Samstarf þróunarbanka um fjármögnun heimsmarkmiðanna Heimsljós 13. nóvember 2020 13:45 Gunnisal Heimsfaraldur kórónaveiru stefnir heimsmarkmiðunum í hættu. Að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) veldur farsóttin því að fjögur þúsund milljarða bandarískra dala skortir á þessu ári til baráttunnar gegn fátækt og hungri. Það þýðir að takmarkið, að uppfylla heimsmarkmiðin sautján fyrir árið 2030, verður fjarlægara en áður. Þetta kom fram á sögulegum fjarfundi fulltrúa 450 þróunarbanka – Finance in Common Summit – sem haldinn var að frumkvæði frönsku ríkisstjórnarinnar í gær með þátttöku Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Antónío Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Angel Gurría framkvæmastjóra OECD. Á fundinum var samþykkt nær samhljóða yfirlýsing um aðgerðir sem felur í sér stuðning við opinbera aðila og einkaaðila um forgangsröðun fjárfestinga í þágu heimsmarkmiðanna. Angel Gurría framkvæmdastjóri OECD bendir á að 90 af 122 þróunarríkjum hafi gengið í gegnum samdrátt vegna ýmiss konar takmarkana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar sem hafi bitnað á atvinnulífi, eins og ferðaþjónustu og iðnaði. Einnig hafi utanaðkomandi fjármögnun dregist saman um 700 milljarða dala með samdrætti í fjárfestingum erlendra aðila og peningasendingum brottfluttra. Á sama tíma hafi heimsfaraldurinn kallað á aukna útgjaldaþörf ríkja sem nemur um eitt þúsund milljörðum dala, meðal annars til heilbrigðismála og annarra efnahagslegra úrræða til að bregðast við samfélagslegum áhrifum faraldursins. Mörgum fátækum ríkjum hafi hins vegar ekki tekist að fá lán til að standa undir miklum útgjöldum vegna mikillar skuldsetningar og lélegs lánshæfismats. Mikill samhugur ríkti á fundinum um nauðsyn þess að fjármálastofnanir taki höndum saman um aukna fjármögnun í þágu heimsmarkmiðanna með grænar áherslur að markmiði. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent
Heimsfaraldur kórónaveiru stefnir heimsmarkmiðunum í hættu. Að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) veldur farsóttin því að fjögur þúsund milljarða bandarískra dala skortir á þessu ári til baráttunnar gegn fátækt og hungri. Það þýðir að takmarkið, að uppfylla heimsmarkmiðin sautján fyrir árið 2030, verður fjarlægara en áður. Þetta kom fram á sögulegum fjarfundi fulltrúa 450 þróunarbanka – Finance in Common Summit – sem haldinn var að frumkvæði frönsku ríkisstjórnarinnar í gær með þátttöku Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Antónío Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Angel Gurría framkvæmastjóra OECD. Á fundinum var samþykkt nær samhljóða yfirlýsing um aðgerðir sem felur í sér stuðning við opinbera aðila og einkaaðila um forgangsröðun fjárfestinga í þágu heimsmarkmiðanna. Angel Gurría framkvæmdastjóri OECD bendir á að 90 af 122 þróunarríkjum hafi gengið í gegnum samdrátt vegna ýmiss konar takmarkana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar sem hafi bitnað á atvinnulífi, eins og ferðaþjónustu og iðnaði. Einnig hafi utanaðkomandi fjármögnun dregist saman um 700 milljarða dala með samdrætti í fjárfestingum erlendra aðila og peningasendingum brottfluttra. Á sama tíma hafi heimsfaraldurinn kallað á aukna útgjaldaþörf ríkja sem nemur um eitt þúsund milljörðum dala, meðal annars til heilbrigðismála og annarra efnahagslegra úrræða til að bregðast við samfélagslegum áhrifum faraldursins. Mörgum fátækum ríkjum hafi hins vegar ekki tekist að fá lán til að standa undir miklum útgjöldum vegna mikillar skuldsetningar og lélegs lánshæfismats. Mikill samhugur ríkti á fundinum um nauðsyn þess að fjármálastofnanir taki höndum saman um aukna fjármögnun í þágu heimsmarkmiðanna með grænar áherslur að markmiði. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent