Ari Freyr: Hann hoppar inn í mig og þetta er aldrei víti Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2020 21:56 Daniel Wass og Ari Freyr Skúlason í barátunni um boltann en dæmt var víti á Ara fyrir meint brot á Wass. EPA-EFE/Liselotte Sabroe „Fyrir mér er þetta aldrei víti,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, sem fékk dæmt á sig víti í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld. Danir komust yfir snemma leiks eftir að víti var dæmt á Ara að því er virtist fyrir frekar litlar sakir. Danir skoruðu svo sigurmark sitt úr öðru víti í uppbótartíma: „Tvö víti en við getum verið mjög stoltir af þessari frammistöðu eftir svekkelsið í Ungverjalandi og að hafa skipt mörgum leikmönnum inn í liðið,“ sagði Ari við Stöð 2 Sport. Aðspurður um vítið sem hann fékk dæmt á sig sagði Ari: „Ég veit af honum þarna svo ég reyni að teygja mig í boltann. Hann hoppar inn í mig og fyrir mér er þetta aldrei víti. Ég sparka ekki í hann, ég set löppina bara upp til að ná boltanum. Þetta er svona, því miður, og maður verður að kyngja þessu.“ Ari lék síðustu mínúturnar í 2-1 tapinu sára gegn Ungverjalandi á fimmtudag og viðurkenndi að síðustu dagar væru búnir að vera erfiðir: „Það er hægt að segja það. Þegar maður hefur farið á stórmót og er svona nálægt þessu, þá er mjög erfitt að kyngja þessu. Lífið heldur áfram en þetta verður í huga okkar alla ævi. En við getum verið stoltir af því hvað við höfum afrekað síðustu ár og vonandi verður meira af þessu í framtíðinni.“ Íslensku strákarnir eru nú að spila sína síðustu leiki undir stjórn Eriks Hamrén og vilja að sjálfsögðu kveðja hann með góðum leik gegn Englandi á miðvikudag: „Auðvitað. Það var líka planið í dag. En því miður var þetta svona. En við getum verið mjög stoltir af þessu, setjum hausinn upp og áfram gakk.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Dönum Það var fremur rólegt yfir samfélagsmiðlinum Twitter yfir svekkjandi tapi gegn Dönum í kvöld. Lokatölur 2-1. 15. nóvember 2020 21:45 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Sjáðu þegar Kasper Schmeichel lá eftir samstuð við Albert Fyrri hálfleikurinn í leik Danmerkur og Íslands á Parken endaði á miklu samstuði á milli markvarðar Dana og eins sóknarmanns íslenska liðsins. 15. nóvember 2020 20:47 Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 23:05 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
„Fyrir mér er þetta aldrei víti,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, sem fékk dæmt á sig víti í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld. Danir komust yfir snemma leiks eftir að víti var dæmt á Ara að því er virtist fyrir frekar litlar sakir. Danir skoruðu svo sigurmark sitt úr öðru víti í uppbótartíma: „Tvö víti en við getum verið mjög stoltir af þessari frammistöðu eftir svekkelsið í Ungverjalandi og að hafa skipt mörgum leikmönnum inn í liðið,“ sagði Ari við Stöð 2 Sport. Aðspurður um vítið sem hann fékk dæmt á sig sagði Ari: „Ég veit af honum þarna svo ég reyni að teygja mig í boltann. Hann hoppar inn í mig og fyrir mér er þetta aldrei víti. Ég sparka ekki í hann, ég set löppina bara upp til að ná boltanum. Þetta er svona, því miður, og maður verður að kyngja þessu.“ Ari lék síðustu mínúturnar í 2-1 tapinu sára gegn Ungverjalandi á fimmtudag og viðurkenndi að síðustu dagar væru búnir að vera erfiðir: „Það er hægt að segja það. Þegar maður hefur farið á stórmót og er svona nálægt þessu, þá er mjög erfitt að kyngja þessu. Lífið heldur áfram en þetta verður í huga okkar alla ævi. En við getum verið stoltir af því hvað við höfum afrekað síðustu ár og vonandi verður meira af þessu í framtíðinni.“ Íslensku strákarnir eru nú að spila sína síðustu leiki undir stjórn Eriks Hamrén og vilja að sjálfsögðu kveðja hann með góðum leik gegn Englandi á miðvikudag: „Auðvitað. Það var líka planið í dag. En því miður var þetta svona. En við getum verið mjög stoltir af þessu, setjum hausinn upp og áfram gakk.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Dönum Það var fremur rólegt yfir samfélagsmiðlinum Twitter yfir svekkjandi tapi gegn Dönum í kvöld. Lokatölur 2-1. 15. nóvember 2020 21:45 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Sjáðu þegar Kasper Schmeichel lá eftir samstuð við Albert Fyrri hálfleikurinn í leik Danmerkur og Íslands á Parken endaði á miklu samstuði á milli markvarðar Dana og eins sóknarmanns íslenska liðsins. 15. nóvember 2020 20:47 Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 23:05 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51
Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Dönum Það var fremur rólegt yfir samfélagsmiðlinum Twitter yfir svekkjandi tapi gegn Dönum í kvöld. Lokatölur 2-1. 15. nóvember 2020 21:45
Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39
Sjáðu þegar Kasper Schmeichel lá eftir samstuð við Albert Fyrri hálfleikurinn í leik Danmerkur og Íslands á Parken endaði á miklu samstuði á milli markvarðar Dana og eins sóknarmanns íslenska liðsins. 15. nóvember 2020 20:47
Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 23:05