Brotin sem enginn vill vita af Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 22:37 Mig langar að nefna hér brotin sem við viljum helst ekki vita af. Ekki heyra um og ekki sjá að séu til. Veruleikinn er því miður engu að síður sá að barnaníðsefni er vaxandi brotaflokkur. Af þeim sökum lagði ég fram mitt fyrsta frumvarp fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, um breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot gegn börnum. Tilefni frumvarpsins er aukin útbreiðsla barnaníðsefnis og umfang slíkra mála sem koma til kasta lögreglu, ákæruvalds og dómstóla. Þessi veruleiki kallar á þær lagabreytingar sem lagðar eru til. Eins jákvæð og tækniþróunin er þá er það hins vegar um leið staðreynd að á henni eru dökkar hliðar. Samhliða framþróun tækninnar hefur orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni á netinu sem og að dreifa því, efni sem sýnir börn og ungmenni á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Slík brot eru umfangsmeiri, skipulagðari og grófari en áður. Þessi þróun er alþjóðleg og Ísland er þar ekki undanskilið. Alþjóðleg samvinna lögreglu er gríðarlega mikilvæg á þessu sviði og hefur leitt til þess að yfirvöld eru að fá inn á borð til sín mál sem stærri að umfangi en áður. Slík er staðan hér núna, lögregla hefur nokkur mjög stór mál til meðferðar. Vitaskuld hefur þetta frumvarp ekki bein áhrif á þau mál, enda refsilöggjöf aldrei afturvirk. En staðan undirstrikar þörfina. Þegar dómar fyrir brot gegn 210. gr. a almennra hegningarlaga eru rýndir má jafnframt sjá að þegar um stórfelld brot hefur verið að ræða hafa sakborningar verið með tugi þúsunda mynda í vörslum sínum. Meginbreytingin sem lögð er til er að refsirammi fyrir stórfelld brot á þessu ákvæði verði hækkaður og fari úr 2 árum og upp í 6 ár. Með því værum við með refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á öðrum Norðurlöndum. Við vinnslu frumvarpsins skoðaði ég sérstaklega hver þróun löggjafar hefur verið á Norðurlöndunum að þessu leyti. Og það er eðlilegt að svo sé, að það sé samræmi þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri, að sýnin sé hin sama. Efri mörk refsirammans mun eftir sem áður aðeins taka til þessara stóru mála, sem í ákvæðinu kallast stórfelld Samskipti á netinu auðvelda aðgengi að barnaníðsefni. Það verður til þess að myndskeið af kynferðisbrotum gegn börnum geta náð gríðarlega mikilli útbreiðslu. Brot gegn viðkomandi barni felst þá annars vegar í því að beita barnið kynferðislegu ofbeldi og hins vegar í því að efni sem sýnir brotið er aðgengilegt öðrum brotamönnum á netinu. Sem fyrr eru það börn í viðkvæmri stöðu sem eru í mestri hættu gagnvart brotum af þessu tagi og börn í ákveðnum löndum og svæðum þar sem iðnaður sem þessi þrífst. Með hærra refsihámarki fyrir stórfelld brot mun ákvæðið skýrlega bera með sér þá afstöðu löggjafans að menn sem skoða barnaníðsefni, hafa það í vörslum sínum eða afla sér eða öðrum, eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt. Framhjá þessu verður einfaldlega ekki litið. Barnaníðsefni verður nefnilega eingöngu til vegna þess að eftirspurn eftir slíku ofbeldi gegn börnum og ungmennum er fyrir hendi. Mikilvægt er sömuleiðis að hafa í huga að við framleiðslu barnaníðsefnis er framið brot gegn því barni eða þeim börnum sem sjá má. Með frumvarpi þessu eru janframt lögð fram í greinargerð ákveðin sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brots og atriði sem litið skal til við ákvörðun refsingar. Þar var farin sú leið að miða við sömu atriði og lögð eru til grundvallar í danskri og sænskri refsilöggjöf. Mér hefur fundist gott að finna stuðninginn við málið á Alþingi. Þingflokkur Viðreisnar stendur saman að þessu máli, en meðflutningsmenn okkar koma úr öllum flokkum á þingi. Fyrir það er ég þakklát og það er von mín að það sé vísbending um að þetta frumvarp geti orðið að lögum á þessu þingi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Mig langar að nefna hér brotin sem við viljum helst ekki vita af. Ekki heyra um og ekki sjá að séu til. Veruleikinn er því miður engu að síður sá að barnaníðsefni er vaxandi brotaflokkur. Af þeim sökum lagði ég fram mitt fyrsta frumvarp fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, um breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot gegn börnum. Tilefni frumvarpsins er aukin útbreiðsla barnaníðsefnis og umfang slíkra mála sem koma til kasta lögreglu, ákæruvalds og dómstóla. Þessi veruleiki kallar á þær lagabreytingar sem lagðar eru til. Eins jákvæð og tækniþróunin er þá er það hins vegar um leið staðreynd að á henni eru dökkar hliðar. Samhliða framþróun tækninnar hefur orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni á netinu sem og að dreifa því, efni sem sýnir börn og ungmenni á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Slík brot eru umfangsmeiri, skipulagðari og grófari en áður. Þessi þróun er alþjóðleg og Ísland er þar ekki undanskilið. Alþjóðleg samvinna lögreglu er gríðarlega mikilvæg á þessu sviði og hefur leitt til þess að yfirvöld eru að fá inn á borð til sín mál sem stærri að umfangi en áður. Slík er staðan hér núna, lögregla hefur nokkur mjög stór mál til meðferðar. Vitaskuld hefur þetta frumvarp ekki bein áhrif á þau mál, enda refsilöggjöf aldrei afturvirk. En staðan undirstrikar þörfina. Þegar dómar fyrir brot gegn 210. gr. a almennra hegningarlaga eru rýndir má jafnframt sjá að þegar um stórfelld brot hefur verið að ræða hafa sakborningar verið með tugi þúsunda mynda í vörslum sínum. Meginbreytingin sem lögð er til er að refsirammi fyrir stórfelld brot á þessu ákvæði verði hækkaður og fari úr 2 árum og upp í 6 ár. Með því værum við með refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á öðrum Norðurlöndum. Við vinnslu frumvarpsins skoðaði ég sérstaklega hver þróun löggjafar hefur verið á Norðurlöndunum að þessu leyti. Og það er eðlilegt að svo sé, að það sé samræmi þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri, að sýnin sé hin sama. Efri mörk refsirammans mun eftir sem áður aðeins taka til þessara stóru mála, sem í ákvæðinu kallast stórfelld Samskipti á netinu auðvelda aðgengi að barnaníðsefni. Það verður til þess að myndskeið af kynferðisbrotum gegn börnum geta náð gríðarlega mikilli útbreiðslu. Brot gegn viðkomandi barni felst þá annars vegar í því að beita barnið kynferðislegu ofbeldi og hins vegar í því að efni sem sýnir brotið er aðgengilegt öðrum brotamönnum á netinu. Sem fyrr eru það börn í viðkvæmri stöðu sem eru í mestri hættu gagnvart brotum af þessu tagi og börn í ákveðnum löndum og svæðum þar sem iðnaður sem þessi þrífst. Með hærra refsihámarki fyrir stórfelld brot mun ákvæðið skýrlega bera með sér þá afstöðu löggjafans að menn sem skoða barnaníðsefni, hafa það í vörslum sínum eða afla sér eða öðrum, eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt. Framhjá þessu verður einfaldlega ekki litið. Barnaníðsefni verður nefnilega eingöngu til vegna þess að eftirspurn eftir slíku ofbeldi gegn börnum og ungmennum er fyrir hendi. Mikilvægt er sömuleiðis að hafa í huga að við framleiðslu barnaníðsefnis er framið brot gegn því barni eða þeim börnum sem sjá má. Með frumvarpi þessu eru janframt lögð fram í greinargerð ákveðin sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brots og atriði sem litið skal til við ákvörðun refsingar. Þar var farin sú leið að miða við sömu atriði og lögð eru til grundvallar í danskri og sænskri refsilöggjöf. Mér hefur fundist gott að finna stuðninginn við málið á Alþingi. Þingflokkur Viðreisnar stendur saman að þessu máli, en meðflutningsmenn okkar koma úr öllum flokkum á þingi. Fyrir það er ég þakklát og það er von mín að það sé vísbending um að þetta frumvarp geti orðið að lögum á þessu þingi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun