„Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2020 15:06 Í skýrslunni kemur fram að styrkja þurfi fræðslu og kennslu í sýkingarvörnum meðal starfsfólks á spítalanum. Landspítali „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. Farsóttarnefnd Landspítala greindi frá hópsýkingunni 22. okt en til 29. okt höfðu 98 tilvik greinst, þar af 52 starfsmenn og 46 dvalargestir. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Landspítala er talið að nokkrar sýkingar, að minnsta kosti þrjár, hafi borist inn á Landakot á skömmu tímabili. Þá voru aðstæður og aðbúnaður til þess fallin að auka líkur á dreifingu Covid-19 meðal starfsfólks og dvalargesta. Í niðurstöðum er sérstaklega vikið að loftræstingu húsnæðisins, sem er ekki til staðar nema um glugga, mikinn fjölda sameiginlegra snertiflata dvalargesta, óhagstæðan aðbúnað starfsmanna, ófullnægjandi hólfaskiptingu starfseininga og sameiginleg not á ýmsum tækjabúnaði. Gengið er útfrá því að flestir fái einkenni á 5 til 7 dögum og því áætlað að fyrsta sýking á Landakoti hafi orðið 15. okt eða 16. okt. Síðarnefnda daginn voru nokkrir útskrifaðir og þeir greindust allir með Covid-19. Landspítali Þess ber að geta að í skýrslunni og fylgigögnum er búið að gefa deildum bókstaf og haga framsetningu þannig að ekki er hægt að greina um hvaða starfsmenn eða dvalargesti er að ræða. Kæfissvefnsvél mögulegur smitvaldur „Það er ekki loftræsting á Landakoti,“ segir beinum orðum í skýrslunni en loftskipti á legudeildum séu eingöngu um opnanlega glugga og loftið berist um deildir eftir vindátt. Þetta ber að skoða í því samhengi að almennt er talið að viðunandi loftskipti innan heilbrigðisstofnana séu 4 til 6 loftskipti á klukkustund. Tíðari loftskipti draga úr smithættu. 52 starfsmenn greindust með Covid-19 á fyrrnefndu tímabili og var meðalaldur þeirra 43 ár. 83% smitaða voru konur og 17% karlar. Á sama tíma greindust 46 dvalargesta, 52% karlar og 48% konur, en meðalaldur þeirra var 84 ár. LandakotFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Við yfirferð á sjúkraskrám uppgötvaðist að einn sjúklinganna hafði verið meðhöndlaður með kæfissvefnisvél frá 1. okt þar til faraldurinn uppgötvaðist. Hann var einnkennalaus en greindist síðar með Covid-19. Þar sem Covid-19 smitast m.a. með úðasmiti er talið mögulegt að smit hafi borist með vélinni. Óviðunandi aðbúnaður Það er víðar í skýrslunni fjallað um sameiginlega notkun á tækjabúnaði. Vekja skýrsluhöfundar m.a. athygli á því að viss lækningartæki og hjálpartæki séu sameiginleg fyrir legudeildir Landakots og að starfsmenn hafi þurft að fara á milli sóttvarnahólfa til að sækja þau. Hver deild er ábyrg fyrir þrifum fyrir og eftir notkun. Varðandi aðra aðstöðu segir að þrátt fyrir breytingar á legurýmum þá séu enn margir sjúklingar í fjölbýlum þar sem ekki er alltaf 1 metri milli rúma. Þá sé sameiginleg salernis- og sturtuaðstaða til þess að fjölga sameiginlegum snertiflötum sjúklinga. Landspítali Einnig eru gerðar athugasemdir við aðbúnað starfsfólks. Búningaaðstaðan sé þröng, í rými með enga loftun og kaffistofur á legudeildum litlar og erfitt að halda 2 metra fjarlægð. Einnig er vikið að fjarlægðarreglunni í umfjöllun um heimsóknir aðstandenda en þar segir að reglan hafi oft verið brotin og sömuleiðis reglan um grímunotkun. Þrjár tegundir veirunnar meðal greindra „Margþætt stjórnsýsluleg skipulagning og viðbrögð innan Landspítala hafa verið öflug og í samræmi við ráðleggingar Evrópsku Sóttvarnastofnunarinnar varðandi viðbúnað innan heilbrigðisstofnana vegna Covid-19 heimsfaraldurs,“ segir í niðurstöðum. Þá er það rakið að mikið var um samfélagssýkingar í aðdraganda hópsýkingarinnar og talið líklegt að a.m.k. þrír stofnar veirunnar hafi ratað inn á Landakot á þessum tíma. Þarna er stuðst við raðgreiningu veirusýna. Meirihluti greindra reyndist hafa smitast af sama afbrigði af SARS-CoV-2, sem kölluð er haplotypa 1, en hún hefur breiðst mjög víða í samfélaginu. Þá voru nokkrir greindir með haplotypu 1 með viðbótarstökkbreytingu en tveir reyndust með haplotypu 2 og er talið líklegt að þau smit hafi komið inn á Landakot en ekki smitast innan stofnunarinnar. Landspítali Barst hugsanlega inn með nokkrum einstaklingum „Að mati skýrsluhöfundar þá er ekki ein undirliggjandi orsök fyrir COVID-19 hópsýkingunni sem kom upp á Landakoti þann 22/10/20 heldur voru tildrög og orsakir COVID-19 hópsýkingarinnar nokkrar og að í raun hafi margir samverkandi þættir legið að baki þeirri alvarlegu atburðarás sem átti sér stað,“ segir í umfjöllun um bráðabirgðaniðurstöður. „Frumniðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á COVID-19 tilfellum á Landakoti benda til þess að smit hafi hugsanlega borist inn á stofnunina með nokkrum einstaklingum. Dæmi eru einnig um að starfsmenn sem vinna á mismunandi starfseiningum innan Landakots tengist fjölskylduböndum og því má leiða líkur að því að sum tilfellanna hafi smitast af COVID-19 utan veggja Landakots, enda hafa rannsóknir sýnt að mestar líkur séu á smiti milli einstaklinga við náin samskipti innan heimilis.“ Tengd skjöl GlaerurPDF7.9MBSækja skjal LandakotSkyrslaPDF1.8MBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Bein útsending: Skýrsla um hópsýkingu á Landakoti kynnt Landspítali boðar til blaðamannafundar klukkan 15 en tilefnið er kynning á skýrslu um alvarlega hópsýkingu, sem kom upp á Landakoti í október. 13. nóvember 2020 14:14 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
„Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. Farsóttarnefnd Landspítala greindi frá hópsýkingunni 22. okt en til 29. okt höfðu 98 tilvik greinst, þar af 52 starfsmenn og 46 dvalargestir. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Landspítala er talið að nokkrar sýkingar, að minnsta kosti þrjár, hafi borist inn á Landakot á skömmu tímabili. Þá voru aðstæður og aðbúnaður til þess fallin að auka líkur á dreifingu Covid-19 meðal starfsfólks og dvalargesta. Í niðurstöðum er sérstaklega vikið að loftræstingu húsnæðisins, sem er ekki til staðar nema um glugga, mikinn fjölda sameiginlegra snertiflata dvalargesta, óhagstæðan aðbúnað starfsmanna, ófullnægjandi hólfaskiptingu starfseininga og sameiginleg not á ýmsum tækjabúnaði. Gengið er útfrá því að flestir fái einkenni á 5 til 7 dögum og því áætlað að fyrsta sýking á Landakoti hafi orðið 15. okt eða 16. okt. Síðarnefnda daginn voru nokkrir útskrifaðir og þeir greindust allir með Covid-19. Landspítali Þess ber að geta að í skýrslunni og fylgigögnum er búið að gefa deildum bókstaf og haga framsetningu þannig að ekki er hægt að greina um hvaða starfsmenn eða dvalargesti er að ræða. Kæfissvefnsvél mögulegur smitvaldur „Það er ekki loftræsting á Landakoti,“ segir beinum orðum í skýrslunni en loftskipti á legudeildum séu eingöngu um opnanlega glugga og loftið berist um deildir eftir vindátt. Þetta ber að skoða í því samhengi að almennt er talið að viðunandi loftskipti innan heilbrigðisstofnana séu 4 til 6 loftskipti á klukkustund. Tíðari loftskipti draga úr smithættu. 52 starfsmenn greindust með Covid-19 á fyrrnefndu tímabili og var meðalaldur þeirra 43 ár. 83% smitaða voru konur og 17% karlar. Á sama tíma greindust 46 dvalargesta, 52% karlar og 48% konur, en meðalaldur þeirra var 84 ár. LandakotFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Við yfirferð á sjúkraskrám uppgötvaðist að einn sjúklinganna hafði verið meðhöndlaður með kæfissvefnisvél frá 1. okt þar til faraldurinn uppgötvaðist. Hann var einnkennalaus en greindist síðar með Covid-19. Þar sem Covid-19 smitast m.a. með úðasmiti er talið mögulegt að smit hafi borist með vélinni. Óviðunandi aðbúnaður Það er víðar í skýrslunni fjallað um sameiginlega notkun á tækjabúnaði. Vekja skýrsluhöfundar m.a. athygli á því að viss lækningartæki og hjálpartæki séu sameiginleg fyrir legudeildir Landakots og að starfsmenn hafi þurft að fara á milli sóttvarnahólfa til að sækja þau. Hver deild er ábyrg fyrir þrifum fyrir og eftir notkun. Varðandi aðra aðstöðu segir að þrátt fyrir breytingar á legurýmum þá séu enn margir sjúklingar í fjölbýlum þar sem ekki er alltaf 1 metri milli rúma. Þá sé sameiginleg salernis- og sturtuaðstaða til þess að fjölga sameiginlegum snertiflötum sjúklinga. Landspítali Einnig eru gerðar athugasemdir við aðbúnað starfsfólks. Búningaaðstaðan sé þröng, í rými með enga loftun og kaffistofur á legudeildum litlar og erfitt að halda 2 metra fjarlægð. Einnig er vikið að fjarlægðarreglunni í umfjöllun um heimsóknir aðstandenda en þar segir að reglan hafi oft verið brotin og sömuleiðis reglan um grímunotkun. Þrjár tegundir veirunnar meðal greindra „Margþætt stjórnsýsluleg skipulagning og viðbrögð innan Landspítala hafa verið öflug og í samræmi við ráðleggingar Evrópsku Sóttvarnastofnunarinnar varðandi viðbúnað innan heilbrigðisstofnana vegna Covid-19 heimsfaraldurs,“ segir í niðurstöðum. Þá er það rakið að mikið var um samfélagssýkingar í aðdraganda hópsýkingarinnar og talið líklegt að a.m.k. þrír stofnar veirunnar hafi ratað inn á Landakot á þessum tíma. Þarna er stuðst við raðgreiningu veirusýna. Meirihluti greindra reyndist hafa smitast af sama afbrigði af SARS-CoV-2, sem kölluð er haplotypa 1, en hún hefur breiðst mjög víða í samfélaginu. Þá voru nokkrir greindir með haplotypu 1 með viðbótarstökkbreytingu en tveir reyndust með haplotypu 2 og er talið líklegt að þau smit hafi komið inn á Landakot en ekki smitast innan stofnunarinnar. Landspítali Barst hugsanlega inn með nokkrum einstaklingum „Að mati skýrsluhöfundar þá er ekki ein undirliggjandi orsök fyrir COVID-19 hópsýkingunni sem kom upp á Landakoti þann 22/10/20 heldur voru tildrög og orsakir COVID-19 hópsýkingarinnar nokkrar og að í raun hafi margir samverkandi þættir legið að baki þeirri alvarlegu atburðarás sem átti sér stað,“ segir í umfjöllun um bráðabirgðaniðurstöður. „Frumniðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á COVID-19 tilfellum á Landakoti benda til þess að smit hafi hugsanlega borist inn á stofnunina með nokkrum einstaklingum. Dæmi eru einnig um að starfsmenn sem vinna á mismunandi starfseiningum innan Landakots tengist fjölskylduböndum og því má leiða líkur að því að sum tilfellanna hafi smitast af COVID-19 utan veggja Landakots, enda hafa rannsóknir sýnt að mestar líkur séu á smiti milli einstaklinga við náin samskipti innan heimilis.“ Tengd skjöl GlaerurPDF7.9MBSækja skjal LandakotSkyrslaPDF1.8MBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Bein útsending: Skýrsla um hópsýkingu á Landakoti kynnt Landspítali boðar til blaðamannafundar klukkan 15 en tilefnið er kynning á skýrslu um alvarlega hópsýkingu, sem kom upp á Landakoti í október. 13. nóvember 2020 14:14 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Bein útsending: Skýrsla um hópsýkingu á Landakoti kynnt Landspítali boðar til blaðamannafundar klukkan 15 en tilefnið er kynning á skýrslu um alvarlega hópsýkingu, sem kom upp á Landakoti í október. 13. nóvember 2020 14:14
Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50
Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37