Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 16:41 Gareth Southgate tekur í spaðann á Guðlaugi Victori Pálssyni eftir landsleik Íslands og Englands á Laugardalsvelli í september, sem England vann 1-0. Getty/Hafliði Breiðfjörð Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. Enski landsliðsþjálfarinn ræddi við fjölmiðlamenn á Wembley í dag í gegnum fjarfundabúnað, fyrir leikinn við Íslands sem þar fer fram annað kvöld. Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni en var nálægt því að ná í stig gegn Danmörku og Belgíu í síðustu leikjum, þegar liðið notaði 3-5-2 leikkerfi. Ísland hefur verið þekkt fyrir sitt 4-4-2 leikkerfi sem liðið notaði í úrslitaleiknum við Ungverjaland síðasta fimmtudag. „Mér fannst mjög áhugavert að sjá nýja uppstillingu Íslands í síðustu tveimur Þjóðadeildarleikjum, nýjan leikstíl og nýja leikmenn. Þetta var mjög ólíkt því sem við höfum séð áður. Fimm í vörn, og spilað úr vörninni. Þetta er áskorun fyrir okkur á morgun,“ sagði Southgate í dag. Hann kvaðst ekki reikna með „lúnu“ íslensku liði þó að það hefði spilað tvo erfiða mótsleiki á síðustu dögum, en England einn mótsleik og einn vináttulandsleik. Gareth Southgate og Steve Holland aðstoðarmaður hans.Getty/John Berry „Ég held að allir séu klárir í slaginn. Það voru talsvert miklar breytingar á [íslenska] liðinu á milli síðustu tveggja leikja. Það eru líka góðir, ungir leikmenn að koma inn, svo ég er viss um að þeir verða tilbúnir í leikinn,“ sagði Southgate, og vísaði til þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á íslenska liðinu. Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og Viðar Örn Kjartansson eru farnir heim og Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann á morgun. Þeirra í stað komu inn menn úr U21-landsliðinu, sem er svo nálægt því að komast í lokakeppni EM en þarf að treysta á önnur úrslit í dag og á morgun. Alfons Sampsted, Jón Dagur Þorsteinsson, Andri Fannar Baldursson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson eru mættir til Englands. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50 Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira
Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. Enski landsliðsþjálfarinn ræddi við fjölmiðlamenn á Wembley í dag í gegnum fjarfundabúnað, fyrir leikinn við Íslands sem þar fer fram annað kvöld. Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni en var nálægt því að ná í stig gegn Danmörku og Belgíu í síðustu leikjum, þegar liðið notaði 3-5-2 leikkerfi. Ísland hefur verið þekkt fyrir sitt 4-4-2 leikkerfi sem liðið notaði í úrslitaleiknum við Ungverjaland síðasta fimmtudag. „Mér fannst mjög áhugavert að sjá nýja uppstillingu Íslands í síðustu tveimur Þjóðadeildarleikjum, nýjan leikstíl og nýja leikmenn. Þetta var mjög ólíkt því sem við höfum séð áður. Fimm í vörn, og spilað úr vörninni. Þetta er áskorun fyrir okkur á morgun,“ sagði Southgate í dag. Hann kvaðst ekki reikna með „lúnu“ íslensku liði þó að það hefði spilað tvo erfiða mótsleiki á síðustu dögum, en England einn mótsleik og einn vináttulandsleik. Gareth Southgate og Steve Holland aðstoðarmaður hans.Getty/John Berry „Ég held að allir séu klárir í slaginn. Það voru talsvert miklar breytingar á [íslenska] liðinu á milli síðustu tveggja leikja. Það eru líka góðir, ungir leikmenn að koma inn, svo ég er viss um að þeir verða tilbúnir í leikinn,“ sagði Southgate, og vísaði til þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á íslenska liðinu. Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og Viðar Örn Kjartansson eru farnir heim og Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann á morgun. Þeirra í stað komu inn menn úr U21-landsliðinu, sem er svo nálægt því að komast í lokakeppni EM en þarf að treysta á önnur úrslit í dag og á morgun. Alfons Sampsted, Jón Dagur Þorsteinsson, Andri Fannar Baldursson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson eru mættir til Englands. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50 Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira
Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38
Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30
Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00
Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58
Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50
Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01