Segja fréttir af aftöku al-Qaeda leiðtoga ekki á rökum reistar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 14:48 Saied Khatibzadeh, talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, dró fréttaflutning af aftöku Abu Muhammad al-Marsi í efa á blaðamannafundi í Tehran í dag. EPA Írönsk stjórnvöld segja fréttir aftöku al-Qaeda leiðtoga í höfuðborginni Tehran ekki vera á rökum reistar. New York Times greindi frá því í gær að Abdullah Ahmed Abdullah, betur þekktur sem Abu Muhammad al-Marsi, næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hafi verið ráðinn af dögum í Tehran í ágúst. New York Times hafði eftir ónefndum heimildarmanni innan úr bandarísku leyniþjónustunni að al-Marsi hafi verið skotinn af ísraelskum leyniþjónustumönnum úti á götu í Tehran í sumar. Íranir segja þetta ekki vera rétt og að engir al-Qaeda „hryðjuverkamenn“ búi í landinu. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um árásir sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Afríku árið 1998. Samkvæmt frétt New York Times var hann skotinn til bana ásamt dóttur sinni af tveimur byssumönnum á mótorhjóli þann 7. ágúst. Samkvæmt fréttinni munu Íranar hafa reyna að hylma yfir málið en í fréttum íranskra og líbanskra fjölmiðla af málinu í sumar hafi fórnarlömb skotárásarinnar þann 7. ágúst verið sögð sagnfræðiprófessor og dóttir hans, en ekki alræmdur leiðtogi innan al-Qaeda. Íranska utanríkisráðuneytið vísar þessu á bug. „Annað slagið reyna Washington og Tel Aviv að bendla Íran við slík samtök með því að ljúga og leka fölskum upplýsingum til fjölmiðla til að reyna að komast undan ábyrgð vegna glæpa þessara samtaka og annarra hryðjuverkasamtaka á svæðinu,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Ísrael hafa enn sem komið er ekki brugðist við yfirlýsingunni að því er segir í frétt BBC af málinu. Al-Marsi var meðal þeirra sem stofnuðu al-Qaeda sem borið hefur ábyrgð á fjölda árásá í Miðausturlöndum og í Afríku auk hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að standa á bak við árásirnar sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998 þar sem 224 létu lífið. Íran Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Írönsk stjórnvöld segja fréttir aftöku al-Qaeda leiðtoga í höfuðborginni Tehran ekki vera á rökum reistar. New York Times greindi frá því í gær að Abdullah Ahmed Abdullah, betur þekktur sem Abu Muhammad al-Marsi, næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hafi verið ráðinn af dögum í Tehran í ágúst. New York Times hafði eftir ónefndum heimildarmanni innan úr bandarísku leyniþjónustunni að al-Marsi hafi verið skotinn af ísraelskum leyniþjónustumönnum úti á götu í Tehran í sumar. Íranir segja þetta ekki vera rétt og að engir al-Qaeda „hryðjuverkamenn“ búi í landinu. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um árásir sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Afríku árið 1998. Samkvæmt frétt New York Times var hann skotinn til bana ásamt dóttur sinni af tveimur byssumönnum á mótorhjóli þann 7. ágúst. Samkvæmt fréttinni munu Íranar hafa reyna að hylma yfir málið en í fréttum íranskra og líbanskra fjölmiðla af málinu í sumar hafi fórnarlömb skotárásarinnar þann 7. ágúst verið sögð sagnfræðiprófessor og dóttir hans, en ekki alræmdur leiðtogi innan al-Qaeda. Íranska utanríkisráðuneytið vísar þessu á bug. „Annað slagið reyna Washington og Tel Aviv að bendla Íran við slík samtök með því að ljúga og leka fölskum upplýsingum til fjölmiðla til að reyna að komast undan ábyrgð vegna glæpa þessara samtaka og annarra hryðjuverkasamtaka á svæðinu,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Ísrael hafa enn sem komið er ekki brugðist við yfirlýsingunni að því er segir í frétt BBC af málinu. Al-Marsi var meðal þeirra sem stofnuðu al-Qaeda sem borið hefur ábyrgð á fjölda árásá í Miðausturlöndum og í Afríku auk hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að standa á bak við árásirnar sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998 þar sem 224 létu lífið.
Íran Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira