Formaður HSÍ segir að Íslandi verði með á HM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 08:16 Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins en hér er hann á síðasta HM í handbolta árið 2019. Getty/ TF-Images Fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins vill ekki að HM í handbolta fari fram í janúar vegna kórónufaraldursins en formaður HSÍ segir að íslenska landsliðið muni taka þátt. Aron Pálmarsson sagði frá þeirri skoðun sinni í viðtali við þýska miðilinn NDR að vann vilji að HM í handbolta í Egyptalandi í janúar 2021 verði aflýst. Það eru ekki miklar líkur á því að honum verði að ósk sinni. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði það í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 að það ekki megi lesa það úr orðum landsliðsfyrirliðans að hann vilji ekki spila. Handknattleiksamband Íslands er líka í góðum samskiptum við mótshaldara. „Við erum reglulega á fundum með alþjóða handknattleikssambandinu og mótshöldurum og við erum búin að fara yfir það hvernig staðið verður að mótinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2. Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það. https://t.co/uCQu1LXg7I— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 17, 2020 Leikmenn liðanna 32 á mótinu munu fara inn í búbblu eins og tíðkast hefur hjá öðrum íþróttum. Þeir þurfa því að vera inn á hóteli alla daga og mega bara fara þaðan og í íþróttasalinn. Engin snerting verður leyfð við þá sem eru ekki að taka þátt í heimsmeistaramótinu. HM fer að þessu sinni fram á heimavelli forseta Alþjóðahandboltasambandsins sem er Egyptinn Hassan Moustafa. Það eru því ekki miklar líkur á því að heimsmeistaramótinu verði aflýst þrátt fyrir mikið flækjustig og skæðan heimsfaraldur. Það þarf líka ekkert að koma mörgum á óvart að það eru peningarnir sem ráða för en auðvitað snýst þetta líka um útbreiðslu handboltaíþróttarinnar. „Tekjur alþjóða handknattleikssambandsins snúast um þessa heimsmeistarakeppni og halda sjónvarpsréttum í gangi og viðhalda íþróttinni og athygli á henni og þess vegna reyna menn í lengstu lög að halda þessi mót,“ sagði Guðmundur. „Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það,“ sagði Guðmundur í spjallinu sem hlusta á má allt hér. HM 2021 í handbolta Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins vill ekki að HM í handbolta fari fram í janúar vegna kórónufaraldursins en formaður HSÍ segir að íslenska landsliðið muni taka þátt. Aron Pálmarsson sagði frá þeirri skoðun sinni í viðtali við þýska miðilinn NDR að vann vilji að HM í handbolta í Egyptalandi í janúar 2021 verði aflýst. Það eru ekki miklar líkur á því að honum verði að ósk sinni. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði það í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 að það ekki megi lesa það úr orðum landsliðsfyrirliðans að hann vilji ekki spila. Handknattleiksamband Íslands er líka í góðum samskiptum við mótshaldara. „Við erum reglulega á fundum með alþjóða handknattleikssambandinu og mótshöldurum og við erum búin að fara yfir það hvernig staðið verður að mótinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2. Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það. https://t.co/uCQu1LXg7I— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 17, 2020 Leikmenn liðanna 32 á mótinu munu fara inn í búbblu eins og tíðkast hefur hjá öðrum íþróttum. Þeir þurfa því að vera inn á hóteli alla daga og mega bara fara þaðan og í íþróttasalinn. Engin snerting verður leyfð við þá sem eru ekki að taka þátt í heimsmeistaramótinu. HM fer að þessu sinni fram á heimavelli forseta Alþjóðahandboltasambandsins sem er Egyptinn Hassan Moustafa. Það eru því ekki miklar líkur á því að heimsmeistaramótinu verði aflýst þrátt fyrir mikið flækjustig og skæðan heimsfaraldur. Það þarf líka ekkert að koma mörgum á óvart að það eru peningarnir sem ráða för en auðvitað snýst þetta líka um útbreiðslu handboltaíþróttarinnar. „Tekjur alþjóða handknattleikssambandsins snúast um þessa heimsmeistarakeppni og halda sjónvarpsréttum í gangi og viðhalda íþróttinni og athygli á henni og þess vegna reyna menn í lengstu lög að halda þessi mót,“ sagði Guðmundur. „Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það,“ sagði Guðmundur í spjallinu sem hlusta á má allt hér.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira