Gerður Kristný hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 16:20 Gerður Kristný. vísir/egill Gerður Kristný rithöfundur hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2020, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu, sem er í dag. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlýtur sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristnýju verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag þar sem haldin var hátíðarathöfn í tilefni dags íslenskrar tungu, sem haldinn er ár hvert þann 16. nóvember á fæðingardegi skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristýju verðlaunin.vísir/egill Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Í rökstuðningi dómnefndar segir að horft hafi verið til fjölhæfni Gerðar Kristnýjar við veitingu verðlaunnanna. „Ég safnaði / mér saman // Rétti af brúnir / raðaði tönnum / reyrði inn lifur / og lungu // hnoðaði hjartað / í gang“, með þessum hætti yrkir skáldið Gerður Kristný sem í dag hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Línurnar eru sóttar í ljóðabálkinn Blóðhófni en í honum endurtúlkar Gerður Kristný hin fornu Skírnismál með því að segja sögu jötnarmeyjarinnar Gerðar frá hennar eigin sjónarhorni – það sem gjarna hafði verið túlkað sem ástarsaga hennar og Freys verður að sögu um ofbeldi. Með Blóðhófni bætti Gerður við nýrri rödd í fjölraddakór Eddukvæða, gaf fortíðinni mál, en það sama gerði hún sem blaðamaður og rithöfundur þegar hún gaf þolendum kynferðisofbeldis í samtímanum færi á að segja sögur sínar bæði á síðum Mannlífs sem Gerður Kristný ritstýrði og bókinni Myndinni af pabba – Sögu Thelmu. „Bærinn / reistur úr / raunum // Þakið úr þögn // Innviðir /klæddir úr illsku“, ef þessar línur úr Blóðhófni lýsa því sem kalla mætti launkofa þá má segja að Gerður Kristný hafi rofið þekju hans með verkum sínum. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi fær sérstaka viðurkenningu Þá fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að félagið hafi starfað í um þrjá áratugi og vakið verðskuldaða athygli á skáldum og skáldskap landsfjórðungsins með vönduðu útgáfustarfi. Í því sambandi má nefna sýnisbókina Raddir að austan (1999) sem hefur að geyma ljóð eftir 122 þálifandi skáld og ritröðina Austfirsk ljóðskáld sem hóf göngu sína í upphafi nýrrar aldar en í henni hefur komið út amk ein ljóðabók á ári síðan. Nú fyrir skömmu gaf félagið út Hugurinn einatt hleypur minn þar sem er birtur og rakinn kveðskapur og æviferill Guðnýjar Árnadóttur, Skáld-Guðnýjar, 1813–1897, en hún var fátæk húskona og ljósmóðir á Fljótsdalshéraði og í Lóni um sína daga. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur með félagsstarfi sínu hlúð að grasrótinni í íslenskum skáldskap, aukið við flóru íslenskra góðskálda og haldið í heiðri minningu eldri skálda sem nú eru gengin. Félag ljóðaunnenda hefur sýnt að á Austurlandi er ekki aðeins, eyjaval, eins og Jónas Hallgrímsson orti heldur líka skáldaval. Af þeim sökum fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Lista yfir fyrri verðlaunahafa má nálgast hér. Menning Íslenska á tækniöld Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gerður Kristný rithöfundur hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2020, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu, sem er í dag. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlýtur sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristnýju verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag þar sem haldin var hátíðarathöfn í tilefni dags íslenskrar tungu, sem haldinn er ár hvert þann 16. nóvember á fæðingardegi skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristýju verðlaunin.vísir/egill Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Í rökstuðningi dómnefndar segir að horft hafi verið til fjölhæfni Gerðar Kristnýjar við veitingu verðlaunnanna. „Ég safnaði / mér saman // Rétti af brúnir / raðaði tönnum / reyrði inn lifur / og lungu // hnoðaði hjartað / í gang“, með þessum hætti yrkir skáldið Gerður Kristný sem í dag hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Línurnar eru sóttar í ljóðabálkinn Blóðhófni en í honum endurtúlkar Gerður Kristný hin fornu Skírnismál með því að segja sögu jötnarmeyjarinnar Gerðar frá hennar eigin sjónarhorni – það sem gjarna hafði verið túlkað sem ástarsaga hennar og Freys verður að sögu um ofbeldi. Með Blóðhófni bætti Gerður við nýrri rödd í fjölraddakór Eddukvæða, gaf fortíðinni mál, en það sama gerði hún sem blaðamaður og rithöfundur þegar hún gaf þolendum kynferðisofbeldis í samtímanum færi á að segja sögur sínar bæði á síðum Mannlífs sem Gerður Kristný ritstýrði og bókinni Myndinni af pabba – Sögu Thelmu. „Bærinn / reistur úr / raunum // Þakið úr þögn // Innviðir /klæddir úr illsku“, ef þessar línur úr Blóðhófni lýsa því sem kalla mætti launkofa þá má segja að Gerður Kristný hafi rofið þekju hans með verkum sínum. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi fær sérstaka viðurkenningu Þá fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að félagið hafi starfað í um þrjá áratugi og vakið verðskuldaða athygli á skáldum og skáldskap landsfjórðungsins með vönduðu útgáfustarfi. Í því sambandi má nefna sýnisbókina Raddir að austan (1999) sem hefur að geyma ljóð eftir 122 þálifandi skáld og ritröðina Austfirsk ljóðskáld sem hóf göngu sína í upphafi nýrrar aldar en í henni hefur komið út amk ein ljóðabók á ári síðan. Nú fyrir skömmu gaf félagið út Hugurinn einatt hleypur minn þar sem er birtur og rakinn kveðskapur og æviferill Guðnýjar Árnadóttur, Skáld-Guðnýjar, 1813–1897, en hún var fátæk húskona og ljósmóðir á Fljótsdalshéraði og í Lóni um sína daga. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur með félagsstarfi sínu hlúð að grasrótinni í íslenskum skáldskap, aukið við flóru íslenskra góðskálda og haldið í heiðri minningu eldri skálda sem nú eru gengin. Félag ljóðaunnenda hefur sýnt að á Austurlandi er ekki aðeins, eyjaval, eins og Jónas Hallgrímsson orti heldur líka skáldaval. Af þeim sökum fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Lista yfir fyrri verðlaunahafa má nálgast hér.
„Ég safnaði / mér saman // Rétti af brúnir / raðaði tönnum / reyrði inn lifur / og lungu // hnoðaði hjartað / í gang“, með þessum hætti yrkir skáldið Gerður Kristný sem í dag hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Línurnar eru sóttar í ljóðabálkinn Blóðhófni en í honum endurtúlkar Gerður Kristný hin fornu Skírnismál með því að segja sögu jötnarmeyjarinnar Gerðar frá hennar eigin sjónarhorni – það sem gjarna hafði verið túlkað sem ástarsaga hennar og Freys verður að sögu um ofbeldi. Með Blóðhófni bætti Gerður við nýrri rödd í fjölraddakór Eddukvæða, gaf fortíðinni mál, en það sama gerði hún sem blaðamaður og rithöfundur þegar hún gaf þolendum kynferðisofbeldis í samtímanum færi á að segja sögur sínar bæði á síðum Mannlífs sem Gerður Kristný ritstýrði og bókinni Myndinni af pabba – Sögu Thelmu. „Bærinn / reistur úr / raunum // Þakið úr þögn // Innviðir /klæddir úr illsku“, ef þessar línur úr Blóðhófni lýsa því sem kalla mætti launkofa þá má segja að Gerður Kristný hafi rofið þekju hans með verkum sínum.
Í því sambandi má nefna sýnisbókina Raddir að austan (1999) sem hefur að geyma ljóð eftir 122 þálifandi skáld og ritröðina Austfirsk ljóðskáld sem hóf göngu sína í upphafi nýrrar aldar en í henni hefur komið út amk ein ljóðabók á ári síðan. Nú fyrir skömmu gaf félagið út Hugurinn einatt hleypur minn þar sem er birtur og rakinn kveðskapur og æviferill Guðnýjar Árnadóttur, Skáld-Guðnýjar, 1813–1897, en hún var fátæk húskona og ljósmóðir á Fljótsdalshéraði og í Lóni um sína daga. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur með félagsstarfi sínu hlúð að grasrótinni í íslenskum skáldskap, aukið við flóru íslenskra góðskálda og haldið í heiðri minningu eldri skálda sem nú eru gengin. Félag ljóðaunnenda hefur sýnt að á Austurlandi er ekki aðeins, eyjaval, eins og Jónas Hallgrímsson orti heldur líka skáldaval. Af þeim sökum fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.
Menning Íslenska á tækniöld Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira