Lewis Hamilton verður Sir Lewis Hamilton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 16:31 Lewis Hamilton fagnar sínum sjöunda heimsmeistaratitli í Formúlu 1 sem hann vann í Tyrklandi um þarsíðustu helgi. getty/Clive Mason Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, verður sæmdur riddaratign og fær því að bera sæmdarheitið Sir Lewis Hamilton. Talið er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að Hamilton yrði sæmdur riddaratign. Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 með sigri í tyrkneska kappakstrinum um þarsíðustu helgi. Hann hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum í röð og sjö sinnum alls, jafn oft og Michael Schumacher. Enginn ökuþór í sögu Formúlu 1 hefur unnið fleiri keppnir en Hamilton (94) og enginn hefur oftar verið á ráspól (97). Nefndin sem tilnefnir riddara hefur verið treg til að veita íþróttafólki sem er að enn að keppa riddaratign en mun gera undantekningu í tilviki Hamiltons. Hann verður fjórði Formúlu 1 ökuþórinn sem verður sæmdur riddaratign á eftir Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart. Meðal annarra þekktra breskra íþróttamanna sem hafa verið sæmdir riddaratign má nefna Sir Andy Murray, Sir Mo Farah, Dame Jessica Ennis-Hill, Sir Alex Ferguson, Sir Nick Faldo og Sir Bobby Charlton. Hamilton, sem er 35 ára, ku vera nálægt því að gera nýjan samning við Mercedes sem færir honum 40 milljónir punda í árslaun. Hamilton hefur keppt fyrir Mercedes síðan 2013. Formúla Bretland Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, verður sæmdur riddaratign og fær því að bera sæmdarheitið Sir Lewis Hamilton. Talið er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að Hamilton yrði sæmdur riddaratign. Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 með sigri í tyrkneska kappakstrinum um þarsíðustu helgi. Hann hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum í röð og sjö sinnum alls, jafn oft og Michael Schumacher. Enginn ökuþór í sögu Formúlu 1 hefur unnið fleiri keppnir en Hamilton (94) og enginn hefur oftar verið á ráspól (97). Nefndin sem tilnefnir riddara hefur verið treg til að veita íþróttafólki sem er að enn að keppa riddaratign en mun gera undantekningu í tilviki Hamiltons. Hann verður fjórði Formúlu 1 ökuþórinn sem verður sæmdur riddaratign á eftir Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart. Meðal annarra þekktra breskra íþróttamanna sem hafa verið sæmdir riddaratign má nefna Sir Andy Murray, Sir Mo Farah, Dame Jessica Ennis-Hill, Sir Alex Ferguson, Sir Nick Faldo og Sir Bobby Charlton. Hamilton, sem er 35 ára, ku vera nálægt því að gera nýjan samning við Mercedes sem færir honum 40 milljónir punda í árslaun. Hamilton hefur keppt fyrir Mercedes síðan 2013.
Formúla Bretland Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira