Jóhann Alfreð og Laufey í stað Villa og Ingileifar Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2020 08:13 Jóhann og Laufey koma inn fyrir Vilhelm og Ingileifu. Jóhann Alfreð Kristinsson og Laufey Haraldsdóttir eru nýir spurningahöfundar og dómarar í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Jóhann Alfreð er lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hefur á umliðnum árum starfað sem skemmtikraftur, m.a. með uppistandshópnum Mið-Íslandi, að þáttagerð og við markaðs- og kynningarmál. Hann stýrir spurningaþættinum Heilahristingi sem er á Rás 2 á laugardögum. Laufeyju ættu áhorfendur Gettu betur að kannast við því að hún var í sigurliði Kvennaskólans ásamt Bjarna Lúðvíkssyni og Bjarka Frey Magnússyni þegar skólinn bar sigur úr bítum í fyrsta sinn, árið 2011. Þar með varð Laufey fyrsti kvenkyns keppandinn til að vinna Gettu betur. Laufey er leikkona og hefur síðustu ár fengist við leiklist, uppistand, greinaskrif og fleira, bæði í Bretlandi og hér heima. „Sem fyrrverandi keppandi hlakka ég mikið til að ögra nýrri kynslóð Gettu betur-keppenda. Ég veit að sumir keppendur reyna að læra inn á dómarana þannig að ég ætla að gera mitt besta til að vera svolítið óútreiknanleg“, segir Laufey. Hún segir jafnframt að stærsta breytingin síðan hún keppti sé að það sé búið að jafna kynjahlutfall keppenda, sem var gert 2013. „Mér þykir keppnin náttúrulega miklu skemmtilegri svoleiðis. Allar keppnir sem ég keppti í sjónvarpi voru á móti bara strákum og þó þeir séu ágætir greyin þá verður leiðinlegt til lengdar að vera alltaf eina stelpan,“ segir Laufey. Jóhann Alfreð segist einnig spenntur fyrir verkefninu og það sé mikill heiður að fá tækifæri til að gegna hlutverki dómara í þessari rótgrónustu spurningakeppni landsins. „Ég er nánast jafngamall keppninni, ólst upp við að missa varla af þætti og hef alltaf verið súperaðdáandi. Ég hlakka til þegar við förum af stað eftir áramót að fá tækifæri til að kynnast liðunum og aðstandendum keppninnar,“ segir Jóhann Alfreð. Kristjana Arnarsdóttir verður spyrill og Sævar Helgi Bragason liðsinnir spurningahöfundum líkt og fyrri ár. Handhafi Hljóðnemans, farandgrips keppninnar, er lið Menntaskólans í Reykjavík sem vann lið Borgarholtsskóla síðastliðinn vetur. Fyrri umferð keppninnar verður streymt á vef RÚV 4.-7. janúar. Sjónvarpshluti keppninnar hefst á RÚV föstudaginn 5. febrúar. „Þegar ég var krakki og horfði á Gettu betur langaði mig að vera Logi Bergmann en mér virðist ætlað að gegna öllum stöðum í keppninni öðrum en að vera spyrill. Það er kannski kominn tími til að sætta mig við að ég verð ekki Logi Bergmann þegar ég verð stór,“ segir Laufey. Undanfarin ár hafa þau Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir verið í hlutverkinu sem Jóhann og Laufey taka við. Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Jóhann Alfreð Kristinsson og Laufey Haraldsdóttir eru nýir spurningahöfundar og dómarar í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Jóhann Alfreð er lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hefur á umliðnum árum starfað sem skemmtikraftur, m.a. með uppistandshópnum Mið-Íslandi, að þáttagerð og við markaðs- og kynningarmál. Hann stýrir spurningaþættinum Heilahristingi sem er á Rás 2 á laugardögum. Laufeyju ættu áhorfendur Gettu betur að kannast við því að hún var í sigurliði Kvennaskólans ásamt Bjarna Lúðvíkssyni og Bjarka Frey Magnússyni þegar skólinn bar sigur úr bítum í fyrsta sinn, árið 2011. Þar með varð Laufey fyrsti kvenkyns keppandinn til að vinna Gettu betur. Laufey er leikkona og hefur síðustu ár fengist við leiklist, uppistand, greinaskrif og fleira, bæði í Bretlandi og hér heima. „Sem fyrrverandi keppandi hlakka ég mikið til að ögra nýrri kynslóð Gettu betur-keppenda. Ég veit að sumir keppendur reyna að læra inn á dómarana þannig að ég ætla að gera mitt besta til að vera svolítið óútreiknanleg“, segir Laufey. Hún segir jafnframt að stærsta breytingin síðan hún keppti sé að það sé búið að jafna kynjahlutfall keppenda, sem var gert 2013. „Mér þykir keppnin náttúrulega miklu skemmtilegri svoleiðis. Allar keppnir sem ég keppti í sjónvarpi voru á móti bara strákum og þó þeir séu ágætir greyin þá verður leiðinlegt til lengdar að vera alltaf eina stelpan,“ segir Laufey. Jóhann Alfreð segist einnig spenntur fyrir verkefninu og það sé mikill heiður að fá tækifæri til að gegna hlutverki dómara í þessari rótgrónustu spurningakeppni landsins. „Ég er nánast jafngamall keppninni, ólst upp við að missa varla af þætti og hef alltaf verið súperaðdáandi. Ég hlakka til þegar við förum af stað eftir áramót að fá tækifæri til að kynnast liðunum og aðstandendum keppninnar,“ segir Jóhann Alfreð. Kristjana Arnarsdóttir verður spyrill og Sævar Helgi Bragason liðsinnir spurningahöfundum líkt og fyrri ár. Handhafi Hljóðnemans, farandgrips keppninnar, er lið Menntaskólans í Reykjavík sem vann lið Borgarholtsskóla síðastliðinn vetur. Fyrri umferð keppninnar verður streymt á vef RÚV 4.-7. janúar. Sjónvarpshluti keppninnar hefst á RÚV föstudaginn 5. febrúar. „Þegar ég var krakki og horfði á Gettu betur langaði mig að vera Logi Bergmann en mér virðist ætlað að gegna öllum stöðum í keppninni öðrum en að vera spyrill. Það er kannski kominn tími til að sætta mig við að ég verð ekki Logi Bergmann þegar ég verð stór,“ segir Laufey. Undanfarin ár hafa þau Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir verið í hlutverkinu sem Jóhann og Laufey taka við.
Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira