Ísak Bergmann á milli Eiðs Smára og Ríkharðs á listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 11:01 Ísak Bergmann Jóhannesson eftir fyrsta landsleik sinn fyrir Ísland sem var á Wembey í gær. Getty/Ian Walton Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gær sjötti yngsti leikmaðurinn sem spilar fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Ísak Bergmann spilaði sinn fyrsta A-landsleik þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu leiks Íslands og Englands á Wembley. Ísak Bergmann er fæddur 23. mars 2003 og var því 17 ára, 7 mánaða og 26 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik. Ísak komst þar með upp í sjötta sæti listans yfir yngstu landsliðsmenn Íslands og er á milli þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Ríkharðs Jónssonar sem báðir hafa átt markamet íslenska landsliðsins. Eiður Smári var sautján dögum yngri þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik en Ríkharður var sextán dögum eldri. Sigurður Jónsson á íslenska metið en hann er sá eini sem hefur spilað A-landsleik fyrir sautján ára afmælið. Sigurður kom inn á sem varamaður á móti Möltu í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í júní 1983 þegar hann var aðeins 16 ára og rúmlega átta mánaða gamall. Það var lengi met yfir yngsta leikmann í undankeppni EM þar til að Norðmaðurinn Martin Ödegaard sló það í oktðober 2014 en hann var þá ekki orðinn sextán ára gamall. Ísak Bergmann Jóhannesson (17 ára og 240 daga) er aftur á móti næstyngsti leikmaðurinn í sögu Þjóðadeildarinnar en það er aðeins Kýpverjinn Loizos Loizou (17 ára og 52 daga) sem hefur verið yngri. Ísak er aftur á móti sá yngsti sem hefur spilað í A-deildinni. Yngstu A-landsliðsmenn karla í knattspyrnu frá upphafi: 1. Sigurður Jónsson, 1983 (16 ára, 8 mánaða og 9 daga) 2. Ásgeir Sigurvinsson, 1972 (17 ára, 1 mánaða og 25 daga) 3. Eyleifur Hafsteinsson, 1964 (17 ára, 1 mánaða og 26 daga) 4. Kári Árnason, 1961 (17 ára, 6 mánaða og 22 daga) 5. Eiður Smári Guðjohnsen, 1996 (17 ára, 7 mánaða og 9 daga) 6. Ísak Bergmann Jóhannesson, 2020 (17 ára, 7 mánaða og 26 daga) 7. Ríkharður Jónsson, 1947 (17 ára, 8 mánaða og 12 daga) 8. Jóhann Berg Guðmundsson, 2008 (17 ára, 9 mánaða og 24 daga) 9. Friðrik Friðriksson, 1964 (17 ára, 9 mánaða og 27 daga) 10. Þórir Jónsson, 1970 (17 ára, 10 mánaða og 8 daga) 11. Arnór Guðjohnsen, 1979 (18 ára og 22 daga) Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gær sjötti yngsti leikmaðurinn sem spilar fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Ísak Bergmann spilaði sinn fyrsta A-landsleik þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu leiks Íslands og Englands á Wembley. Ísak Bergmann er fæddur 23. mars 2003 og var því 17 ára, 7 mánaða og 26 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik. Ísak komst þar með upp í sjötta sæti listans yfir yngstu landsliðsmenn Íslands og er á milli þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Ríkharðs Jónssonar sem báðir hafa átt markamet íslenska landsliðsins. Eiður Smári var sautján dögum yngri þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik en Ríkharður var sextán dögum eldri. Sigurður Jónsson á íslenska metið en hann er sá eini sem hefur spilað A-landsleik fyrir sautján ára afmælið. Sigurður kom inn á sem varamaður á móti Möltu í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í júní 1983 þegar hann var aðeins 16 ára og rúmlega átta mánaða gamall. Það var lengi met yfir yngsta leikmann í undankeppni EM þar til að Norðmaðurinn Martin Ödegaard sló það í oktðober 2014 en hann var þá ekki orðinn sextán ára gamall. Ísak Bergmann Jóhannesson (17 ára og 240 daga) er aftur á móti næstyngsti leikmaðurinn í sögu Þjóðadeildarinnar en það er aðeins Kýpverjinn Loizos Loizou (17 ára og 52 daga) sem hefur verið yngri. Ísak er aftur á móti sá yngsti sem hefur spilað í A-deildinni. Yngstu A-landsliðsmenn karla í knattspyrnu frá upphafi: 1. Sigurður Jónsson, 1983 (16 ára, 8 mánaða og 9 daga) 2. Ásgeir Sigurvinsson, 1972 (17 ára, 1 mánaða og 25 daga) 3. Eyleifur Hafsteinsson, 1964 (17 ára, 1 mánaða og 26 daga) 4. Kári Árnason, 1961 (17 ára, 6 mánaða og 22 daga) 5. Eiður Smári Guðjohnsen, 1996 (17 ára, 7 mánaða og 9 daga) 6. Ísak Bergmann Jóhannesson, 2020 (17 ára, 7 mánaða og 26 daga) 7. Ríkharður Jónsson, 1947 (17 ára, 8 mánaða og 12 daga) 8. Jóhann Berg Guðmundsson, 2008 (17 ára, 9 mánaða og 24 daga) 9. Friðrik Friðriksson, 1964 (17 ára, 9 mánaða og 27 daga) 10. Þórir Jónsson, 1970 (17 ára, 10 mánaða og 8 daga) 11. Arnór Guðjohnsen, 1979 (18 ára og 22 daga)
Yngstu A-landsliðsmenn karla í knattspyrnu frá upphafi: 1. Sigurður Jónsson, 1983 (16 ára, 8 mánaða og 9 daga) 2. Ásgeir Sigurvinsson, 1972 (17 ára, 1 mánaða og 25 daga) 3. Eyleifur Hafsteinsson, 1964 (17 ára, 1 mánaða og 26 daga) 4. Kári Árnason, 1961 (17 ára, 6 mánaða og 22 daga) 5. Eiður Smári Guðjohnsen, 1996 (17 ára, 7 mánaða og 9 daga) 6. Ísak Bergmann Jóhannesson, 2020 (17 ára, 7 mánaða og 26 daga) 7. Ríkharður Jónsson, 1947 (17 ára, 8 mánaða og 12 daga) 8. Jóhann Berg Guðmundsson, 2008 (17 ára, 9 mánaða og 24 daga) 9. Friðrik Friðriksson, 1964 (17 ára, 9 mánaða og 27 daga) 10. Þórir Jónsson, 1970 (17 ára, 10 mánaða og 8 daga) 11. Arnór Guðjohnsen, 1979 (18 ára og 22 daga)
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56