Hugarþjálfari Alfons og félaga var herflugmaður og veit ekkert um fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 09:01 Alfons Sampsted í leik Bodø/Glimt og AC Milan í Evrópudeildinni. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Einn af lykilmönnunum í árangri nýkrýndra Noregsmeistara Bodø/Glimt er Bjorn Mannsverk. Hann er fyrrverandi flugmaður í norska hernum og barðist m.a. í Afganistan. Mannsverk var ráðinn hugarþjálfari Bodø/Glimt fyrir þremur árum og vinnur náið með einstaklingum sem og liðinu í heild sinni. Alfons Sampsted leikur með Bodø/Glimt og ber Mannsverk afar vel söguna. „Þetta er frábær maður. Ég kynntist honum bara núna í júlí. Hann tekur að sér nokkra leikmenn í liðinu og spjallar við þá, bæði um eitthvað sem tengist fótbolta og eitthvað sem tengist honum ekki. Hann er sálfræðingur á einn máta en samt ekki,“ sagði Alfons í samtali við Vísi. „Hann einbeitir sér að því hvað við getum gert til að stilla hausinn þannig að þú munir standa þig betur í leikjum. Þetta snýst mikið um það hvernig við getum haldið einbeitingu í 90 mínútur sem er hans sérgrein því hann var herflugmaður. Ef þú missir einbeitinguna þar ertu í vandræðum. Það eru kannski aðeins minni afleiðingar í fótboltaleik. Hann er með ákveðnar æfingar og pælingar hvernig við getum haldið einbeitingu gegnum heilan fótboltaleik.“ Mannsverk hefur engan bakgrunn í fótbolta, veit lítið um hann og hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á honum. En hann er samt í lykilhlutverki hjá Bodø/Glimt sem tryggði sér norska meistaratitilinn í fyrsta sinn í fyrradag. „Hann veit ekkert um fótbolta,“ sagði Alfons um Mannsverk. „Þegar ég kom sagði ég honum að ég væri hægri bakvörður og hann sagðist halda að það væri hægra megin á vellinum en meira vissi hann ekki. Hann hefur bara áhuga á því að vinna með fólki og reyna að þjálfa huga þess.“ Klippa: Alfons um hugarþjálfara Bodø/Glimt Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Einn af lykilmönnunum í árangri nýkrýndra Noregsmeistara Bodø/Glimt er Bjorn Mannsverk. Hann er fyrrverandi flugmaður í norska hernum og barðist m.a. í Afganistan. Mannsverk var ráðinn hugarþjálfari Bodø/Glimt fyrir þremur árum og vinnur náið með einstaklingum sem og liðinu í heild sinni. Alfons Sampsted leikur með Bodø/Glimt og ber Mannsverk afar vel söguna. „Þetta er frábær maður. Ég kynntist honum bara núna í júlí. Hann tekur að sér nokkra leikmenn í liðinu og spjallar við þá, bæði um eitthvað sem tengist fótbolta og eitthvað sem tengist honum ekki. Hann er sálfræðingur á einn máta en samt ekki,“ sagði Alfons í samtali við Vísi. „Hann einbeitir sér að því hvað við getum gert til að stilla hausinn þannig að þú munir standa þig betur í leikjum. Þetta snýst mikið um það hvernig við getum haldið einbeitingu í 90 mínútur sem er hans sérgrein því hann var herflugmaður. Ef þú missir einbeitinguna þar ertu í vandræðum. Það eru kannski aðeins minni afleiðingar í fótboltaleik. Hann er með ákveðnar æfingar og pælingar hvernig við getum haldið einbeitingu gegnum heilan fótboltaleik.“ Mannsverk hefur engan bakgrunn í fótbolta, veit lítið um hann og hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á honum. En hann er samt í lykilhlutverki hjá Bodø/Glimt sem tryggði sér norska meistaratitilinn í fyrsta sinn í fyrradag. „Hann veit ekkert um fótbolta,“ sagði Alfons um Mannsverk. „Þegar ég kom sagði ég honum að ég væri hægri bakvörður og hann sagðist halda að það væri hægra megin á vellinum en meira vissi hann ekki. Hann hefur bara áhuga á því að vinna með fólki og reyna að þjálfa huga þess.“ Klippa: Alfons um hugarþjálfara Bodø/Glimt
Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01
Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03