Dró sér getraunaseðla fyrir sjö milljónir og vann þrjár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 11:20 Maðurinn nýtti sér aðstöðu sína til að veðja á kappleiki. Vísir/Getty Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 600 getraunaseðla er hann starfaði sem afgreiðslumaður verslunarinnar Kvikk að Laugavegi á síðasta ári. Samtals dró afgreiðslumaðurinn sér getraunaseðla fyrir rétt tæpar sjö milljónir. Af getraunaseðlunum 600 skiluðu 114 af þeim vinningi. Starfsmaðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti en á tæpum tveimur mánuðum nýtti hann sér aðstöðu sína sem afgreiðslumaður sem hafði umsjón með lottóvél til þess að komast yfir getraunaseðla án þess að greiða söluverð þeirra. Sem fyrr segir voru getraunaseðlarnir sem maðurinn komst yfir með þessum hætt alls 600 og nam virði þeirra 6,9 milljónum króna. Skilaði 2,9 milljónum í vinnninga Alls skiluðu seðlarnir 600 vinningum upp á 2,9 milljónir króna en af þeim leysti starfsmaðurinn út 1,7 milljónir hjá Íslenskri getspá. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að það tók starfsmanninn 53 tilraunir til þess að ná fyrsta vinningnum þegar seðill upp á tíu þúsund krónur skilaði 70 þúsundum krónum. Afkastamesti dagurinn var 11. maí á síðasta ári þegar starfsmaðurinn dró sér alls 124 seðla að verðmæti 1,4 milljóna sem skiluðu 1,1 milljón í vinninga. Sé allt talið saman var sigurhlutfallið nítján prósent en í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi nýtt þær vinningsfjárhæðir sem hann tók út í eigin þágu, meðal annars með millifærslu á eigin reikning í Landsbankanum sem og til kaupa á fartölvu. Sátt náðist um greiðslu skaðabóta Starfsmaðurinn játaði brot sín skýlaust en við rannsókn málsins lagði lögregla hald á tölvuna sem og rétt rúmlega milljón krónur. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til játningar mannsins sem og þess að hann hafi samþykkt að greiða Basko, eiganda Kvikk, skaðabætur, vegna málsins. Segir í dómi héraðsdóms að sátt hafi náðst um að maðurinn myndi greiða skaðabætur að fjárhæð 1,05 milljónir króna. Var starfsmaðurinn dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem að milljónin sem hald var lagt á við rannsókn málsins, auk fartölvunnar, voru nýtt til greiðslu skaðabótakröfu Basko. Dómsmál Fjárhættuspil Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 600 getraunaseðla er hann starfaði sem afgreiðslumaður verslunarinnar Kvikk að Laugavegi á síðasta ári. Samtals dró afgreiðslumaðurinn sér getraunaseðla fyrir rétt tæpar sjö milljónir. Af getraunaseðlunum 600 skiluðu 114 af þeim vinningi. Starfsmaðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti en á tæpum tveimur mánuðum nýtti hann sér aðstöðu sína sem afgreiðslumaður sem hafði umsjón með lottóvél til þess að komast yfir getraunaseðla án þess að greiða söluverð þeirra. Sem fyrr segir voru getraunaseðlarnir sem maðurinn komst yfir með þessum hætt alls 600 og nam virði þeirra 6,9 milljónum króna. Skilaði 2,9 milljónum í vinnninga Alls skiluðu seðlarnir 600 vinningum upp á 2,9 milljónir króna en af þeim leysti starfsmaðurinn út 1,7 milljónir hjá Íslenskri getspá. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að það tók starfsmanninn 53 tilraunir til þess að ná fyrsta vinningnum þegar seðill upp á tíu þúsund krónur skilaði 70 þúsundum krónum. Afkastamesti dagurinn var 11. maí á síðasta ári þegar starfsmaðurinn dró sér alls 124 seðla að verðmæti 1,4 milljóna sem skiluðu 1,1 milljón í vinninga. Sé allt talið saman var sigurhlutfallið nítján prósent en í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi nýtt þær vinningsfjárhæðir sem hann tók út í eigin þágu, meðal annars með millifærslu á eigin reikning í Landsbankanum sem og til kaupa á fartölvu. Sátt náðist um greiðslu skaðabóta Starfsmaðurinn játaði brot sín skýlaust en við rannsókn málsins lagði lögregla hald á tölvuna sem og rétt rúmlega milljón krónur. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til játningar mannsins sem og þess að hann hafi samþykkt að greiða Basko, eiganda Kvikk, skaðabætur, vegna málsins. Segir í dómi héraðsdóms að sátt hafi náðst um að maðurinn myndi greiða skaðabætur að fjárhæð 1,05 milljónir króna. Var starfsmaðurinn dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem að milljónin sem hald var lagt á við rannsókn málsins, auk fartölvunnar, voru nýtt til greiðslu skaðabótakröfu Basko.
Dómsmál Fjárhættuspil Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira