LeBron James tapar 54 milljónum á hverjum leik sem frestað hjá liðinu út af COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 13:00 LeBron James missir af hundruðum milljóna íslenskra króna verði NBA tímabilinu aflýst. Getty/AAron Ontiveroz Leikmannasamtök NBA deildarinnar hafa sent leikmönnum sínum bréf þar sem útskýrt er hversu miklum hluta launa sinna þeir tapa vegna þess að NBA deildinni var frestað. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, talaði fyrst um 30 daga hlé á NBA deildinni en það lítur út fyrir að það verði að minnsta kosti tveir mánuðir. Ástandið er ekki gott í Bandaríkjunum og er eflaust ekki að fara að batna í bráð. Það tapa allir miklum peningum á frestun NBA leikjanna, félögin sjálf missa af miklum tekjum og hvað þá fólkið sem vinnur í íþróttahúsunum og í kringum leikina. NBA leikmennirnir sjálfir eru flestir að rosalegum launum en þau eru ekki alveg gulltryggð. Það er nefnilega hamfara klásúla í samningunum. NBPA sends memo to NBA players explaining 'doomsday provision' that would impact salaries https://t.co/VPjVr9EVUI pic.twitter.com/Wz3D8vbASr— Sporting News NBA (@sn_nba) March 14, 2020 Það er heimsfaraldurs ákvæði í samningi NBA deildarinnar við leikmannasamtökin og hún frýjar eigendur frá því að borga leikmönnum hluta launa þeirra. Það er því öruggt að leikmenn tapa líka miklum peningum á þessari frestun deildarinnar. NBA eigendurnir þurfa reynda að virkja þetta ákvæði og tefla þá á tvær hættur með að reita leikmenn sína til reiði sem gæti síðan haft áhrif á næstu samninga. En hversu miklum peningi gætu leikmenn verið að missa af. Ric Bucher hjá Bleacher Report hefur aflað sér upplýsinga um þetta mál. Samkvæmt heimildum hans þá missa leikmenn 1,08 prósent af launum sínum við hvern leik sem fellur niður vegna svona hamfara. Ef við uppfærum þetta á launin hjá LeBron James þá myndi hann missa 404 þúsund Bandaríkjadala í hverjum leik en það gera 54 milljónir íslenskra króna. LeBron James er með 37,4 milljónir Bandaríkjadala í laun á þessu tímabili eða fimm milljarða íslenskra króna. LeBron James hefur verið lengi á ofurlaunum og þarf ekki að hafa miklar áhyggjur en þetta gæti haft meiri áhrif á aðra leikmenn sem hafa mun lægri laun. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Leikmannasamtök NBA deildarinnar hafa sent leikmönnum sínum bréf þar sem útskýrt er hversu miklum hluta launa sinna þeir tapa vegna þess að NBA deildinni var frestað. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, talaði fyrst um 30 daga hlé á NBA deildinni en það lítur út fyrir að það verði að minnsta kosti tveir mánuðir. Ástandið er ekki gott í Bandaríkjunum og er eflaust ekki að fara að batna í bráð. Það tapa allir miklum peningum á frestun NBA leikjanna, félögin sjálf missa af miklum tekjum og hvað þá fólkið sem vinnur í íþróttahúsunum og í kringum leikina. NBA leikmennirnir sjálfir eru flestir að rosalegum launum en þau eru ekki alveg gulltryggð. Það er nefnilega hamfara klásúla í samningunum. NBPA sends memo to NBA players explaining 'doomsday provision' that would impact salaries https://t.co/VPjVr9EVUI pic.twitter.com/Wz3D8vbASr— Sporting News NBA (@sn_nba) March 14, 2020 Það er heimsfaraldurs ákvæði í samningi NBA deildarinnar við leikmannasamtökin og hún frýjar eigendur frá því að borga leikmönnum hluta launa þeirra. Það er því öruggt að leikmenn tapa líka miklum peningum á þessari frestun deildarinnar. NBA eigendurnir þurfa reynda að virkja þetta ákvæði og tefla þá á tvær hættur með að reita leikmenn sína til reiði sem gæti síðan haft áhrif á næstu samninga. En hversu miklum peningi gætu leikmenn verið að missa af. Ric Bucher hjá Bleacher Report hefur aflað sér upplýsinga um þetta mál. Samkvæmt heimildum hans þá missa leikmenn 1,08 prósent af launum sínum við hvern leik sem fellur niður vegna svona hamfara. Ef við uppfærum þetta á launin hjá LeBron James þá myndi hann missa 404 þúsund Bandaríkjadala í hverjum leik en það gera 54 milljónir íslenskra króna. LeBron James er með 37,4 milljónir Bandaríkjadala í laun á þessu tímabili eða fimm milljarða íslenskra króna. LeBron James hefur verið lengi á ofurlaunum og þarf ekki að hafa miklar áhyggjur en þetta gæti haft meiri áhrif á aðra leikmenn sem hafa mun lægri laun.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira