Halldór Grönvold látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2020 06:01 Halldór Grönvald. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, lést á Landspítalanum þann 18. nóvember síðastliðinn eftir stutt veikindi. Hann var 66 ára gamall. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ sem fylgir fyrir neðan. Halldór helgaði verkalýðshreyfingunni starfsævi sína eftir að hann lauk námi í vinnumarkaðsfræðum við University of Warwick á Englandi. Fyrst starfaði hann hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, en frá árinu 1993 á skrifstofu Alþýðusambandsins. Þangað var hann ráðinn sem skrifstofustjóri en frá árinu 2001 var Halldór aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ auk þess að leiða deild félags- og vinnumarkaðsmála hjá sambandinu. Halldór vann alla tíð ötullega að réttindum launafólks. Hann sat í stjórn Vinnumálastofnunar frá 1996 og beitti sér mjög í fræðslumálum innan verkalýðshreyfingarinnar og þá einkum starfsmenntamálum. Hann tók þátt í samningum á Evrópuvísu um fjölskylduvænni vinnustaði og breytingu á vinnutímatilskipuninni ásamt fæðingar- og foreldraorlofi. Hann barðist fyrir breytingum á fæðingarorlofslöggjöfinni sem náðust árið 2000, þar á meðal rétti feðra til töku fæðingarorlofs. Á síðustu árum hefur Halldór sérstaklega beitt sér fyrir aðgerðum til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði. Það má fullyrða að fáir hafi haft eins mikil áhrif á mótun íslenska vinnumarkaðsmódelsins og Halldór Grönvold. Hann var einlægur verkalýðssinni og jafnaðarmaður, traustur og góður félagi með yfirburða þekkingu á vinnumarkaðsmálum. Óhætt er að segja að stórt skarð sé höggvið í raðir starfsmanna ASÍ, bæði sem hreyfingar og vinnustaðar, við fráfall Halldórs. Eftirlifandi eiginkona Halldórs Grönvold er Greta Baldursdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari. Þau eignuðust tvö börn, Evu og Arnar, og eru barnabörn þeirra nú þrjú. Andlát Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, lést á Landspítalanum þann 18. nóvember síðastliðinn eftir stutt veikindi. Hann var 66 ára gamall. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ sem fylgir fyrir neðan. Halldór helgaði verkalýðshreyfingunni starfsævi sína eftir að hann lauk námi í vinnumarkaðsfræðum við University of Warwick á Englandi. Fyrst starfaði hann hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, en frá árinu 1993 á skrifstofu Alþýðusambandsins. Þangað var hann ráðinn sem skrifstofustjóri en frá árinu 2001 var Halldór aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ auk þess að leiða deild félags- og vinnumarkaðsmála hjá sambandinu. Halldór vann alla tíð ötullega að réttindum launafólks. Hann sat í stjórn Vinnumálastofnunar frá 1996 og beitti sér mjög í fræðslumálum innan verkalýðshreyfingarinnar og þá einkum starfsmenntamálum. Hann tók þátt í samningum á Evrópuvísu um fjölskylduvænni vinnustaði og breytingu á vinnutímatilskipuninni ásamt fæðingar- og foreldraorlofi. Hann barðist fyrir breytingum á fæðingarorlofslöggjöfinni sem náðust árið 2000, þar á meðal rétti feðra til töku fæðingarorlofs. Á síðustu árum hefur Halldór sérstaklega beitt sér fyrir aðgerðum til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði. Það má fullyrða að fáir hafi haft eins mikil áhrif á mótun íslenska vinnumarkaðsmódelsins og Halldór Grönvold. Hann var einlægur verkalýðssinni og jafnaðarmaður, traustur og góður félagi með yfirburða þekkingu á vinnumarkaðsmálum. Óhætt er að segja að stórt skarð sé höggvið í raðir starfsmanna ASÍ, bæði sem hreyfingar og vinnustaðar, við fráfall Halldórs. Eftirlifandi eiginkona Halldórs Grönvold er Greta Baldursdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari. Þau eignuðust tvö börn, Evu og Arnar, og eru barnabörn þeirra nú þrjú.
Andlát Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira