Áunnið ónæmi gæti varað ár eða áratugi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 19:29 Maður fær blóðvökva úr einstakling sem hefur jafnað sig af Covid-19. epa/Cati Cladera Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. Niðurstöðurnar hafa ekki verið ritrýndar en samkvæmt New York Times er um að ræða yfigripsmestu rannsókn á mótefnasvari líkamans við nýju kórónaveirunni sem gerð hefur verið. Að sögn Shane Crotty, sem fór fyrir rannsóknarteyminu, benda niðurstöðurnar til þess að þeir sem hafa áður veikst af Covid-19 séu ónæmir fyrir alvarlegum veikindum í mörg ár eftir fyrstu greiningu. Þá eru þær í takti við aðra nýlega uppgötvun; að þeir sem smituðust og veiktust af SARS, sem önnur kórónaveira veldur, búi enn yfir mikilvægum ónæmisfrumum 17 árum eftir smit. Endursýkingar sárafáar, enn sem komið er Vísindamenn hafa haft áhyggjur af því hversu lengi áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 mun vara. Niðurstöður eldri rannsóknar við Columbia University bentu til þess að það entist stutt og að einstaklingar gætu smitast og veikst innan árs frá upphaflegu smiti. Allur er varinn góður.epa/Alex Plavevski „Það sem við þurfum að hafa í huga er hvort endursýkingar verða áhyggjuefni,“ segir Jeffrey Shaman, sem fór fyrir Columbia-rannsókninni. „Og að sjá sönnunargögn þess efnis að mótefnasvarið sé viðvarand og öflugt, að minnsta kosti miðað við þennan tímaramma, er mjög jákvætt.“ Enn sem komið er hafa afar fáir smitast tvisvar af SARS-CoV-2. En það er erfitt að spá fyrir um hversu lengi ónæmið mun raunverulega vara, þar sem vísindamenn vita ekki ennþá hversu sterkt ónæmissvar þarf til að vernda fólk fyrir veirunni. Rannsóknir benda hins vegar til þess að það kunni að þurfa aðeins lítið magn af svokölluðum T og B frumum til að verja þá sem áður hafa smitast. Til þessa hafa þáttakendur í rannsókn Crotty og félaga myndað áðurnefndar frumur í miklu magni. Um var að ræða 185 einstaklinga, karla og konur, á aldrinum 19 til 81 árs. Meirihluti fólksins fékk væg einkenni. Ítarlega frétt um málið er að finna á nytimes.com. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. Niðurstöðurnar hafa ekki verið ritrýndar en samkvæmt New York Times er um að ræða yfigripsmestu rannsókn á mótefnasvari líkamans við nýju kórónaveirunni sem gerð hefur verið. Að sögn Shane Crotty, sem fór fyrir rannsóknarteyminu, benda niðurstöðurnar til þess að þeir sem hafa áður veikst af Covid-19 séu ónæmir fyrir alvarlegum veikindum í mörg ár eftir fyrstu greiningu. Þá eru þær í takti við aðra nýlega uppgötvun; að þeir sem smituðust og veiktust af SARS, sem önnur kórónaveira veldur, búi enn yfir mikilvægum ónæmisfrumum 17 árum eftir smit. Endursýkingar sárafáar, enn sem komið er Vísindamenn hafa haft áhyggjur af því hversu lengi áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 mun vara. Niðurstöður eldri rannsóknar við Columbia University bentu til þess að það entist stutt og að einstaklingar gætu smitast og veikst innan árs frá upphaflegu smiti. Allur er varinn góður.epa/Alex Plavevski „Það sem við þurfum að hafa í huga er hvort endursýkingar verða áhyggjuefni,“ segir Jeffrey Shaman, sem fór fyrir Columbia-rannsókninni. „Og að sjá sönnunargögn þess efnis að mótefnasvarið sé viðvarand og öflugt, að minnsta kosti miðað við þennan tímaramma, er mjög jákvætt.“ Enn sem komið er hafa afar fáir smitast tvisvar af SARS-CoV-2. En það er erfitt að spá fyrir um hversu lengi ónæmið mun raunverulega vara, þar sem vísindamenn vita ekki ennþá hversu sterkt ónæmissvar þarf til að vernda fólk fyrir veirunni. Rannsóknir benda hins vegar til þess að það kunni að þurfa aðeins lítið magn af svokölluðum T og B frumum til að verja þá sem áður hafa smitast. Til þessa hafa þáttakendur í rannsókn Crotty og félaga myndað áðurnefndar frumur í miklu magni. Um var að ræða 185 einstaklinga, karla og konur, á aldrinum 19 til 81 árs. Meirihluti fólksins fékk væg einkenni. Ítarlega frétt um málið er að finna á nytimes.com.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira