Jóhann Alfreð og Laufey í stað Villa og Ingileifar Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2020 08:13 Jóhann og Laufey koma inn fyrir Vilhelm og Ingileifu. Jóhann Alfreð Kristinsson og Laufey Haraldsdóttir eru nýir spurningahöfundar og dómarar í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Jóhann Alfreð er lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hefur á umliðnum árum starfað sem skemmtikraftur, m.a. með uppistandshópnum Mið-Íslandi, að þáttagerð og við markaðs- og kynningarmál. Hann stýrir spurningaþættinum Heilahristingi sem er á Rás 2 á laugardögum. Laufeyju ættu áhorfendur Gettu betur að kannast við því að hún var í sigurliði Kvennaskólans ásamt Bjarna Lúðvíkssyni og Bjarka Frey Magnússyni þegar skólinn bar sigur úr bítum í fyrsta sinn, árið 2011. Þar með varð Laufey fyrsti kvenkyns keppandinn til að vinna Gettu betur. Laufey er leikkona og hefur síðustu ár fengist við leiklist, uppistand, greinaskrif og fleira, bæði í Bretlandi og hér heima. „Sem fyrrverandi keppandi hlakka ég mikið til að ögra nýrri kynslóð Gettu betur-keppenda. Ég veit að sumir keppendur reyna að læra inn á dómarana þannig að ég ætla að gera mitt besta til að vera svolítið óútreiknanleg“, segir Laufey. Hún segir jafnframt að stærsta breytingin síðan hún keppti sé að það sé búið að jafna kynjahlutfall keppenda, sem var gert 2013. „Mér þykir keppnin náttúrulega miklu skemmtilegri svoleiðis. Allar keppnir sem ég keppti í sjónvarpi voru á móti bara strákum og þó þeir séu ágætir greyin þá verður leiðinlegt til lengdar að vera alltaf eina stelpan,“ segir Laufey. Jóhann Alfreð segist einnig spenntur fyrir verkefninu og það sé mikill heiður að fá tækifæri til að gegna hlutverki dómara í þessari rótgrónustu spurningakeppni landsins. „Ég er nánast jafngamall keppninni, ólst upp við að missa varla af þætti og hef alltaf verið súperaðdáandi. Ég hlakka til þegar við förum af stað eftir áramót að fá tækifæri til að kynnast liðunum og aðstandendum keppninnar,“ segir Jóhann Alfreð. Kristjana Arnarsdóttir verður spyrill og Sævar Helgi Bragason liðsinnir spurningahöfundum líkt og fyrri ár. Handhafi Hljóðnemans, farandgrips keppninnar, er lið Menntaskólans í Reykjavík sem vann lið Borgarholtsskóla síðastliðinn vetur. Fyrri umferð keppninnar verður streymt á vef RÚV 4.-7. janúar. Sjónvarpshluti keppninnar hefst á RÚV föstudaginn 5. febrúar. „Þegar ég var krakki og horfði á Gettu betur langaði mig að vera Logi Bergmann en mér virðist ætlað að gegna öllum stöðum í keppninni öðrum en að vera spyrill. Það er kannski kominn tími til að sætta mig við að ég verð ekki Logi Bergmann þegar ég verð stór,“ segir Laufey. Undanfarin ár hafa þau Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir verið í hlutverkinu sem Jóhann og Laufey taka við. Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Fleiri fréttir Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Sjá meira
Jóhann Alfreð Kristinsson og Laufey Haraldsdóttir eru nýir spurningahöfundar og dómarar í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Jóhann Alfreð er lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hefur á umliðnum árum starfað sem skemmtikraftur, m.a. með uppistandshópnum Mið-Íslandi, að þáttagerð og við markaðs- og kynningarmál. Hann stýrir spurningaþættinum Heilahristingi sem er á Rás 2 á laugardögum. Laufeyju ættu áhorfendur Gettu betur að kannast við því að hún var í sigurliði Kvennaskólans ásamt Bjarna Lúðvíkssyni og Bjarka Frey Magnússyni þegar skólinn bar sigur úr bítum í fyrsta sinn, árið 2011. Þar með varð Laufey fyrsti kvenkyns keppandinn til að vinna Gettu betur. Laufey er leikkona og hefur síðustu ár fengist við leiklist, uppistand, greinaskrif og fleira, bæði í Bretlandi og hér heima. „Sem fyrrverandi keppandi hlakka ég mikið til að ögra nýrri kynslóð Gettu betur-keppenda. Ég veit að sumir keppendur reyna að læra inn á dómarana þannig að ég ætla að gera mitt besta til að vera svolítið óútreiknanleg“, segir Laufey. Hún segir jafnframt að stærsta breytingin síðan hún keppti sé að það sé búið að jafna kynjahlutfall keppenda, sem var gert 2013. „Mér þykir keppnin náttúrulega miklu skemmtilegri svoleiðis. Allar keppnir sem ég keppti í sjónvarpi voru á móti bara strákum og þó þeir séu ágætir greyin þá verður leiðinlegt til lengdar að vera alltaf eina stelpan,“ segir Laufey. Jóhann Alfreð segist einnig spenntur fyrir verkefninu og það sé mikill heiður að fá tækifæri til að gegna hlutverki dómara í þessari rótgrónustu spurningakeppni landsins. „Ég er nánast jafngamall keppninni, ólst upp við að missa varla af þætti og hef alltaf verið súperaðdáandi. Ég hlakka til þegar við förum af stað eftir áramót að fá tækifæri til að kynnast liðunum og aðstandendum keppninnar,“ segir Jóhann Alfreð. Kristjana Arnarsdóttir verður spyrill og Sævar Helgi Bragason liðsinnir spurningahöfundum líkt og fyrri ár. Handhafi Hljóðnemans, farandgrips keppninnar, er lið Menntaskólans í Reykjavík sem vann lið Borgarholtsskóla síðastliðinn vetur. Fyrri umferð keppninnar verður streymt á vef RÚV 4.-7. janúar. Sjónvarpshluti keppninnar hefst á RÚV föstudaginn 5. febrúar. „Þegar ég var krakki og horfði á Gettu betur langaði mig að vera Logi Bergmann en mér virðist ætlað að gegna öllum stöðum í keppninni öðrum en að vera spyrill. Það er kannski kominn tími til að sætta mig við að ég verð ekki Logi Bergmann þegar ég verð stór,“ segir Laufey. Undanfarin ár hafa þau Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir verið í hlutverkinu sem Jóhann og Laufey taka við.
Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Fleiri fréttir Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Sjá meira