Hjólahvíslarinn hvekktur eftir torkennileg tilmæli frá lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2020 16:20 Bjartmar Leósson. Honum sárnaði þetta símtal sem hann fékk frá lögreglumanni nú fyrr í dag. En þar var hann beðinn um að hætta þessu hjólarugli, hvíla það fram á næsta sumar. Kæla þetta aðeins. visir Bjartmar Leósson, sem fengið hefur viðurnefnið Hjólahvíslarinn vegna frækilegrar framgöngu við að endurheimta stolin hjól fyrir eigendur þeirra, var beðinn um það af lögreglumanni að „hætta þessu hjólarugli“. Bjartmar segir þetta kaldar kveðjur eftir allt sem hann hefur lagt að mörkum við að finna og koma til réttra eigenda stolnum verðmætum hjólum. Bjartmar tekur skýrt fram, í samtali við Vísi, að sú afstaða sem birtist hjá þessum ónefnda lögreglumanni sé alls ekki lýsandi fyrir lögregluna alla. Yfirlætistónn í lögregluþjóninum En honum blöskraði yfirlætið sem fólst í orðum þessa tiltekna lögreglumannsins, þau komu flatt uppá hann því yfirleitt hafa samskiptin við lögregluna verið góð. „Já, það var yfirlætistónn í þessu: Gætirðu ekki hætt þessu hjólarugli þínu, fram á mitt sumar kannski? spurði maðurinn en þetta var eftir kvörtun bróður manns sem hafði misst sig við Bjartmar eftir að hann hafði fundið hjá honum hjól. Bjartmar segir þetta mikinn misskilning því hann hafi boðið þeim manni að borða og þeir svo skilið í mikilli sátt. Það segir Bjartmar hafa gert til að byggja upp gagnkvæman skilning. Mikill fjöldi manna kann Bjartmari miklar þakkir fyrir að hafa fundið stolin hjól sín. Það má berlega sjá í Facebook-hóp sem Bjartmar stofnaði „Hjóladót Tapað, fundið eða stolið“. Þar greinir hann frá þessu og hefur mikill fjöldi manna tjáð sig of furðað sig á þessum köldu kveðjum. Bjartmar útskýrir tildrögin þannig þar: „Sárasjaldan hafa menn blossað upp gagnvart mér þegar ég "stel" hjólum til baka. Eitt slíkt atvik nýskeð og ég fæ kvörtun á mig. En er búinn að sættast við gaurinn. Ætla meiraðsegja að redda honum hjóli og lás.“ Bjartmar nýtur mikils stuðnings í hópnum og víðar. Hann segist ætla að bóka fund með lögreglustjóranum og fara yfir þetta mál eins og það horfir við sér. Hefur endurheimt hjól fyrir milljónir króna En hvað er það sem fær Bjartmar til að standa í þessu, en það hefur hann gert frá því síðasta sumar og hefur haldið ótrauður sínu striki? Bjartmar útskýrir það þannig að hann sé sjálfur með mikla hjóladellu. „Þetta bara blasti við mér. Góðkunningjar lögreglunnar, eða hvað eigum eigum við að segja … ógæfumenn borgarinnar voru reglulega að birtast á nýjum hjólum. Mér fannst þetta undarlegt og fór að skoða þetta nánar. Augljóst mál að þeir væru að stela hjólunum en þetta var yfirgengilega mikið. Mig langar ekki að búa í borg þar sem sjálfsagt mál þykir að stela hjólum. Ef ég sé hjól sem ég veit að er stolið sef ekkert vel ef ég geri ekkert.“ Bjartmar hefur fyrir löngu tapað tölunni, svo mörg eru þau hjól sem hann hefur fundið en hann segir að meta megi andvirði hinna stolnu hjóla á vel yfir tíu milljónir. Eitt sinn endurheimti hann í einu tvö hjól sem samanlagt voru milljón króna virði. Hjólreiðar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Bjartmar Leósson, sem fengið hefur viðurnefnið Hjólahvíslarinn vegna frækilegrar framgöngu við að endurheimta stolin hjól fyrir eigendur þeirra, var beðinn um það af lögreglumanni að „hætta þessu hjólarugli“. Bjartmar segir þetta kaldar kveðjur eftir allt sem hann hefur lagt að mörkum við að finna og koma til réttra eigenda stolnum verðmætum hjólum. Bjartmar tekur skýrt fram, í samtali við Vísi, að sú afstaða sem birtist hjá þessum ónefnda lögreglumanni sé alls ekki lýsandi fyrir lögregluna alla. Yfirlætistónn í lögregluþjóninum En honum blöskraði yfirlætið sem fólst í orðum þessa tiltekna lögreglumannsins, þau komu flatt uppá hann því yfirleitt hafa samskiptin við lögregluna verið góð. „Já, það var yfirlætistónn í þessu: Gætirðu ekki hætt þessu hjólarugli þínu, fram á mitt sumar kannski? spurði maðurinn en þetta var eftir kvörtun bróður manns sem hafði misst sig við Bjartmar eftir að hann hafði fundið hjá honum hjól. Bjartmar segir þetta mikinn misskilning því hann hafi boðið þeim manni að borða og þeir svo skilið í mikilli sátt. Það segir Bjartmar hafa gert til að byggja upp gagnkvæman skilning. Mikill fjöldi manna kann Bjartmari miklar þakkir fyrir að hafa fundið stolin hjól sín. Það má berlega sjá í Facebook-hóp sem Bjartmar stofnaði „Hjóladót Tapað, fundið eða stolið“. Þar greinir hann frá þessu og hefur mikill fjöldi manna tjáð sig of furðað sig á þessum köldu kveðjum. Bjartmar útskýrir tildrögin þannig þar: „Sárasjaldan hafa menn blossað upp gagnvart mér þegar ég "stel" hjólum til baka. Eitt slíkt atvik nýskeð og ég fæ kvörtun á mig. En er búinn að sættast við gaurinn. Ætla meiraðsegja að redda honum hjóli og lás.“ Bjartmar nýtur mikils stuðnings í hópnum og víðar. Hann segist ætla að bóka fund með lögreglustjóranum og fara yfir þetta mál eins og það horfir við sér. Hefur endurheimt hjól fyrir milljónir króna En hvað er það sem fær Bjartmar til að standa í þessu, en það hefur hann gert frá því síðasta sumar og hefur haldið ótrauður sínu striki? Bjartmar útskýrir það þannig að hann sé sjálfur með mikla hjóladellu. „Þetta bara blasti við mér. Góðkunningjar lögreglunnar, eða hvað eigum eigum við að segja … ógæfumenn borgarinnar voru reglulega að birtast á nýjum hjólum. Mér fannst þetta undarlegt og fór að skoða þetta nánar. Augljóst mál að þeir væru að stela hjólunum en þetta var yfirgengilega mikið. Mig langar ekki að búa í borg þar sem sjálfsagt mál þykir að stela hjólum. Ef ég sé hjól sem ég veit að er stolið sef ekkert vel ef ég geri ekkert.“ Bjartmar hefur fyrir löngu tapað tölunni, svo mörg eru þau hjól sem hann hefur fundið en hann segir að meta megi andvirði hinna stolnu hjóla á vel yfir tíu milljónir. Eitt sinn endurheimti hann í einu tvö hjól sem samanlagt voru milljón króna virði.
Hjólreiðar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira