Gummi Tóta um vítið örlagaríka: „Virkilega erfitt augnablik“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2020 12:30 Guðmundur Þórarinsson ætlar sér stærri hluti á næsta keppnistímabili. Getty/Tim Bouwer „Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta hefur verið mjög erfitt ár, á vellinum og auðvitað utan vallar líka,“ segir Guðmundur Þórarinsson, söngvari og leikmaður New York City í bandarísku MLS-deildinni. Fyrsta tímabili Guðmundar í deildinni lauk með grátlegum hætti en hann bar sig þó vel í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sem sjá má hér að neðan. Guðmundur tók sjöundu vítaspyrnu New York City í leik gegn Orlando City í úrslitakeppninni um helgina, en hún var varin. Þar með er reyndar ekki öll sagan sögð því mikið gekk á í vítaspyrnukeppninni, eins og sjá má hér að neðan. Pedro Gallese, markmaður Orlando, fékk nefnilega sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar hann virtist hafa tryggt liðinu 4-3 sigur. Ekki má gera skiptingu í miðri vítaspyrnukeppni og því fór útileikmaðurinn Rodrigo Schlegel í markið, og hann náði að verja spyrnu Guðmundar. Klippa: Vítakeppni New York City og Orlando City „Þetta er auðvitað bara gríðarlega svekkjandi, bæði tímabilið sem heild og að enda þetta svona; taka síðasta vítið og klúðra því. Þetta súmmerar svolítið upp árið,“ segir Guðmundur. Hann var þó ekki sá eini sem ekki nýtti sitt víti því það sama átti við um Maxi Moralez, liðsfélaga hans, og Portúgalann Nani í liði Orlando. „Svo hljóp hann þangað, blessaður“ „Oftast þegar maður tekur víti er maður búinn að sjá fyrir sér stað þar sem maður ætlar að setja boltann, og minn staður var uppi í hægra horninu. Svo hljóp hann þangað, blessaður. Þetta var virkilega erfitt augnablik, en þetta er partur af ferðalaginu. Þetta gerir mann andskoti sterkan, maður verður að hugsa það þannig,“ Guðmundur. Guðmundur Þórarinsson lék við góðan orðstír á Norðurlöndunum en ákvað að færa sig um set til Bandaríkjanna síðasta vetur.Vísir/Friðrik Þór Þessi 28 ára gamli Selfyssingur kom til New York í byrjun árs eftir gott gengi með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni, þar sem hann var fastamaður í byrjunarliðinu. Hjá New York City er hann í nýju hlutverki sem vinstri bakvörður en byrjaði aðeins sjö leiki á tímabilinu og kom 13 sinnum inn á sem varamaður. Meistaradeildin og svo tvíefldur til leiks á næsta tímabili „Þetta tímabil hefur verið erfitt aðlögunarferli fyrir mig og svekkjandi í heild sinni, en það er bara „áfram, gakk“. Þetta er bara fótbolti og það koma alltaf tímabil sem eru upp og niður. Þetta er klárlega eitt af því erfiðara sem að ég hef staðið í fótboltalega, og svo vitum við auðvitað öll hvernig ástandið er í heiminum. Það bætti því aðeins gráu ofan á svart hvernig þetta hefur verið. En þá gildir bara að halda áfram að æfa á fullu og gera sig kláran fyrir Meistaradeild Norður-Ameríku, sem er eftir hjá okkur. Og mæta svo tvíefldur til baka fyrir næsta tímabil,“ segir Guðmundur. New York City er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og á þar í höggi við UANL frá Mexíkó, sem er 1-0 yfir í einvíginu. Liðin mætast að nýju í Orlando 16. desember. Guðmundur segir að þrátt fyrir að hann vilji auðvitað spila meira, og þó að kórónuveirufaraldurinn hafi gert lífið utan vallar erfitt, þá sé hann ánægður með hlutina hjá New York City: „Mér líður vel. Það er rosalega vel hugsað um mann hérna og umgjörðin er rosalega flott. En aðlögunarferlið hefur verið erfitt. Ég er að spila nýja stöðu, sem ég hef aldrei spilað áður, og hef fengið takmarkaðan spiltíma. En svo er þetta bara ferðalagið í lífinu, hvað sem maður er að gera, að halda í þessa trú sem maður hefur á sjálfum sér. Það hefur verið extra mikilvægt í ár. Að týna ekki eigin sjálfstrausti. Auðvitað er fullt af hlutum sem gætu verið betri fyrir mig persónulega en það er bara áskorun að takast á við það og partur af þessu þroskaferli, að verða betri leikmaður og manneskja, og það er keppni sem ég er til í. En ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta hefur verið mjög erfitt ár, á vellinum og auðvitað utan vallar líka.“ Klippa: Gummi Tóta um fyrsta tímabilið í New York og grátlegan endi MLS Fótbolti Tengdar fréttir Gummi Tóta brenndi af víti þegar New York City féll úr leik Guðmundur Þórarinsson hóf leik á varamannabekknum þegar lið hans, New York City, mætti Orlando City í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. nóvember 2020 20:58 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
„Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta hefur verið mjög erfitt ár, á vellinum og auðvitað utan vallar líka,“ segir Guðmundur Þórarinsson, söngvari og leikmaður New York City í bandarísku MLS-deildinni. Fyrsta tímabili Guðmundar í deildinni lauk með grátlegum hætti en hann bar sig þó vel í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sem sjá má hér að neðan. Guðmundur tók sjöundu vítaspyrnu New York City í leik gegn Orlando City í úrslitakeppninni um helgina, en hún var varin. Þar með er reyndar ekki öll sagan sögð því mikið gekk á í vítaspyrnukeppninni, eins og sjá má hér að neðan. Pedro Gallese, markmaður Orlando, fékk nefnilega sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar hann virtist hafa tryggt liðinu 4-3 sigur. Ekki má gera skiptingu í miðri vítaspyrnukeppni og því fór útileikmaðurinn Rodrigo Schlegel í markið, og hann náði að verja spyrnu Guðmundar. Klippa: Vítakeppni New York City og Orlando City „Þetta er auðvitað bara gríðarlega svekkjandi, bæði tímabilið sem heild og að enda þetta svona; taka síðasta vítið og klúðra því. Þetta súmmerar svolítið upp árið,“ segir Guðmundur. Hann var þó ekki sá eini sem ekki nýtti sitt víti því það sama átti við um Maxi Moralez, liðsfélaga hans, og Portúgalann Nani í liði Orlando. „Svo hljóp hann þangað, blessaður“ „Oftast þegar maður tekur víti er maður búinn að sjá fyrir sér stað þar sem maður ætlar að setja boltann, og minn staður var uppi í hægra horninu. Svo hljóp hann þangað, blessaður. Þetta var virkilega erfitt augnablik, en þetta er partur af ferðalaginu. Þetta gerir mann andskoti sterkan, maður verður að hugsa það þannig,“ Guðmundur. Guðmundur Þórarinsson lék við góðan orðstír á Norðurlöndunum en ákvað að færa sig um set til Bandaríkjanna síðasta vetur.Vísir/Friðrik Þór Þessi 28 ára gamli Selfyssingur kom til New York í byrjun árs eftir gott gengi með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni, þar sem hann var fastamaður í byrjunarliðinu. Hjá New York City er hann í nýju hlutverki sem vinstri bakvörður en byrjaði aðeins sjö leiki á tímabilinu og kom 13 sinnum inn á sem varamaður. Meistaradeildin og svo tvíefldur til leiks á næsta tímabili „Þetta tímabil hefur verið erfitt aðlögunarferli fyrir mig og svekkjandi í heild sinni, en það er bara „áfram, gakk“. Þetta er bara fótbolti og það koma alltaf tímabil sem eru upp og niður. Þetta er klárlega eitt af því erfiðara sem að ég hef staðið í fótboltalega, og svo vitum við auðvitað öll hvernig ástandið er í heiminum. Það bætti því aðeins gráu ofan á svart hvernig þetta hefur verið. En þá gildir bara að halda áfram að æfa á fullu og gera sig kláran fyrir Meistaradeild Norður-Ameríku, sem er eftir hjá okkur. Og mæta svo tvíefldur til baka fyrir næsta tímabil,“ segir Guðmundur. New York City er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og á þar í höggi við UANL frá Mexíkó, sem er 1-0 yfir í einvíginu. Liðin mætast að nýju í Orlando 16. desember. Guðmundur segir að þrátt fyrir að hann vilji auðvitað spila meira, og þó að kórónuveirufaraldurinn hafi gert lífið utan vallar erfitt, þá sé hann ánægður með hlutina hjá New York City: „Mér líður vel. Það er rosalega vel hugsað um mann hérna og umgjörðin er rosalega flott. En aðlögunarferlið hefur verið erfitt. Ég er að spila nýja stöðu, sem ég hef aldrei spilað áður, og hef fengið takmarkaðan spiltíma. En svo er þetta bara ferðalagið í lífinu, hvað sem maður er að gera, að halda í þessa trú sem maður hefur á sjálfum sér. Það hefur verið extra mikilvægt í ár. Að týna ekki eigin sjálfstrausti. Auðvitað er fullt af hlutum sem gætu verið betri fyrir mig persónulega en það er bara áskorun að takast á við það og partur af þessu þroskaferli, að verða betri leikmaður og manneskja, og það er keppni sem ég er til í. En ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta hefur verið mjög erfitt ár, á vellinum og auðvitað utan vallar líka.“ Klippa: Gummi Tóta um fyrsta tímabilið í New York og grátlegan endi
MLS Fótbolti Tengdar fréttir Gummi Tóta brenndi af víti þegar New York City féll úr leik Guðmundur Þórarinsson hóf leik á varamannabekknum þegar lið hans, New York City, mætti Orlando City í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. nóvember 2020 20:58 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Gummi Tóta brenndi af víti þegar New York City féll úr leik Guðmundur Þórarinsson hóf leik á varamannabekknum þegar lið hans, New York City, mætti Orlando City í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. nóvember 2020 20:58