Segir Hannes okkar besta markvörð frá upphafi og vill halda honum í landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2020 12:30 Hannes Þór Halldórsson lék sinn 74. landsleik þegar Ísland tapaði fyrir Englandi í gær, 4-0. vísir/hulda margrét Bjarni Guðjónsson segir engan vafa leika á því að Hannes Þór Halldórsson sé besti markvörður sem íslenska fótboltalandsliðið hefur átt. Hann vill að hann haldi áfram í landsliðinu, þótt hlutverk hans verði kannski annað en það hefur verið. Hannes lék seinni hálfleikinn í 4-0 tapinu fyrir Englandi í gær og jafnaði þar með met Birkis Kristinssonar sem leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Leiddar voru líkur að því að þetta væri hans síðasti landsleikur en hann vildi ekki staðfesta það eftir leikinn og sagði að framhaldið væri óljóst. „Leikjafjöldinn sem slíkur finnst mér ekki skipta máli í afrekum þessa manna, heldur hvað þeir hafa gert inni á vellinum. Þeir hafa komið okkur á tvö stórmót. Þetta eru okkar bestu leikmenn og hafa myndað okkar bestu landslið. Á því leikur ekki nokkur vafi. En hjá okkur öllum kemur að því að við þurfum að hætta. Það verður aldrei tekið af þessum strákum hversu mikið þeir hafa afrekað og gert fyrir okkur,“ sagði Bjarni eftir leikinn gegn Englandi í gær. „Hannes er svo ofboðslega stór hluti af þessu liði. Hann er besti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Ég held að það sé ekki neinum blöðum um það að fletta. Þótt við höfum átt marga ágæta markverði er Hannes okkar besti markvörður.“ Ekki er víst hvort Hannes haldi áfram með landsliðinu en Bjarni vill halda honum í íslenska hópnum. „Persónulega teldi ég farsælast að Hannes héldi áfram með íslenska landsliðinu, kannski í öðru hlutverki en hann hefur verið í undanfarin ár. Ég þekki Hannes ágætlega og hvernig karakter hann er og vinnusemin sem hann sýnir getur nýst þessu liði áfram. Það væri ómetanlegt fyrir leikmann eins og Rúnar Alex [Rúnarsson] og hugsanlega annan ungan markvörð að hafa Hannes við hlið sér,“ sagði Bjarni. Allir markverðirnir í íslenska hópnum fengu að spreyta sig í þessari landsleikjahrinu. Hannes lék gegn Ungverjalandi og seinni hálfleikinn gegn Englandi, Rúnar Alex gegn Danmörku og Ögmundur Kristinsson fyrri hálfleikinn gegn Englandi. Klippa: Umræða um Hannes Þjóðadeild UEFA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Bjarni Guðjónsson segir engan vafa leika á því að Hannes Þór Halldórsson sé besti markvörður sem íslenska fótboltalandsliðið hefur átt. Hann vill að hann haldi áfram í landsliðinu, þótt hlutverk hans verði kannski annað en það hefur verið. Hannes lék seinni hálfleikinn í 4-0 tapinu fyrir Englandi í gær og jafnaði þar með met Birkis Kristinssonar sem leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Leiddar voru líkur að því að þetta væri hans síðasti landsleikur en hann vildi ekki staðfesta það eftir leikinn og sagði að framhaldið væri óljóst. „Leikjafjöldinn sem slíkur finnst mér ekki skipta máli í afrekum þessa manna, heldur hvað þeir hafa gert inni á vellinum. Þeir hafa komið okkur á tvö stórmót. Þetta eru okkar bestu leikmenn og hafa myndað okkar bestu landslið. Á því leikur ekki nokkur vafi. En hjá okkur öllum kemur að því að við þurfum að hætta. Það verður aldrei tekið af þessum strákum hversu mikið þeir hafa afrekað og gert fyrir okkur,“ sagði Bjarni eftir leikinn gegn Englandi í gær. „Hannes er svo ofboðslega stór hluti af þessu liði. Hann er besti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Ég held að það sé ekki neinum blöðum um það að fletta. Þótt við höfum átt marga ágæta markverði er Hannes okkar besti markvörður.“ Ekki er víst hvort Hannes haldi áfram með landsliðinu en Bjarni vill halda honum í íslenska hópnum. „Persónulega teldi ég farsælast að Hannes héldi áfram með íslenska landsliðinu, kannski í öðru hlutverki en hann hefur verið í undanfarin ár. Ég þekki Hannes ágætlega og hvernig karakter hann er og vinnusemin sem hann sýnir getur nýst þessu liði áfram. Það væri ómetanlegt fyrir leikmann eins og Rúnar Alex [Rúnarsson] og hugsanlega annan ungan markvörð að hafa Hannes við hlið sér,“ sagði Bjarni. Allir markverðirnir í íslenska hópnum fengu að spreyta sig í þessari landsleikjahrinu. Hannes lék gegn Ungverjalandi og seinni hálfleikinn gegn Englandi, Rúnar Alex gegn Danmörku og Ögmundur Kristinsson fyrri hálfleikinn gegn Englandi. Klippa: Umræða um Hannes
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira