr samkomutakmörkunum í byrjun desember. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra leggur hann til að hægt verði farið í allar tilslakanir á næstunni. Breytingarnar sem taka gildi miðvikudaginn 18. nóvember eru eftirfarandi: Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns. Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman. Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð. Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis. Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum og skólahaldi vegna farsóttar taka gildi 18. nóvember. Gildistími reglugerðanna er til og með 1. desember næstkomandi. Núverandi samkomutakmarkanir eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa gripið til í faraldrinum. Þær tóku gildi á miðnætti þann 31. október og gilda til og með 17. nóvember. Nýju reglurnar sem ráðherra kynnti áðan fela það í sér að ýmislegt er óbreytt frá þeim reglum sem gilda nú. Til dæmis verða líkamsræktarstöðvar og sundlaugar áfram lokaðar sem og krár og skemmtistaðir. Þá verður veitingastöðum áfram óheimilt að hafa opið lengur en til klukkan 21. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25. Hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar. Almennar fjöldatakmarkanir miðast áfram við 10 manns. Gert er ráð fyrir að hægt verði að draga enn frekar úr samkomutakmörkunum í byrjun desember. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra leggur hann til að hægt verði farið í allar tilslakanir á næstunni. Breytingarnar sem taka gildi miðvikudaginn 18. nóvember eru eftirfarandi: Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns. Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman. Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð. Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis. Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum og skólahaldi vegna farsóttar taka gildi 18. nóvember. Gildistími reglugerðanna er til og með 1. desember næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira