Brotin sem enginn vill vita af Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 22:37 Mig langar að nefna hér brotin sem við viljum helst ekki vita af. Ekki heyra um og ekki sjá að séu til. Veruleikinn er því miður engu að síður sá að barnaníðsefni er vaxandi brotaflokkur. Af þeim sökum lagði ég fram mitt fyrsta frumvarp fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, um breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot gegn börnum. Tilefni frumvarpsins er aukin útbreiðsla barnaníðsefnis og umfang slíkra mála sem koma til kasta lögreglu, ákæruvalds og dómstóla. Þessi veruleiki kallar á þær lagabreytingar sem lagðar eru til. Eins jákvæð og tækniþróunin er þá er það hins vegar um leið staðreynd að á henni eru dökkar hliðar. Samhliða framþróun tækninnar hefur orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni á netinu sem og að dreifa því, efni sem sýnir börn og ungmenni á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Slík brot eru umfangsmeiri, skipulagðari og grófari en áður. Þessi þróun er alþjóðleg og Ísland er þar ekki undanskilið. Alþjóðleg samvinna lögreglu er gríðarlega mikilvæg á þessu sviði og hefur leitt til þess að yfirvöld eru að fá inn á borð til sín mál sem stærri að umfangi en áður. Slík er staðan hér núna, lögregla hefur nokkur mjög stór mál til meðferðar. Vitaskuld hefur þetta frumvarp ekki bein áhrif á þau mál, enda refsilöggjöf aldrei afturvirk. En staðan undirstrikar þörfina. Þegar dómar fyrir brot gegn 210. gr. a almennra hegningarlaga eru rýndir má jafnframt sjá að þegar um stórfelld brot hefur verið að ræða hafa sakborningar verið með tugi þúsunda mynda í vörslum sínum. Meginbreytingin sem lögð er til er að refsirammi fyrir stórfelld brot á þessu ákvæði verði hækkaður og fari úr 2 árum og upp í 6 ár. Með því værum við með refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á öðrum Norðurlöndum. Við vinnslu frumvarpsins skoðaði ég sérstaklega hver þróun löggjafar hefur verið á Norðurlöndunum að þessu leyti. Og það er eðlilegt að svo sé, að það sé samræmi þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri, að sýnin sé hin sama. Efri mörk refsirammans mun eftir sem áður aðeins taka til þessara stóru mála, sem í ákvæðinu kallast stórfelld Samskipti á netinu auðvelda aðgengi að barnaníðsefni. Það verður til þess að myndskeið af kynferðisbrotum gegn börnum geta náð gríðarlega mikilli útbreiðslu. Brot gegn viðkomandi barni felst þá annars vegar í því að beita barnið kynferðislegu ofbeldi og hins vegar í því að efni sem sýnir brotið er aðgengilegt öðrum brotamönnum á netinu. Sem fyrr eru það börn í viðkvæmri stöðu sem eru í mestri hættu gagnvart brotum af þessu tagi og börn í ákveðnum löndum og svæðum þar sem iðnaður sem þessi þrífst. Með hærra refsihámarki fyrir stórfelld brot mun ákvæðið skýrlega bera með sér þá afstöðu löggjafans að menn sem skoða barnaníðsefni, hafa það í vörslum sínum eða afla sér eða öðrum, eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt. Framhjá þessu verður einfaldlega ekki litið. Barnaníðsefni verður nefnilega eingöngu til vegna þess að eftirspurn eftir slíku ofbeldi gegn börnum og ungmennum er fyrir hendi. Mikilvægt er sömuleiðis að hafa í huga að við framleiðslu barnaníðsefnis er framið brot gegn því barni eða þeim börnum sem sjá má. Með frumvarpi þessu eru janframt lögð fram í greinargerð ákveðin sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brots og atriði sem litið skal til við ákvörðun refsingar. Þar var farin sú leið að miða við sömu atriði og lögð eru til grundvallar í danskri og sænskri refsilöggjöf. Mér hefur fundist gott að finna stuðninginn við málið á Alþingi. Þingflokkur Viðreisnar stendur saman að þessu máli, en meðflutningsmenn okkar koma úr öllum flokkum á þingi. Fyrir það er ég þakklát og það er von mín að það sé vísbending um að þetta frumvarp geti orðið að lögum á þessu þingi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Mig langar að nefna hér brotin sem við viljum helst ekki vita af. Ekki heyra um og ekki sjá að séu til. Veruleikinn er því miður engu að síður sá að barnaníðsefni er vaxandi brotaflokkur. Af þeim sökum lagði ég fram mitt fyrsta frumvarp fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, um breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot gegn börnum. Tilefni frumvarpsins er aukin útbreiðsla barnaníðsefnis og umfang slíkra mála sem koma til kasta lögreglu, ákæruvalds og dómstóla. Þessi veruleiki kallar á þær lagabreytingar sem lagðar eru til. Eins jákvæð og tækniþróunin er þá er það hins vegar um leið staðreynd að á henni eru dökkar hliðar. Samhliða framþróun tækninnar hefur orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni á netinu sem og að dreifa því, efni sem sýnir börn og ungmenni á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Slík brot eru umfangsmeiri, skipulagðari og grófari en áður. Þessi þróun er alþjóðleg og Ísland er þar ekki undanskilið. Alþjóðleg samvinna lögreglu er gríðarlega mikilvæg á þessu sviði og hefur leitt til þess að yfirvöld eru að fá inn á borð til sín mál sem stærri að umfangi en áður. Slík er staðan hér núna, lögregla hefur nokkur mjög stór mál til meðferðar. Vitaskuld hefur þetta frumvarp ekki bein áhrif á þau mál, enda refsilöggjöf aldrei afturvirk. En staðan undirstrikar þörfina. Þegar dómar fyrir brot gegn 210. gr. a almennra hegningarlaga eru rýndir má jafnframt sjá að þegar um stórfelld brot hefur verið að ræða hafa sakborningar verið með tugi þúsunda mynda í vörslum sínum. Meginbreytingin sem lögð er til er að refsirammi fyrir stórfelld brot á þessu ákvæði verði hækkaður og fari úr 2 árum og upp í 6 ár. Með því værum við með refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á öðrum Norðurlöndum. Við vinnslu frumvarpsins skoðaði ég sérstaklega hver þróun löggjafar hefur verið á Norðurlöndunum að þessu leyti. Og það er eðlilegt að svo sé, að það sé samræmi þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri, að sýnin sé hin sama. Efri mörk refsirammans mun eftir sem áður aðeins taka til þessara stóru mála, sem í ákvæðinu kallast stórfelld Samskipti á netinu auðvelda aðgengi að barnaníðsefni. Það verður til þess að myndskeið af kynferðisbrotum gegn börnum geta náð gríðarlega mikilli útbreiðslu. Brot gegn viðkomandi barni felst þá annars vegar í því að beita barnið kynferðislegu ofbeldi og hins vegar í því að efni sem sýnir brotið er aðgengilegt öðrum brotamönnum á netinu. Sem fyrr eru það börn í viðkvæmri stöðu sem eru í mestri hættu gagnvart brotum af þessu tagi og börn í ákveðnum löndum og svæðum þar sem iðnaður sem þessi þrífst. Með hærra refsihámarki fyrir stórfelld brot mun ákvæðið skýrlega bera með sér þá afstöðu löggjafans að menn sem skoða barnaníðsefni, hafa það í vörslum sínum eða afla sér eða öðrum, eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt. Framhjá þessu verður einfaldlega ekki litið. Barnaníðsefni verður nefnilega eingöngu til vegna þess að eftirspurn eftir slíku ofbeldi gegn börnum og ungmennum er fyrir hendi. Mikilvægt er sömuleiðis að hafa í huga að við framleiðslu barnaníðsefnis er framið brot gegn því barni eða þeim börnum sem sjá má. Með frumvarpi þessu eru janframt lögð fram í greinargerð ákveðin sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brots og atriði sem litið skal til við ákvörðun refsingar. Þar var farin sú leið að miða við sömu atriði og lögð eru til grundvallar í danskri og sænskri refsilöggjöf. Mér hefur fundist gott að finna stuðninginn við málið á Alþingi. Þingflokkur Viðreisnar stendur saman að þessu máli, en meðflutningsmenn okkar koma úr öllum flokkum á þingi. Fyrir það er ég þakklát og það er von mín að það sé vísbending um að þetta frumvarp geti orðið að lögum á þessu þingi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar