Hugarþjálfari Alfons og félaga var herflugmaður og veit ekkert um fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 09:01 Alfons Sampsted í leik Bodø/Glimt og AC Milan í Evrópudeildinni. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Einn af lykilmönnunum í árangri nýkrýndra Noregsmeistara Bodø/Glimt er Bjorn Mannsverk. Hann er fyrrverandi flugmaður í norska hernum og barðist m.a. í Afganistan. Mannsverk var ráðinn hugarþjálfari Bodø/Glimt fyrir þremur árum og vinnur náið með einstaklingum sem og liðinu í heild sinni. Alfons Sampsted leikur með Bodø/Glimt og ber Mannsverk afar vel söguna. „Þetta er frábær maður. Ég kynntist honum bara núna í júlí. Hann tekur að sér nokkra leikmenn í liðinu og spjallar við þá, bæði um eitthvað sem tengist fótbolta og eitthvað sem tengist honum ekki. Hann er sálfræðingur á einn máta en samt ekki,“ sagði Alfons í samtali við Vísi. „Hann einbeitir sér að því hvað við getum gert til að stilla hausinn þannig að þú munir standa þig betur í leikjum. Þetta snýst mikið um það hvernig við getum haldið einbeitingu í 90 mínútur sem er hans sérgrein því hann var herflugmaður. Ef þú missir einbeitinguna þar ertu í vandræðum. Það eru kannski aðeins minni afleiðingar í fótboltaleik. Hann er með ákveðnar æfingar og pælingar hvernig við getum haldið einbeitingu gegnum heilan fótboltaleik.“ Mannsverk hefur engan bakgrunn í fótbolta, veit lítið um hann og hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á honum. En hann er samt í lykilhlutverki hjá Bodø/Glimt sem tryggði sér norska meistaratitilinn í fyrsta sinn í fyrradag. „Hann veit ekkert um fótbolta,“ sagði Alfons um Mannsverk. „Þegar ég kom sagði ég honum að ég væri hægri bakvörður og hann sagðist halda að það væri hægra megin á vellinum en meira vissi hann ekki. Hann hefur bara áhuga á því að vinna með fólki og reyna að þjálfa huga þess.“ Klippa: Alfons um hugarþjálfara Bodø/Glimt Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sjá meira
Einn af lykilmönnunum í árangri nýkrýndra Noregsmeistara Bodø/Glimt er Bjorn Mannsverk. Hann er fyrrverandi flugmaður í norska hernum og barðist m.a. í Afganistan. Mannsverk var ráðinn hugarþjálfari Bodø/Glimt fyrir þremur árum og vinnur náið með einstaklingum sem og liðinu í heild sinni. Alfons Sampsted leikur með Bodø/Glimt og ber Mannsverk afar vel söguna. „Þetta er frábær maður. Ég kynntist honum bara núna í júlí. Hann tekur að sér nokkra leikmenn í liðinu og spjallar við þá, bæði um eitthvað sem tengist fótbolta og eitthvað sem tengist honum ekki. Hann er sálfræðingur á einn máta en samt ekki,“ sagði Alfons í samtali við Vísi. „Hann einbeitir sér að því hvað við getum gert til að stilla hausinn þannig að þú munir standa þig betur í leikjum. Þetta snýst mikið um það hvernig við getum haldið einbeitingu í 90 mínútur sem er hans sérgrein því hann var herflugmaður. Ef þú missir einbeitinguna þar ertu í vandræðum. Það eru kannski aðeins minni afleiðingar í fótboltaleik. Hann er með ákveðnar æfingar og pælingar hvernig við getum haldið einbeitingu gegnum heilan fótboltaleik.“ Mannsverk hefur engan bakgrunn í fótbolta, veit lítið um hann og hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á honum. En hann er samt í lykilhlutverki hjá Bodø/Glimt sem tryggði sér norska meistaratitilinn í fyrsta sinn í fyrradag. „Hann veit ekkert um fótbolta,“ sagði Alfons um Mannsverk. „Þegar ég kom sagði ég honum að ég væri hægri bakvörður og hann sagðist halda að það væri hægra megin á vellinum en meira vissi hann ekki. Hann hefur bara áhuga á því að vinna með fólki og reyna að þjálfa huga þess.“ Klippa: Alfons um hugarþjálfara Bodø/Glimt
Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sjá meira
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01
Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn