Handbolti

Ísraelsleikurinn fer fram í mars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir unnu sextán marka sigur á Litháen í fyrsta leik sínum í undankeppninni.
Íslensku strákarnir unnu sextán marka sigur á Litháen í fyrsta leik sínum í undankeppninni. Vísir/Vilhelm

Leikur íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem var frestað á dögunum er kominn með nýjan leiktíma.

Evrópska handboltasambandið gaf í dag út nýja dagsetningu fyri leik Íslands og Ísrael sem upphaflega átti að fara fram sunnudaginn 8. nóvember.

Leikurinn mun fara fram helgina 13. - 14. mars í Reykjavík.

„Það er gleðiefni að fá landsleik með vorinu, með hækkandi sól verður vonandi hægt að hafa áhorfendur á kappleikjum og styðja strákana okkar til frekari dáða,“ segir í frétt á samfélagsmiðlum HSÍ.

Íslenska landsliðið vann sextán marka sigur á Litháen, 36-20, i fyrsta leik sínum í undankeppninni en Ísrael tapaði sama kvöld með níu marka mun á móti Portúgal.

Áður en að leiknum í mars kemur þá mun íslenska landsliðið mæta Portúgal tvisvar í janúar og fara síðan á HM í Egyptalandi seinna í sama mánuði.

A landslið karla | Leikið við Ísrael í mars EHF gaf í dag út nýja dagsetningu fyri leik Íslands og Ísrael sem...

Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Föstudagur, 20. nóvember 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×