Heiðar Helgu sá eini sem hefur skorað hjá enska landsliðinu á enskri grundu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 14:01 Eiður Smári Guðjohnsen og Pétur Marteinsson fagna Heiðari Helguson á Manchetser mótinu 2004 þar sem Heiðar skoraði öll þrjú mörk íslenska landsliðsins þar af eitt þeirra á móti Englandi. Getty/Barrington Coombs Íslenska karlalandsliðið sækir Englendinga heim í kvöld en íslensku strákarnir enda Þjóðadeildina og landsliðsárið með leik á sjálfum Wembley. Íslenska landsliðið hefur aðeins einu sinni mætt aðalliði Englendinga á enskri grundu og það var á City of Manchester leikvanginum í Manchester í júní 1994. Heiðar Helguson skoraði eina mark íslenska liðsins í leiknum en verður vonandi ekki áfram einn í klúbbnum eftir leik Englands og Íslands á Wembley í kvöld. Englendingar voru þarna nokkrum dögum frá því að spila á EM í Portúgal en fyrstu leikurinn á EM var á móti Frakklandi aðeins átta dögum síðar. Enska landsliðið vann leikinn 6-1 þar sem bæði Wayne Rooney og Darius Vassell skoruðu tvö mörk. Fyrsta markið skoraði hins vegar Frank Lampard á 20. mínútu og átján mínútum síðar var Rooney búinn að bæta við tveimur mörkum. Heiðar Helguson minnkaði muninn á 42. mínútu með skalla úr markteig eftir hornspyrnu. Allir þrír íslensku miðverðirnir lögðu upp markið. Hermann skallaði horn Þórðar Guðjónssonar aftur fyrir markið, Pétur Marteinsson reyndi hjólhestaspyrnu en hún fór af Ívari Ingimarssyni og til Heiðars sem skallaði boltann í markið af stuttu færi. Íslensku strákarnir fengu slæma umfjöllun í ensku blöðunum fyrir leikinn sem voru hrædd um að hinir grófu leikmenn íslenska liðsins myndu slasa ensku stórstjörnurnar rétt fyrir stórmót. Íslensku strákarnir pössuðu sig því allt of mikið á því að meiða ekki ensku landsliðsmennina, lítið var um hörð návígi og ekkert gult spjald fór á loft. „Þetta gekk ekki alveg upp hjá okkur en mér fannst við byrja leikinn mjög vel, við vorum öruggir með boltann og náðum ágætu spili okkar á milli. Þeir skora síðan þrjú mörk að ég held í þremur fyrstu færum sínum í fyrri hálfleik. Og það var erfitt hjá okkur eftir það,“ sagði Heiðar Helguson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Spurður um hvort meiri baráttu og „víkingaanda“ hefði vantað í íslenska liðið gegn Englendingum sagði Heiðar að það hefði vissulega getað skipt máli. „Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef við hefðum leikið eins og við erum vanir. En það er óhætt að segja að við höfum fengið skell hér í Manchester. Ef við töpum 6-1, þá er það skellur, sama við hverja við erum að leika og í hvaða móti sem er. Við verðum bara að bæta okkur og sjá til þess að slíkir hlutir endurtaki sig ekki, það má ekki,“ sagði Heiðar í sama viðtali. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum á Youtube síðu enska knattspyrnusambandsins. Mark Heiðars Helgusonar kemur eftir tvær mínútur. watch on YouTube Leikur Íslands og Englands á Wembley í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19.00 og leikurinn verður síðan gerður upp eftir að honum lýkur með viðtölum við íslensku landsliðsmennina og Erik Hamrén eftir sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið sækir Englendinga heim í kvöld en íslensku strákarnir enda Þjóðadeildina og landsliðsárið með leik á sjálfum Wembley. Íslenska landsliðið hefur aðeins einu sinni mætt aðalliði Englendinga á enskri grundu og það var á City of Manchester leikvanginum í Manchester í júní 1994. Heiðar Helguson skoraði eina mark íslenska liðsins í leiknum en verður vonandi ekki áfram einn í klúbbnum eftir leik Englands og Íslands á Wembley í kvöld. Englendingar voru þarna nokkrum dögum frá því að spila á EM í Portúgal en fyrstu leikurinn á EM var á móti Frakklandi aðeins átta dögum síðar. Enska landsliðið vann leikinn 6-1 þar sem bæði Wayne Rooney og Darius Vassell skoruðu tvö mörk. Fyrsta markið skoraði hins vegar Frank Lampard á 20. mínútu og átján mínútum síðar var Rooney búinn að bæta við tveimur mörkum. Heiðar Helguson minnkaði muninn á 42. mínútu með skalla úr markteig eftir hornspyrnu. Allir þrír íslensku miðverðirnir lögðu upp markið. Hermann skallaði horn Þórðar Guðjónssonar aftur fyrir markið, Pétur Marteinsson reyndi hjólhestaspyrnu en hún fór af Ívari Ingimarssyni og til Heiðars sem skallaði boltann í markið af stuttu færi. Íslensku strákarnir fengu slæma umfjöllun í ensku blöðunum fyrir leikinn sem voru hrædd um að hinir grófu leikmenn íslenska liðsins myndu slasa ensku stórstjörnurnar rétt fyrir stórmót. Íslensku strákarnir pössuðu sig því allt of mikið á því að meiða ekki ensku landsliðsmennina, lítið var um hörð návígi og ekkert gult spjald fór á loft. „Þetta gekk ekki alveg upp hjá okkur en mér fannst við byrja leikinn mjög vel, við vorum öruggir með boltann og náðum ágætu spili okkar á milli. Þeir skora síðan þrjú mörk að ég held í þremur fyrstu færum sínum í fyrri hálfleik. Og það var erfitt hjá okkur eftir það,“ sagði Heiðar Helguson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Spurður um hvort meiri baráttu og „víkingaanda“ hefði vantað í íslenska liðið gegn Englendingum sagði Heiðar að það hefði vissulega getað skipt máli. „Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef við hefðum leikið eins og við erum vanir. En það er óhætt að segja að við höfum fengið skell hér í Manchester. Ef við töpum 6-1, þá er það skellur, sama við hverja við erum að leika og í hvaða móti sem er. Við verðum bara að bæta okkur og sjá til þess að slíkir hlutir endurtaki sig ekki, það má ekki,“ sagði Heiðar í sama viðtali. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum á Youtube síðu enska knattspyrnusambandsins. Mark Heiðars Helgusonar kemur eftir tvær mínútur. watch on YouTube Leikur Íslands og Englands á Wembley í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19.00 og leikurinn verður síðan gerður upp eftir að honum lýkur með viðtölum við íslensku landsliðsmennina og Erik Hamrén eftir sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari Íslands.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira