Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2020 22:34 Sævar Pálsson, einn af eigendum Hótels Flókalundar í Vatnsfirði. Egill Aðalsteinsson Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti athygli okkar á ferð um Vestfirði á dögunum að á hlaðinu við Hótel Flókalund var ys og þys en hótelinu hefur venjulega verið lokað um eða eftir miðjan september. Sævar Pálsson og eiginkona hans, ásamt öðrum hjónum, eiga hótelið. „Já, við höfum yfirleitt lokað í kringum 20. september. En svo í byrjun október, þá opnuðum við aftur fyrir verktaka, sem eru að byrja hérna á Dynjandisheiðinni,“ segir Sævar og jánkar því að þar hafi hlaupið á snærið hjá þeim. Vinnubílar Íslenskra aðalverktaka á hlaðinu við Hótel Flókalund.Egill Aðalsteinsson Íslenskir aðalverktakar ákváðu að leigja hluta hótelsins undir vinnuflokk sinn á Dynjandisheiði í stað þess að reisa vinnubúðir. -Svo gistið þið bara á hóteli? „Já, það er Flókalundur. Það fer bara vel um okkur þar,“ svarar Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV. -Og heitur pottur í fjörunni? „Já.“ -Ekkert covid sem stoppar það? „Nei,“ svarar Pétur. Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Aðalvinnusvæðið er aðeins tvo kílómetra frá Flókalundi.Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að eiga þetta í tuttugu ár og við höfum aldrei verið með heilsársrekstur áður. Og það var aldrei áður en við eignuðust það, heilsársrekstur hérna,“ segir Sævar. -Er þetta þá eingöngu fyrir verktakana? „Já, við erum náttúrlega fyrst og fremst fyrir verktakana hérna núna. En við vísum engum á dyr.“ Miklar vegarbætur eru framundan á Vestfjörðum. En gætu þær leitt til þess að Flókalundur verði heilsárshótel í framtíðinni? „Ég á von á því, já, að það verði. En það eru einhver ár í það. En ég á von á því að það verði í framtíðinni,“ svarar Sævar Pálsson, einn af eigendum Hótels Flókalundar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Flókalundur byrjaði sem veitingaskáli árið 1961 en árið 1966 var byrjað að leigja þar út gistiherbergi. Sumarið 2014 var fjallað um Hótel Flókalund, vestfirska vegi og heita pottinn í fjörunni í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti athygli okkar á ferð um Vestfirði á dögunum að á hlaðinu við Hótel Flókalund var ys og þys en hótelinu hefur venjulega verið lokað um eða eftir miðjan september. Sævar Pálsson og eiginkona hans, ásamt öðrum hjónum, eiga hótelið. „Já, við höfum yfirleitt lokað í kringum 20. september. En svo í byrjun október, þá opnuðum við aftur fyrir verktaka, sem eru að byrja hérna á Dynjandisheiðinni,“ segir Sævar og jánkar því að þar hafi hlaupið á snærið hjá þeim. Vinnubílar Íslenskra aðalverktaka á hlaðinu við Hótel Flókalund.Egill Aðalsteinsson Íslenskir aðalverktakar ákváðu að leigja hluta hótelsins undir vinnuflokk sinn á Dynjandisheiði í stað þess að reisa vinnubúðir. -Svo gistið þið bara á hóteli? „Já, það er Flókalundur. Það fer bara vel um okkur þar,“ svarar Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV. -Og heitur pottur í fjörunni? „Já.“ -Ekkert covid sem stoppar það? „Nei,“ svarar Pétur. Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Aðalvinnusvæðið er aðeins tvo kílómetra frá Flókalundi.Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að eiga þetta í tuttugu ár og við höfum aldrei verið með heilsársrekstur áður. Og það var aldrei áður en við eignuðust það, heilsársrekstur hérna,“ segir Sævar. -Er þetta þá eingöngu fyrir verktakana? „Já, við erum náttúrlega fyrst og fremst fyrir verktakana hérna núna. En við vísum engum á dyr.“ Miklar vegarbætur eru framundan á Vestfjörðum. En gætu þær leitt til þess að Flókalundur verði heilsárshótel í framtíðinni? „Ég á von á því, já, að það verði. En það eru einhver ár í það. En ég á von á því að það verði í framtíðinni,“ svarar Sævar Pálsson, einn af eigendum Hótels Flókalundar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Flókalundur byrjaði sem veitingaskáli árið 1961 en árið 1966 var byrjað að leigja þar út gistiherbergi. Sumarið 2014 var fjallað um Hótel Flókalund, vestfirska vegi og heita pottinn í fjörunni í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08
Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32