Til minningar um trans fólk Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 15:15 Í dag er minningardagur trans fólks. Dagurinn er haldinn til þess að minnast trans fólks sem hefur verið myrt fyrir kynvitund sína, en árið 2020 hafa verið tilkynnt alls 350 morð á trans fólki víðsvegar um heim, samkvæmt evrópsku trans samtökunum Transgender Europe, sem er 6% aukning á milli ára. Þrátt fyrir að á Íslandi lifum við sem betur fer ekki við mikið af alvarlegum ofbeldisglæpum þá stendur trans fólk víða fyrir hindrunum í íslensku samfélagi. Þó svo að við höfum stigið mikilvæg skref undanfarin ár í lagalegum skilningi, og lyft grettistaki í vitundavakningu um málefni trans fólks, þá er enn langt í land. Ekki eru mörg ár síðan að trans karl að nafni Horst Gorda varð úti á Íslandi eftir að þjónustu úrræði brugðust honum vegna skilríkja sem voru ekki í samræmi við kynvitund hans. Andlát hans var mörgum í okkar samfélagi mjög þungbært og þrátt fyrir fjölmiðlaumfjöllun þá varð það í raun ekki fyrr en með lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru síðastliðið sumar að þær hindranir sem leiddu að hluta til til andláts hans urðu ruddar úr vegi. Undanfarin ár höfum við einnig séð tilfelli þar sem ráðist er á trans manneskjur, þeim neitaður aðgangur að almannarýmum eða þau áreitt þegar þau nýta sér þjónustu. Trans fólk upplifir enn áreiti á vinnustað, þegar það leitar sér húsnæði, innan menntunarkerfisins og á flestum sviðum mannlífsins. Staða trans barna og unglinga er að mörgu leyti ekki góð, enda hefur ekki verið starfrækt eiginlegt teymi sem veitir þeim þjónustu innan Barna- og unglingageðdeildar Landspítala síðan fyrir áramót. Þrátt fyrir að Trans Ísland, Trans vinir og Samtökin ‘78 hafi skilað inn undirskriftarlista til að hvetja til að meira fjármagn yrði lagt í málaflokkinn hefur ekkert gerst í þeim málum enn. Trans krakkar og unglingar bíða því mörg hver í öngum sínum og eiga erfitt með að fá þá sérfræði þjónustu sem þau þurfa á að halda. Nýleg könnun Samtakanna ‘78 sýnir að meira en fjórðungur nemenda í skólum landsins hafa orðið fyrir munnlegu áreiti fyrir kyntjáningu sína, og 6,2% orðið fyrir líkamlegu áreiti. Mikið hefur verið til umræðu undanfarin misseri um aðgengi trans fólks að kynjuðum rýmum eða þjónustu í kjölfar laga um kynrænt sjálfræði, og jafnvel verið reifaðar áhyggjur af því að trans fólk sé að nýta sér slík rými og borið fyrir sig umræður um öryggi eða ótta við að kynferðisafbrotamenn þykist vera trans. Enginn grundvöllur er fyrir slíkum áhyggjum, og hefur það ekki sýnt sig að bætt aðgengi trans fólks að nafna- og kynskrárbreytingum leiði til aukins ofbeldi í kynjuðum rýmum. Við búum því miður við þann veruleika að kynferðisofbeldi er viðvarandi samfélagsmein hérlendis, og þurfa kynferðisafbrotamenn svo sannarlega ekki að bregða sér í dulargervi til þess að beita fólk ofbeldi. Rannsóknir og reynsla sýnir að trans fólk verður í auknum mæli fyrir kynferðisofbeldi, heimilsofbeldi og áreitni í kynjuðum rýmum. Trans fólk hefur verið að nýta sér slík rými í marga áratugi án vandkvæða og er það öllu heldur vandamál hvað trans fólk verður fyrir miklu mótlæti í þeim rýmum. Trans fólks veigrar sér við því að nýta sér sundstaði, líkamsrækt eða æfa íþróttir af hræðslu við fordóma og áreiti. Til eru ótal dæmi um það að trans fólk hrökklist úr líkamsrækt eða íþróttum sem þau brenna fyrir að stunda þegar þau byrja sitt ferli af sökum ótta við fordóma. Það er að mínu mati mikið lýðheilsuvandamál að trans fólk upplifi sig ekki öruggt á þessum sviðum hérlendis. Við erum öll allskonar og eigum við öll rétt á því að nýta okkur þessi rými í samræmi við kynvitund — ekki bara þau okkar sem falla kyrfilega í norm kynjakerfisins. Einnig er vert að nefna að staða hinsegin hælisleitanda og flóttafólks er ekki nægilega góð, hvorki í lagalegum né félagslegum skilningi. Fyrr á þessu ári stóð til að brottvísa trans strák og fjölskyldu hans til aðstæðna sem voru honum og fjölskyldu hans lífshættulegar og hefði það ekki verið fyrir sterk viðbrögð ýmissa samtaka og samfélagsins almennt sem mótmæltu þessu harðlega, þá hefði hann og fjölskylda hans verið send úr landi. Það er því ljóst að víðsvegar liggur enn pottur brotinn í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir að lög um kynrænt sjálfræði hafi fært okkur nokkrum skrefum framar í lagalegum skilningi, þá eru ennþá engin haldbær mismunalöggjöf eða verndun gegn hatursorðræðu. Hatursorðræða fær því að heyrast títt í fjölmiðlum landsins, meðal annars af fólki sem titlar sig sem sálfræðinga, án þess að neinar afleiðingar verði af þeim grófa áróðri sem viðhefst, og mun koma til með að hafa skaðlegar afleiðingar fyrir trans fólk hérlendis. Ég vil því nýta tækifærið og biðja stjórnvöld og stofnanir landsins til að leggja við hlustir. Trans samfélagið og hinsegin samfélagið almennt hefur, þrátt fyrir lítið fjármagn, tekist að lyfta grettistaki í þessum málum, veitt þjónustu og gefið vinnu sína til þess að skapa betra samfélag fyrir hinsegin fólk. Stjórnvöld þurfa að sýna mun meiri stuðning og skuldbindingu við hinsegin félög hérlendis, og halda áfram að vinna í þessum málum, í orði og á borði. Ísland getur ekki haldið áfram að skreyta sig fjöðrum jafnréttis og víðsýni ef að gjörðir þeirra, stuðningur og fjármagn til málaflokksins sýnir annað. Jafnrétti hinsegin fólks eru ekki hlutur sem hægt er að strika af lista með frambærilegum lagasetningum eða eyðublöðum. Það er eitthvað sem þarf að samþætt inn í alla vinnu stjórnvalda og þarf að vera hlutur sem þau beita sér fyrir í hvívetna. Í dag minnumst við, en á morgun heldur baráttan ótrauð áfram. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í gegnum facebook live á facebook síðu Trans Íslands kl. 17:00 í dag. Höfundur er kynjafræðingur og formaður Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag er minningardagur trans fólks. Dagurinn er haldinn til þess að minnast trans fólks sem hefur verið myrt fyrir kynvitund sína, en árið 2020 hafa verið tilkynnt alls 350 morð á trans fólki víðsvegar um heim, samkvæmt evrópsku trans samtökunum Transgender Europe, sem er 6% aukning á milli ára. Þrátt fyrir að á Íslandi lifum við sem betur fer ekki við mikið af alvarlegum ofbeldisglæpum þá stendur trans fólk víða fyrir hindrunum í íslensku samfélagi. Þó svo að við höfum stigið mikilvæg skref undanfarin ár í lagalegum skilningi, og lyft grettistaki í vitundavakningu um málefni trans fólks, þá er enn langt í land. Ekki eru mörg ár síðan að trans karl að nafni Horst Gorda varð úti á Íslandi eftir að þjónustu úrræði brugðust honum vegna skilríkja sem voru ekki í samræmi við kynvitund hans. Andlát hans var mörgum í okkar samfélagi mjög þungbært og þrátt fyrir fjölmiðlaumfjöllun þá varð það í raun ekki fyrr en með lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru síðastliðið sumar að þær hindranir sem leiddu að hluta til til andláts hans urðu ruddar úr vegi. Undanfarin ár höfum við einnig séð tilfelli þar sem ráðist er á trans manneskjur, þeim neitaður aðgangur að almannarýmum eða þau áreitt þegar þau nýta sér þjónustu. Trans fólk upplifir enn áreiti á vinnustað, þegar það leitar sér húsnæði, innan menntunarkerfisins og á flestum sviðum mannlífsins. Staða trans barna og unglinga er að mörgu leyti ekki góð, enda hefur ekki verið starfrækt eiginlegt teymi sem veitir þeim þjónustu innan Barna- og unglingageðdeildar Landspítala síðan fyrir áramót. Þrátt fyrir að Trans Ísland, Trans vinir og Samtökin ‘78 hafi skilað inn undirskriftarlista til að hvetja til að meira fjármagn yrði lagt í málaflokkinn hefur ekkert gerst í þeim málum enn. Trans krakkar og unglingar bíða því mörg hver í öngum sínum og eiga erfitt með að fá þá sérfræði þjónustu sem þau þurfa á að halda. Nýleg könnun Samtakanna ‘78 sýnir að meira en fjórðungur nemenda í skólum landsins hafa orðið fyrir munnlegu áreiti fyrir kyntjáningu sína, og 6,2% orðið fyrir líkamlegu áreiti. Mikið hefur verið til umræðu undanfarin misseri um aðgengi trans fólks að kynjuðum rýmum eða þjónustu í kjölfar laga um kynrænt sjálfræði, og jafnvel verið reifaðar áhyggjur af því að trans fólk sé að nýta sér slík rými og borið fyrir sig umræður um öryggi eða ótta við að kynferðisafbrotamenn þykist vera trans. Enginn grundvöllur er fyrir slíkum áhyggjum, og hefur það ekki sýnt sig að bætt aðgengi trans fólks að nafna- og kynskrárbreytingum leiði til aukins ofbeldi í kynjuðum rýmum. Við búum því miður við þann veruleika að kynferðisofbeldi er viðvarandi samfélagsmein hérlendis, og þurfa kynferðisafbrotamenn svo sannarlega ekki að bregða sér í dulargervi til þess að beita fólk ofbeldi. Rannsóknir og reynsla sýnir að trans fólk verður í auknum mæli fyrir kynferðisofbeldi, heimilsofbeldi og áreitni í kynjuðum rýmum. Trans fólk hefur verið að nýta sér slík rými í marga áratugi án vandkvæða og er það öllu heldur vandamál hvað trans fólk verður fyrir miklu mótlæti í þeim rýmum. Trans fólks veigrar sér við því að nýta sér sundstaði, líkamsrækt eða æfa íþróttir af hræðslu við fordóma og áreiti. Til eru ótal dæmi um það að trans fólk hrökklist úr líkamsrækt eða íþróttum sem þau brenna fyrir að stunda þegar þau byrja sitt ferli af sökum ótta við fordóma. Það er að mínu mati mikið lýðheilsuvandamál að trans fólk upplifi sig ekki öruggt á þessum sviðum hérlendis. Við erum öll allskonar og eigum við öll rétt á því að nýta okkur þessi rými í samræmi við kynvitund — ekki bara þau okkar sem falla kyrfilega í norm kynjakerfisins. Einnig er vert að nefna að staða hinsegin hælisleitanda og flóttafólks er ekki nægilega góð, hvorki í lagalegum né félagslegum skilningi. Fyrr á þessu ári stóð til að brottvísa trans strák og fjölskyldu hans til aðstæðna sem voru honum og fjölskyldu hans lífshættulegar og hefði það ekki verið fyrir sterk viðbrögð ýmissa samtaka og samfélagsins almennt sem mótmæltu þessu harðlega, þá hefði hann og fjölskylda hans verið send úr landi. Það er því ljóst að víðsvegar liggur enn pottur brotinn í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir að lög um kynrænt sjálfræði hafi fært okkur nokkrum skrefum framar í lagalegum skilningi, þá eru ennþá engin haldbær mismunalöggjöf eða verndun gegn hatursorðræðu. Hatursorðræða fær því að heyrast títt í fjölmiðlum landsins, meðal annars af fólki sem titlar sig sem sálfræðinga, án þess að neinar afleiðingar verði af þeim grófa áróðri sem viðhefst, og mun koma til með að hafa skaðlegar afleiðingar fyrir trans fólk hérlendis. Ég vil því nýta tækifærið og biðja stjórnvöld og stofnanir landsins til að leggja við hlustir. Trans samfélagið og hinsegin samfélagið almennt hefur, þrátt fyrir lítið fjármagn, tekist að lyfta grettistaki í þessum málum, veitt þjónustu og gefið vinnu sína til þess að skapa betra samfélag fyrir hinsegin fólk. Stjórnvöld þurfa að sýna mun meiri stuðning og skuldbindingu við hinsegin félög hérlendis, og halda áfram að vinna í þessum málum, í orði og á borði. Ísland getur ekki haldið áfram að skreyta sig fjöðrum jafnréttis og víðsýni ef að gjörðir þeirra, stuðningur og fjármagn til málaflokksins sýnir annað. Jafnrétti hinsegin fólks eru ekki hlutur sem hægt er að strika af lista með frambærilegum lagasetningum eða eyðublöðum. Það er eitthvað sem þarf að samþætt inn í alla vinnu stjórnvalda og þarf að vera hlutur sem þau beita sér fyrir í hvívetna. Í dag minnumst við, en á morgun heldur baráttan ótrauð áfram. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í gegnum facebook live á facebook síðu Trans Íslands kl. 17:00 í dag. Höfundur er kynjafræðingur og formaður Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun