Vel gert foreldrar! Þóra Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 08:00 Börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi. Meðal þeirra eru réttur til að hafa áhrif á ákvarðanir sem þau varða. Foreldrar ættu því ekki að taka ákvarðanir eða ráða öllu um börnin sín ein, án umhugsunar og án samráðs við börnin sín. Eins og margir foreldrar vita nú eiga börn lagalegan rétt á að segja nei mamma eða nei pabbi, ég vil ekki að þú deilir mynd af mér á netið eða segir frá því að ég hafi verið að gera eitthvað fyndið, kjánalegt og/eða skemmtilegt. Og foreldrum ber skylda til að hlusta á þann vilja barnsins og virða hann. Börn, eins og aðrir, eiga rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á því að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvernig um þau er fjallað á netinu. Þau réttindi þeirra eru tryggð í Barnasáttmálanum og öðrum lögum. Það er frábært að fylgjast með foreldrum í dag sem eru að læra nýja siði og virðingu gagnvart börnum í samfélaginu. Það er mjög jákvæð þróun að eiga sér stað. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir og gæta þess að spyrja börn sín um leyfi áður en þeir fjalla um þau opinberlega, t.d. á netinu. Vel gert foreldrar! Það er þó ástæða til að mati Barnaheilla að árétta að foreldrar þurfa að muna að spyrja börn sín um leyfi fyrir því að tala opinberlega um persónuleg mál þeirra, hvort sem er á samfélagsmiðlum, í fréttum eða á öðrum vettvangi. Og jafnvel þó að barnið veiti samþykki sitt fyrir umfjöllun er mikilvægt fyrir foreldra að hugsa sig vel um hvort umfjöllun sé barninu og umhverfi þess endilega til góðs því allar ákvarðanir sem foreldrar taka um börn sín ættu að samræmast bestu hagsmunum þess. Það er ekki alltaf þannig að umfjöllun, jafnvel þó hún sé jákvæð, sé það sem barni er fyrir bestu. Gott er að hafa í huga að hægt er að leita ráða hjá Barnaheillum ef foreldrar eða aðrir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort þau vilji að fjölmiðlar fjalli um málefni barns. Fyrir foreldra eru til fínar leiðbeiningar um umfjöllun um börn á samfélagsmiðlum sem gagnlegt er að kynna sér. Þær má finna á heimasíðum útgefenda þeirra, Barnaheilla, Heimila og skóla og SAFT, UNICEF, Fjölmiðlanefndar og Umboðsmanns barna. Það er að stórum hluta í höndum foreldra að gæta að og framfylgja réttindum barna samkvæmt Barnasáttmálanum. Foreldrar ættu því að hugsa sig um og gæta vel að því að birta ekki myndir eða umfjöllun um börn sín án samþykkis þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Alltaf skal gæta að virðingu barnanna þegar um þau er fjallað eða myndir af þeim eru birtar. Það má lengi bæta það sem gott er og verða enn meðvitaðri um tillit til réttinda barna og virðingu við þau. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í störfum sínum. Við vekjum athygli á nýopnaðri fræðslusíðu um Barnasáttmálann, www.barnasattmali.is sem hefur meðal annars að geyma fræðslu til foreldra um réttindi barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi. Meðal þeirra eru réttur til að hafa áhrif á ákvarðanir sem þau varða. Foreldrar ættu því ekki að taka ákvarðanir eða ráða öllu um börnin sín ein, án umhugsunar og án samráðs við börnin sín. Eins og margir foreldrar vita nú eiga börn lagalegan rétt á að segja nei mamma eða nei pabbi, ég vil ekki að þú deilir mynd af mér á netið eða segir frá því að ég hafi verið að gera eitthvað fyndið, kjánalegt og/eða skemmtilegt. Og foreldrum ber skylda til að hlusta á þann vilja barnsins og virða hann. Börn, eins og aðrir, eiga rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á því að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvernig um þau er fjallað á netinu. Þau réttindi þeirra eru tryggð í Barnasáttmálanum og öðrum lögum. Það er frábært að fylgjast með foreldrum í dag sem eru að læra nýja siði og virðingu gagnvart börnum í samfélaginu. Það er mjög jákvæð þróun að eiga sér stað. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir og gæta þess að spyrja börn sín um leyfi áður en þeir fjalla um þau opinberlega, t.d. á netinu. Vel gert foreldrar! Það er þó ástæða til að mati Barnaheilla að árétta að foreldrar þurfa að muna að spyrja börn sín um leyfi fyrir því að tala opinberlega um persónuleg mál þeirra, hvort sem er á samfélagsmiðlum, í fréttum eða á öðrum vettvangi. Og jafnvel þó að barnið veiti samþykki sitt fyrir umfjöllun er mikilvægt fyrir foreldra að hugsa sig vel um hvort umfjöllun sé barninu og umhverfi þess endilega til góðs því allar ákvarðanir sem foreldrar taka um börn sín ættu að samræmast bestu hagsmunum þess. Það er ekki alltaf þannig að umfjöllun, jafnvel þó hún sé jákvæð, sé það sem barni er fyrir bestu. Gott er að hafa í huga að hægt er að leita ráða hjá Barnaheillum ef foreldrar eða aðrir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort þau vilji að fjölmiðlar fjalli um málefni barns. Fyrir foreldra eru til fínar leiðbeiningar um umfjöllun um börn á samfélagsmiðlum sem gagnlegt er að kynna sér. Þær má finna á heimasíðum útgefenda þeirra, Barnaheilla, Heimila og skóla og SAFT, UNICEF, Fjölmiðlanefndar og Umboðsmanns barna. Það er að stórum hluta í höndum foreldra að gæta að og framfylgja réttindum barna samkvæmt Barnasáttmálanum. Foreldrar ættu því að hugsa sig um og gæta vel að því að birta ekki myndir eða umfjöllun um börn sín án samþykkis þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Alltaf skal gæta að virðingu barnanna þegar um þau er fjallað eða myndir af þeim eru birtar. Það má lengi bæta það sem gott er og verða enn meðvitaðri um tillit til réttinda barna og virðingu við þau. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í störfum sínum. Við vekjum athygli á nýopnaðri fræðslusíðu um Barnasáttmálann, www.barnasattmali.is sem hefur meðal annars að geyma fræðslu til foreldra um réttindi barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar