„Ef að þetta verður þeirra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda á“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. nóvember 2020 18:44 Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfair Erik Hamréns hjá íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm „Það er magnað að labba hérna inn. Fullt af fólki utan vallar en fáir í stúkunni. Stórkostlegur leikvangur og upplifun að vera hérna. Stemningin er góð og það er búið að vera mikið um tilfinningar frá því á fimmtudaginn. Þessi er lika tilfinningarmikill og taktísk erum við klárir. Þetta verður orusta í 90 mínútur á fótboltavelli,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Íslands, fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Þetta er síðasti leikur Eriks Hamrén og Freys með liðið og þeir enda hann á Wembley. „Það eru blendnar tilfinningar. Ótrúlega ánægður með minn tíma hjá kSÍ. Þetta hefur verið stórkostlegt ferðalag. Forréttindi að vinna með öllu góða fólkinu og leikmönnunum. Ég er ekki byrjaður að horfa í spegilinn en eins og Kári sagði í gær: Ef þetta er síðasti leikurinn þá gæti vettvangurinn varla verið glæsilegri.“ Hann reiknar með því að Englendingarnir verði meira með boltann í kvöld og að lekikurinn verði svipaður og sá á íslandi. „Ég reikna með því að þetta spilist ekkert ólíkt því sem gerðist í Reykjavík. Andstæðingurinn er meira með boltann en á erfitt með að finna glufur á okkur. Við viljum vera hugrakkir og pressa og mér fannst við gera það mjög vel í síðari hálfleik gegn Dönunum. Ég vona að við náum að framkvæma það vel. Síðan snýst þetta um að passa boltann. Þeir eru með það mikil gæði að þeir refsa um hver mistök. Þetta snýst um að hitta á góðan dag og skapa sér sín eigin augnablik.“ Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í markinu og Freyr segir að það hafi verið ákveðið eftir Danaleikinn. „Kallinn var búinn að ákveða það eftir leikinn á móti Ungverjunum að Alex fengi Danaleikinn og að Ögmundur fengi þennan leik. Hannes kemur inn á í hálfleik, sama hvernig Ögmundur spilar. Erik vildi gefa þeim öllum séns í þessu verkefni.“ Aðspurður frekar út í afhverju Hannes kæmi inn á í hálfleik svaraði Freyr: „Nú ertu að reyna fiska út úr mér að þetta sé kveðjuleikurinn hans,“ sagði Freyr og glotti við tönn. „Nei, þeir eru ekki að gefa neitt út en maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef að þetta verður þeirrra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda. Svo er annað í því að ef Hannes spilar í dag þá jafnar hann markvarðamet Íslands í lekjafjölda. Hann setti það markmið fyrir nokkru síðan og það er partur af því líka.“ Margir ungir spennandi leikmenn eru á bekknum en þjálfarateymið er ekki búið að ákveða einhverjar fyrirfram ákveðnar skiptingar. „Við erum með unga stráka á bekknum og svo Kolla og Hólmar til að halda í höndina á þeim. Ég vil óska þeim til hamingju með að vera kominn á EM. Fyrirfram ákveðnar skiptingar, nei, það er ekki fyrirfram ákveðið en það fer eftir hvernig leikurinn spilast. Það er enginn vafi á að þeim er treyst fyrir hlutverki í kvöld og svo sjáum við hvað kemur upp.“ Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18 Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
„Það er magnað að labba hérna inn. Fullt af fólki utan vallar en fáir í stúkunni. Stórkostlegur leikvangur og upplifun að vera hérna. Stemningin er góð og það er búið að vera mikið um tilfinningar frá því á fimmtudaginn. Þessi er lika tilfinningarmikill og taktísk erum við klárir. Þetta verður orusta í 90 mínútur á fótboltavelli,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Íslands, fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Þetta er síðasti leikur Eriks Hamrén og Freys með liðið og þeir enda hann á Wembley. „Það eru blendnar tilfinningar. Ótrúlega ánægður með minn tíma hjá kSÍ. Þetta hefur verið stórkostlegt ferðalag. Forréttindi að vinna með öllu góða fólkinu og leikmönnunum. Ég er ekki byrjaður að horfa í spegilinn en eins og Kári sagði í gær: Ef þetta er síðasti leikurinn þá gæti vettvangurinn varla verið glæsilegri.“ Hann reiknar með því að Englendingarnir verði meira með boltann í kvöld og að lekikurinn verði svipaður og sá á íslandi. „Ég reikna með því að þetta spilist ekkert ólíkt því sem gerðist í Reykjavík. Andstæðingurinn er meira með boltann en á erfitt með að finna glufur á okkur. Við viljum vera hugrakkir og pressa og mér fannst við gera það mjög vel í síðari hálfleik gegn Dönunum. Ég vona að við náum að framkvæma það vel. Síðan snýst þetta um að passa boltann. Þeir eru með það mikil gæði að þeir refsa um hver mistök. Þetta snýst um að hitta á góðan dag og skapa sér sín eigin augnablik.“ Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í markinu og Freyr segir að það hafi verið ákveðið eftir Danaleikinn. „Kallinn var búinn að ákveða það eftir leikinn á móti Ungverjunum að Alex fengi Danaleikinn og að Ögmundur fengi þennan leik. Hannes kemur inn á í hálfleik, sama hvernig Ögmundur spilar. Erik vildi gefa þeim öllum séns í þessu verkefni.“ Aðspurður frekar út í afhverju Hannes kæmi inn á í hálfleik svaraði Freyr: „Nú ertu að reyna fiska út úr mér að þetta sé kveðjuleikurinn hans,“ sagði Freyr og glotti við tönn. „Nei, þeir eru ekki að gefa neitt út en maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef að þetta verður þeirrra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda. Svo er annað í því að ef Hannes spilar í dag þá jafnar hann markvarðamet Íslands í lekjafjölda. Hann setti það markmið fyrir nokkru síðan og það er partur af því líka.“ Margir ungir spennandi leikmenn eru á bekknum en þjálfarateymið er ekki búið að ákveða einhverjar fyrirfram ákveðnar skiptingar. „Við erum með unga stráka á bekknum og svo Kolla og Hólmar til að halda í höndina á þeim. Ég vil óska þeim til hamingju með að vera kominn á EM. Fyrirfram ákveðnar skiptingar, nei, það er ekki fyrirfram ákveðið en það fer eftir hvernig leikurinn spilast. Það er enginn vafi á að þeim er treyst fyrir hlutverki í kvöld og svo sjáum við hvað kemur upp.“
Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18 Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18
Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15