Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2020 16:00 Freyr Alexandersson kunni vel við sig í þjálfarateyminu sem nú hefur hætt störfum hjá íslenska landsliðinu. vísir/daníel Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Guðni Bergsson og hans fólk í stjórn KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað að nýjum þjálfara A-landsliðs karla: „Ef ég væri besti kosturinn í stöðunni að þeirra mati þá held ég að það væri búið að klára málið fyrir löngu síðan,“ segir Freyr í viðtali við Vísi en hluta af því má sjá hér að neðan. Sagði Guðna að ég vildi landsliðinu allt það besta Freyr var aðstoðarlandsliðsþjálfari í þjálfaratíð Eriks Hamrén sem lauk með leik við Englending á Wembley í síðustu viku. Freyr sinnti starfinu í tvö ár, var áður leikgreinandi fyrir landsliðið og þjálfari kvennalandsliðsins. Eftir sjö ára starf hjá Knattspyrnusambandi Íslands er Freyr nú kominn aftur í félagsliðaþjálfun, sem aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar. Freyr vill hins vegar hag landsliðsins sem mestan og útilokar ekkert í framtíðinni: „Það sem ég er búinn að segja við Guðna [Bergsson, formann KSÍ] er fyrst og fremst það að ég vil landsliðinu allt það besta. Ég vil að ákvörðunin sem verður tekin fyrir landsliðið verði góð og vel ígrunduð, og að besta fólkið sem kostur er á komi inn. Það skiptir mig öllu máli. Ef ég væri besti kosturinn í stöðunni að þeirra mati þá held ég að það væri búið að klára málið fyrir löngu síðan. En svo getur það verið algjör vitleysa í mér,“ segir Freyr, sem hefði vísast farið með landsliðinu á EM næsta sumar ef það takmark hefði náðast, en þá hefði Hamrén haldið áfram með liðið fram yfir mótið. Freyr Alexandersson fer yfir málin með Erik Hamrén á síðustu æfingunni sem þeir stýrðu saman á Laugardalsvelli.vísir/vilhelm „Ég vona bara að lendingin verði góð. Að það komi inn gott þjálfarateymi. Íslenska þjóðin á það skilið og leikmennirnir eiga skilið að fá góða umgjörð áfram. Við Guðni erum góðir félagar og ég mun alltaf veita þeim alla þá aðstoð sem ég get veitt hverju sinni, hvort sem það er í formi einhverrar ráðgjafar eða sem þjálfari liðsins,“ segir Freyr, en almenn ánægja virðist hafa ríkt meðal leikmanna með störf þeirra Hamréns: „Varðandi hug leikmanna og starfsmanna til mín þá er það í rauninni það sem skiptir mig mestu máli. Leikmenn hafa komið að máli við mig, beðið mig um að gefa fram starfskrafta mína, og mér þykir ótrúlega vænt um það. Það veitir mér sjálfstraust og ánægju, að finna fyrir trausti leikmanna og samstarfsmanna.“ Hefði skrifað undir samning í júní Spurður hreint út, hvort að hann vilji ekki enn taka við sem aðalþjálfari landsliðsins, segir Freyr: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja varðandi framhaldið, hvort ég vilji það akkúrat núna. Ef að ég hefði verið beðinn um það í júní að skrifa undir fjögurra ára samning og taka næsta skref þá hefði ég gert það, það er klárt mál. En svo er tíminn búinn að líða og ég er búinn að hugsa mín mál, og eins og staðan er núna þá er ég kominn á það að kannski sé bara best fyrir alla að ég fari bara að gera eitthvað annað. Svo gæti það breyst á morgun, maður er svo klikkaður.“ Freyr Alexandersson hughreystir Ara Frey Skúlason eftir tapið gegn Englandi í síðustu viku.Getty/Carl Recine Freyr segist hins vegar ekki telja mögulegt að sinna áfram því starfi sem hann sé að taka við hjá Al Arabi, samhliða því að þjálfa A-landsliðið: „Það hefði verið allt öðruvísi ef við Erik og sama teymi hefði haldið áfram. Ég hefði alveg treyst mér til að vera aðstoðarþjálfari áfram í þeirri mynd. En það sem er framundan hjá nýjum landsliðsþjálfara… ef ég tæki við þá þarf nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara og markmannsþjálfara, og byggja upp nýja vinnuferla. Þetta var allt komið í frábært horf hjá gamla teyminu og ég hefði örugglega talið ekkert mál að vera aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og hérna úti. En að taka við liðinu og gera hvoru tveggja myndi ég ekki vilja gera landsliðsins vegna, Al Arabi vegna eða fjölskyldu minnar vegna. Þetta er þannig starf, að vera þjálfari A-landsliðs karla, að þú þarft að gefa þig allan í það.“ Klippa: Freyr Alexanders um landsliðsþjálfarastarfið EM 2020 í fótbolta KSÍ Katarski boltinn Tengdar fréttir Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30 Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Guðni Bergsson og hans fólk í stjórn KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað að nýjum þjálfara A-landsliðs karla: „Ef ég væri besti kosturinn í stöðunni að þeirra mati þá held ég að það væri búið að klára málið fyrir löngu síðan,“ segir Freyr í viðtali við Vísi en hluta af því má sjá hér að neðan. Sagði Guðna að ég vildi landsliðinu allt það besta Freyr var aðstoðarlandsliðsþjálfari í þjálfaratíð Eriks Hamrén sem lauk með leik við Englending á Wembley í síðustu viku. Freyr sinnti starfinu í tvö ár, var áður leikgreinandi fyrir landsliðið og þjálfari kvennalandsliðsins. Eftir sjö ára starf hjá Knattspyrnusambandi Íslands er Freyr nú kominn aftur í félagsliðaþjálfun, sem aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar. Freyr vill hins vegar hag landsliðsins sem mestan og útilokar ekkert í framtíðinni: „Það sem ég er búinn að segja við Guðna [Bergsson, formann KSÍ] er fyrst og fremst það að ég vil landsliðinu allt það besta. Ég vil að ákvörðunin sem verður tekin fyrir landsliðið verði góð og vel ígrunduð, og að besta fólkið sem kostur er á komi inn. Það skiptir mig öllu máli. Ef ég væri besti kosturinn í stöðunni að þeirra mati þá held ég að það væri búið að klára málið fyrir löngu síðan. En svo getur það verið algjör vitleysa í mér,“ segir Freyr, sem hefði vísast farið með landsliðinu á EM næsta sumar ef það takmark hefði náðast, en þá hefði Hamrén haldið áfram með liðið fram yfir mótið. Freyr Alexandersson fer yfir málin með Erik Hamrén á síðustu æfingunni sem þeir stýrðu saman á Laugardalsvelli.vísir/vilhelm „Ég vona bara að lendingin verði góð. Að það komi inn gott þjálfarateymi. Íslenska þjóðin á það skilið og leikmennirnir eiga skilið að fá góða umgjörð áfram. Við Guðni erum góðir félagar og ég mun alltaf veita þeim alla þá aðstoð sem ég get veitt hverju sinni, hvort sem það er í formi einhverrar ráðgjafar eða sem þjálfari liðsins,“ segir Freyr, en almenn ánægja virðist hafa ríkt meðal leikmanna með störf þeirra Hamréns: „Varðandi hug leikmanna og starfsmanna til mín þá er það í rauninni það sem skiptir mig mestu máli. Leikmenn hafa komið að máli við mig, beðið mig um að gefa fram starfskrafta mína, og mér þykir ótrúlega vænt um það. Það veitir mér sjálfstraust og ánægju, að finna fyrir trausti leikmanna og samstarfsmanna.“ Hefði skrifað undir samning í júní Spurður hreint út, hvort að hann vilji ekki enn taka við sem aðalþjálfari landsliðsins, segir Freyr: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja varðandi framhaldið, hvort ég vilji það akkúrat núna. Ef að ég hefði verið beðinn um það í júní að skrifa undir fjögurra ára samning og taka næsta skref þá hefði ég gert það, það er klárt mál. En svo er tíminn búinn að líða og ég er búinn að hugsa mín mál, og eins og staðan er núna þá er ég kominn á það að kannski sé bara best fyrir alla að ég fari bara að gera eitthvað annað. Svo gæti það breyst á morgun, maður er svo klikkaður.“ Freyr Alexandersson hughreystir Ara Frey Skúlason eftir tapið gegn Englandi í síðustu viku.Getty/Carl Recine Freyr segist hins vegar ekki telja mögulegt að sinna áfram því starfi sem hann sé að taka við hjá Al Arabi, samhliða því að þjálfa A-landsliðið: „Það hefði verið allt öðruvísi ef við Erik og sama teymi hefði haldið áfram. Ég hefði alveg treyst mér til að vera aðstoðarþjálfari áfram í þeirri mynd. En það sem er framundan hjá nýjum landsliðsþjálfara… ef ég tæki við þá þarf nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara og markmannsþjálfara, og byggja upp nýja vinnuferla. Þetta var allt komið í frábært horf hjá gamla teyminu og ég hefði örugglega talið ekkert mál að vera aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og hérna úti. En að taka við liðinu og gera hvoru tveggja myndi ég ekki vilja gera landsliðsins vegna, Al Arabi vegna eða fjölskyldu minnar vegna. Þetta er þannig starf, að vera þjálfari A-landsliðs karla, að þú þarft að gefa þig allan í það.“ Klippa: Freyr Alexanders um landsliðsþjálfarastarfið
EM 2020 í fótbolta KSÍ Katarski boltinn Tengdar fréttir Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30 Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30
Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30