Myndaði 100 útisundlaugar með drónanum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. nóvember 2020 12:17 Ljósmyndarinn Bragi Þór, sem hefur farið um landið og myndað 100 útisundlaugar, það er aðeins ein laug eftir. Aðsend Á tímum Covid dettur fólki ýmislegt í hug að gera á meðan það er kannski rólegt í vinnunni og nógur tími til að sinna hugðarefnum sínum. Bragi Þór Jósefsson er dæmi um mann, sem hefur nýtt tímann vel en hann hefur farið um allt land og myndað hundrað útisundlaugar með drónanum sínum. Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði en sú laug er 50 metrar.Bragi Þór Jósepsson Bragi Þór er sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Á meðan það hefur dregið úr verkefnum hjá honum á tímum Covid ákvað hann að láta gamlan draum rætast og fara um landið og mynda allar almenningsútisundlaugar með drónanum sínum úr mikilli hæð. „Svo þegar Covid brást á hugsaði ég, þetta er akkúrat rétti tíminn því þá var maður verkefnislaus að sjálfsögðu og lítið að gera. Allar sundlaugar voru mannlausar og því dreifa ég mig í að mynda allar slíkar hérna á höfuðborgarsvæðinu og póstaði eitthvað af þeim á samfélagsmiðla þar sem ég fékk mjög góð viðbrögð. Þá ákvað ég að það væri góð hugmynd að mynda allar útilaugar á landinu,“ segir Bragi Þór. Alls eru þetta hundrað útilaugar en Bragi Þór á eftir að mynda eina laug á Ströndum en það er bara hægt að komast að henni á bát. Bragi Þór segir sundlaugaverkefnið hafa verið mjög skemmtilegt. Laugin á SuðureyriBragi Þór Jósepsson „Já, já, vissulega, ég var líka í öðru verkefni svona með því ég hef verið að mynda fyrir sjálfan mig þorp og bæi á landsbyggðinni, búin að gera það í mörg ár. Allar sundlaugamyndirnar eru teknar í mikill hæð, ég er í 60 til 100 metra hæð og það kannski sést að það er fólk í laugunum en það er ekki nokkur leið að þekkja nokkurn.“ Laugin á Laugum í ÞingeyjarsveitBragi Þór Jósepsson Bragi Þór segir að það hafi verið skemmtilegast að mynda útisundlaugarnar í Bolungarvík, á Suðureyri og í Grundarfirði og svo hafi laugarnar í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri komið mjög vel út. Þeir sem vilja skoða sundlaugamyndirnar frá Braga geta farið á heimasíðuna hans Reykjavík Sundlaugar Sund Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ljósmyndun Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Jane Goodall látin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Val á þingflokksformanni bíður betri tíma „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Á tímum Covid dettur fólki ýmislegt í hug að gera á meðan það er kannski rólegt í vinnunni og nógur tími til að sinna hugðarefnum sínum. Bragi Þór Jósefsson er dæmi um mann, sem hefur nýtt tímann vel en hann hefur farið um allt land og myndað hundrað útisundlaugar með drónanum sínum. Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði en sú laug er 50 metrar.Bragi Þór Jósepsson Bragi Þór er sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Á meðan það hefur dregið úr verkefnum hjá honum á tímum Covid ákvað hann að láta gamlan draum rætast og fara um landið og mynda allar almenningsútisundlaugar með drónanum sínum úr mikilli hæð. „Svo þegar Covid brást á hugsaði ég, þetta er akkúrat rétti tíminn því þá var maður verkefnislaus að sjálfsögðu og lítið að gera. Allar sundlaugar voru mannlausar og því dreifa ég mig í að mynda allar slíkar hérna á höfuðborgarsvæðinu og póstaði eitthvað af þeim á samfélagsmiðla þar sem ég fékk mjög góð viðbrögð. Þá ákvað ég að það væri góð hugmynd að mynda allar útilaugar á landinu,“ segir Bragi Þór. Alls eru þetta hundrað útilaugar en Bragi Þór á eftir að mynda eina laug á Ströndum en það er bara hægt að komast að henni á bát. Bragi Þór segir sundlaugaverkefnið hafa verið mjög skemmtilegt. Laugin á SuðureyriBragi Þór Jósepsson „Já, já, vissulega, ég var líka í öðru verkefni svona með því ég hef verið að mynda fyrir sjálfan mig þorp og bæi á landsbyggðinni, búin að gera það í mörg ár. Allar sundlaugamyndirnar eru teknar í mikill hæð, ég er í 60 til 100 metra hæð og það kannski sést að það er fólk í laugunum en það er ekki nokkur leið að þekkja nokkurn.“ Laugin á Laugum í ÞingeyjarsveitBragi Þór Jósepsson Bragi Þór segir að það hafi verið skemmtilegast að mynda útisundlaugarnar í Bolungarvík, á Suðureyri og í Grundarfirði og svo hafi laugarnar í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri komið mjög vel út. Þeir sem vilja skoða sundlaugamyndirnar frá Braga geta farið á heimasíðuna hans
Reykjavík Sundlaugar Sund Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ljósmyndun Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Jane Goodall látin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Val á þingflokksformanni bíður betri tíma „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira