Lestur landsmanna eykst milli ára Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2020 07:40 Könnunin sýnir að afkastamestu lesendurnir séu konur og barnafjölskyldur. Getty Landsmenn virðast lesa og hlusta meira á bækur í ár en í fyrra samkvæmt niðurstöðum könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Meðalfjöldi lesinna bóka er nú 2,5 á mánuði samanborið við 2,3 í fyrra. Könnunin sýnir að fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en í fyrri könnunum. Eru áhrif heimsfaraldurs merkjanleg á lestrarvenjur fólks; fólk á öllum aldri les meira núna en fyrir heimsfaraldurinn. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í dag, degi íslenskrar tungu. Í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta segir að könnunin á lestrarvenjum landsmanna hafi verið gerð í samvinnu við helstu aðila á bókmennasviðinu. „Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist frá fyrra ári, sérstaklega notkun hljóðbóka. Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Yfirgnæfandi meirihluti telur opinberan stuðning við bókmenntir mikilvægan og greinilegt er að bókaauglýsingar, umfjöllun í fjölmiðlum og samtal um bækur hefur mikil áhrif á hvað fólk les. Meðalfjöldi lesinna bóka var 2,5 bækur á mánuði í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra. Hlustun á hljóðbækur er meiri nú en í könnun frá fyrra ári. Svarendur með tvö eða fleiri börn á heimili lásu fleiri bækur en þeir sem ekki eru með börn á heimilinu og sami hópur notar mest bókasöfn. Heldur fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en öðrum tungumálum. Um 80% svarenda telur mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. Aldurshópurinn 18 til 35 ára les oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku. Mikill meirihluti þjóðarinnar eða um 76% svarenda telja mikilvægt að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni úr auglýsingum, umfjöllun í fjölmiðlum og frá vinum og ættingjum. Um helmingur landsmanna nýtir sér þjónustu bókasafna. 18% þeirra sem lesa hefðbundnar bækur, lesa meira núna en fyrir Covid-19, sem og 24% fólks á eftirlaunaaldri. Og 36% þeirra sem nota hljóðbækur hlusta meira núna en fyrir Covid-19.“ Konur lesa meira Á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta kemur fram að könnunin sýni að 72 prósent svarenda hafi lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum, samanborið við 66 prósent í fyrra. „Meðalfjöldi lesinna bóka á mánuði var 2,5 bækur í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra og 2 bækur að meðaltali í lestrarkönnun fyrir tveimur árum. Konur lesa fleiri bækur en karlar, eða að jafnaði 3,1 bók og karlar 1,9 bók á mánuði. Lestur karla hefur þó aukist milli ára á meðan lestur kvenna hefur staðið í stað. Um 78% kvenna höfðu lesið eða hlustað á bók/bækur en 65% karla höfðu lesið eða hlustað á bók/bækur síðastliðna 30 daga,“ segir í tilkynningunni. Zenter rannsóknir framkvæmdi könnunina og hún fór fram dagana 6. til 11. nóvember 2020. Úrtakið var 2.200 (einstaklingar 18 ára og eldri) og var svarhlutfallið 51 prósent. Íslenska á tækniöld Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Landsmenn virðast lesa og hlusta meira á bækur í ár en í fyrra samkvæmt niðurstöðum könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Meðalfjöldi lesinna bóka er nú 2,5 á mánuði samanborið við 2,3 í fyrra. Könnunin sýnir að fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en í fyrri könnunum. Eru áhrif heimsfaraldurs merkjanleg á lestrarvenjur fólks; fólk á öllum aldri les meira núna en fyrir heimsfaraldurinn. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í dag, degi íslenskrar tungu. Í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta segir að könnunin á lestrarvenjum landsmanna hafi verið gerð í samvinnu við helstu aðila á bókmennasviðinu. „Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist frá fyrra ári, sérstaklega notkun hljóðbóka. Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Yfirgnæfandi meirihluti telur opinberan stuðning við bókmenntir mikilvægan og greinilegt er að bókaauglýsingar, umfjöllun í fjölmiðlum og samtal um bækur hefur mikil áhrif á hvað fólk les. Meðalfjöldi lesinna bóka var 2,5 bækur á mánuði í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra. Hlustun á hljóðbækur er meiri nú en í könnun frá fyrra ári. Svarendur með tvö eða fleiri börn á heimili lásu fleiri bækur en þeir sem ekki eru með börn á heimilinu og sami hópur notar mest bókasöfn. Heldur fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en öðrum tungumálum. Um 80% svarenda telur mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. Aldurshópurinn 18 til 35 ára les oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku. Mikill meirihluti þjóðarinnar eða um 76% svarenda telja mikilvægt að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni úr auglýsingum, umfjöllun í fjölmiðlum og frá vinum og ættingjum. Um helmingur landsmanna nýtir sér þjónustu bókasafna. 18% þeirra sem lesa hefðbundnar bækur, lesa meira núna en fyrir Covid-19, sem og 24% fólks á eftirlaunaaldri. Og 36% þeirra sem nota hljóðbækur hlusta meira núna en fyrir Covid-19.“ Konur lesa meira Á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta kemur fram að könnunin sýni að 72 prósent svarenda hafi lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum, samanborið við 66 prósent í fyrra. „Meðalfjöldi lesinna bóka á mánuði var 2,5 bækur í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra og 2 bækur að meðaltali í lestrarkönnun fyrir tveimur árum. Konur lesa fleiri bækur en karlar, eða að jafnaði 3,1 bók og karlar 1,9 bók á mánuði. Lestur karla hefur þó aukist milli ára á meðan lestur kvenna hefur staðið í stað. Um 78% kvenna höfðu lesið eða hlustað á bók/bækur en 65% karla höfðu lesið eða hlustað á bók/bækur síðastliðna 30 daga,“ segir í tilkynningunni. Zenter rannsóknir framkvæmdi könnunina og hún fór fram dagana 6. til 11. nóvember 2020. Úrtakið var 2.200 (einstaklingar 18 ára og eldri) og var svarhlutfallið 51 prósent.
Íslenska á tækniöld Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira